Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 6
22 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. ÁGÚST, 1951 American Scandinavian Foundation - ný bók STEFÁN EINARSSON, próf. við John Hopkins háskólann í Baltimore í Bandaríkjunum, dvelst í sumar hér heima eftir 18 ára fjarvist. Hefir hann í smíð um íslenzka bókmenntasögu á ensku frá upphafi til vorra daga; en hún verður gefin út af American Scandinavian Founda- tion. Hefir Stefán unnið að bók þessari um fimm ára skeið og gerir sér von um, að henni muni lokið eftir tvö ár. Ráðgerir Ame- rican Scandiavian Foundation að gefa út bókmenntasögu allra Norðurlandaþjóðanna, hverrar um sig, svo og almenna sögu þeirra í öðru ritsafni; en Halldór Hermannsson prófessor hefir verið ráðinn til að semja íslenzka hlutann af því. Alþýðublaðið hefir haft tal af Stefáni og innt hann frétta af þesari nýju bók hans. „Ég hef lagt stund á íslenzka bókmenntasögu um langt ára- skeið, og er bók mín, „History of Icelandic Prose Writers 1800— 1940“, sem út kom 1948, árangur af því starfi. Að henni vann ég í rúmlega 10 ár, en auk þess samdi ég á stríðsárunum kennslu bók í íslenzku, sem kostaði mig fimm ára starf. Meðan bók mífl um sagnaskáldin á 19. og 20. öld var enn í smíðum, fór forseti American Schandinavian Foundation, dr. Henry G. Leach, þess á leit við mig, að ég skrifaði íslenzka bókmenntasögu frá upp hafi til vorra daga, og varð ég við þeim tilmælum. Heimsókn- mín nú stendur éinmitt í sam- bandi við það starf mitt“. — Hvernig miðar verkinu á- fram? „Ég hef unnið að því að safna efni í bókina á hverju sumri síðan 1945 og starfað að því í bókasafni Górnell-háskólans í íþöku í New York. Uppkasti að fornaldarhlutanum er þegar lok ið, en ég býst við, að bókin verði milli 300 og 400 síður í líku sniði og bókin um sagnaskáldin á 19. og 20. öld. Mér hefir fundizt verkinu miða hægt áfram, en þó grunar mig að íslenzki hluti rit- safns þessa um bókmenntir Norðurlandaþjóðanna komi til með að liggja fyrst fyrir. Sjálf- sagt verður þó handrit mitt ekki tilbúið fyrr en eftir tvö ár“. — Hvað á ritið að ná langt aftur? „Ég hef hugsað mér að láta það ná aftur til ársins 1950. Bók mín um sagnaskáldin nær til ársins 1940, og nú legg ég á- herzlu á að safna bókum og ævi- ágripum sagnaskáldanna á síð- asta áratugnum. Vona ég, að höf- undarnir auðveldi mér verk mitt með því að láta mér í té æviágrip sín og aðrar upplýs- ingar. Ennfremur tek ég fegins hendi bókum/frá þessu tímabili, því að mér er mikil nauðsyn á, að afla mér þeirra, en verðlag á íslenzkum bókum er svo hátt, að mér er um megn að kaupa þær. Ennfremur vona ég, að ljóðskáldin veiti mér sömu að- stoð, en um þau verð ég að afla mér efnis frá miklu lengri tíma en sagnskáldin, því að um þau hef ég ekki áður ritað í heild og er þeim ókunnari en sagna- skáldunum". — Er ekki erfitt að fylgjast með íslenzkum bókmenntum úr þessari fjarlægð? „Bókasafn Cornell-háskólans í íþöku hefir orðið mér ómetan- lega mikils virði í því efni, en tekja þess af bókamarkaðinum hér heima síðustu árin er mér engan veginn fullnægjandi. Sjálfur hef ég komið upp góðu einkabókasafni íslenzkra bóka fra árunum fyrir seinni heims- styrjöldina, en síðan hefir dýr- tíðin gert mér ómögulegt að bæta í skörðin eins og ég hefði viljað. Þá hef ég og reynt að halda uppi bréfaskiptum við höfunda okkar allt frá því að ég fluttist vestur um haf“. — Hafa ekki íslenzku tíma- ritin reynzt mikils virði í sam- bandi við könnun bókmennta- sögunnar? „Jú, og ég hef lagt stund á að notfæra mér þau. Við hjónin höfum gert skrá yfir efni helztu íslenzku tímaritanna frá upphafi til 1930—1940, en það er geysi- mikið verk. Ennfremur eru blöðin mikils virði í þessu efni, en ég á þess ekki kost að fylgj- ast með þeim eins vel og ég kysi. í sambandi Við blöðin lang- Dr. Stefán Einarsson ar mig annars til að hreyfa gamalli hugmynd, sem ég hef enn mikinn áhuga á og tel nauð- synlega. Hún er sú, að blöðin ráðist í að gefa út sameiginlega efnisskrá. Hún yrði mjög hand- hægt rit öllum fræðimönnum. myndi gera starf þeirra miklum mun auðveldara og fljótunnara en nú er. Sama gildir auðvitað um blaðamennina og raunar mikinn hluta almennings, því að þeir eru áreiðanlega margir, sem þurfa í blöðin að leita, en oft og tíðum er slíkt illgerlegt, meðan efnisskrána vantar“. —Alþbl. 12. júní HROKINN HEFNIR SIN Danska kýmniskáldið, Wessel, var einu sinni á gangi í grennd við skemmtistað nálægt Kaup- mannahöfn, og vegna þess að hann var orðinn þreyttur, settist hann á bekk einn við hliðina á hávöxnum manni og merkilegum á svip. Föt Wessels voru öll rykug, og fóru ekki sem bezt. Hávaxna manninum þótti ó- virðing að þessum félagskap; hann ræskti sig nokkrum sinn- um, leit á Wessel, ræskti sig enn einu sinni, og spurði því næst yfirlætislega: „Hvaða maður er þetta, sem sezt svona við hliðina á mér, án þess að spyrja um leyfi?“ Wessel leit upp og tók ofan hattinn. „Eg er nautakaupmaður“, svar aði hann. „Nautakaupmaður“, át hinn eftir honum, og spratt upp af bekknum. „Og slíkur maður dirf ist að setjast við hliðina á mér!“ „Sitjið þér bara rólegur, góð- urinn minn“, mælti Wessel hlæj andi. „Eg hefi svei, mér engan hug á að kaupa yður“. Maðurinn ætlaði að svara ein- Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 6. ágúst 1951 ★ IMPERIAL BANK R. L. WASSON, Manager GIMLI MANITOBA Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 RUMFORD LAUNDRY Launderers and Dry Cleaners Home Street and Wellington Avenue Winnipeg, Man. Phone 21 374 Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 6. ágúst 1951 4 Hagsýnt fólk situr jafnan við þann eldinn sem bezt brennur. Af þessum ástæðum er það, að viðskiptavinum vor um fjölgar óðfluga cLag frá degi. Það kaupir enginn Köttinn í sekknum sem gerir sér það reglu að verzla í MANITOBA ROLLING MILLS CO. LIMITED Manufacturers of Rolled Steel Products Selkirk Manitoba Shop -Eaiy STORES LIMITED Home of Bonded Baby Beef hverju; en í sama bili gengu ein- hverjir fram hjá, og heilsuðu Wessel með nafni, og kaus hann þá heldur að fjarlægja sig, en að verða fyrir fleiri skeytum skáld- sins. Tveir Lappar voru að ræða um og segja frá fjölskyldum sín- um. Annar þeirra skýrði svo frá að hann ætti sjö syni og hefði aldrei lent í neinum vandræðum með þá. — Já, það eru mjög góðir strákar sagði hann, — þeir beztu sem ég hefi þekkt. Og trúirðu því, að ég hefi aldrei lagt hönd á þá og aldrei barið þá, nema þá í sjálfsvörn. Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 6. ágúst 1951 Heat Waves Roll From Foothills Coál WINDATT COAL CO. LIMITED 508 Paris Building PHONE 927 404 WINNIPEG, MAN. Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 6. ágúst 1951 ★ JOHNSON S STORE N. R. JOHNSON OSCAR JOHNSON AXEL JOHNSON LUNDAR MANITOBA Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 ✓ ★ SARGENT TAXI LTD. FRED BUCKLE 629 ELLICE AVE. WINNIPEG. MAN. Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeáinum á Gimli, 6. ágúst, 1951 ★ Pdulson & Thorkelson GENERAL MERCHANTS Ashern Manitoba

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.