Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 10

Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 10
26 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. AGÚST, 1951 HEILRÆÐI BISKUPS Peter Palladíus var jyrstur evangelisk-lútherskur bisk- up í Danmörk (f. 1503, d. 1560). Hann hafði stundað nám í Wittenberg 1531—37 og varð biskup 1537, að und- irlagi Bugenhagens. Það var ákaflega vandasamt verk, sem hann tókst á hendur, að koma í framkvæmd, á verk- legan hátt, hugmyndum sið- bótarmannanna, í kirkjum og skólum, en hann leysti það af hendi með frábærri snild og lægni. Hann var á sífeldum ferðalögum, um Sjáland þvert og endilangt, í sex ár samfleytt, og vísiter- aði allar kirkjurnar í bisk- upsdæminu, og sumar oftar en einu sinni, en þœr voru um 390. „Vísitasiubók“ hefir að geyma mikinn og merki- legan fróðleik um menning- arástand, siði og hœtti þeir- ra tíma, því að þar er skil- merkilega skýrt frá flestu því, sem fyrir biskup bar á þessum ferðum. Þessi bók hefir verið gefin út í álþýð- legri útgáfrí í Danmörku og ber þess vitni, að Palladius hefir verið heilbrigður í hugsunarhætti, þróttmikill og einlœgur guðsmaður, gamansamur og glöggur á það, hvernig heppilegast var að taka á málum, eftir ástæð um og umhverfi. TJm hann er sögð sagan, sem hér fer á eftir, styðst hún við frásögn hans sjálfs og lýsir dável „aðferð um“ hans við siðbótarstarfið. * vísitasíu-ferðalagi um biskups dæmi sitt. Hann var búinn að fara um Sjáland, þvert og endi- langt, og var nú kominn í ein- hverja afskektustu og eyðileg- ustu sveitina á Sjálands-Odda. Fylgdarmaður hans var sjálenzk ur bóndi, hnellinn og harðgerður, Með innilegum kveðjum í tilefni af íslendingadeginum 6. ágúst 1951 O. K. HANSSON PLUMBING AND HEATING 163 Sherbrook St. Winnipeg Phone 722 051 Minnumst sameiginlegra erfðá á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 H. P. Tergesen & Sons GIMLI MANITOBA Qompliments of. . BREEN MOTORS L I M I T E D DCDGE DESCTC ■A SALES PARTS SERVICE sem sat keikur í ekilssætinu og fékst ekki um, þó að veðrið væri hryssingslegt og vegirnir vond- ir. Þeir voru orðnir „saman- hristir“, eins og Danir kalla það, biskup og bóndinn, á þessu langa ferðalagi, úr einni sókninni í aðra, — með þeim hafði tekist einlæg vinátta og gagnkvæm. Þeir töluðu að vísu ekki margt, en bættu þó hvor annan upp. Lars þekti sjálenzku bændurna út og inn, því að hann var einn úr þeirra hóp og vel skynsamur, og biskupi kom að miklu gagni sá fróðleikur, sem hann gat látið honum í té, um bændurna. Hins- vegar gat biskup gefið Lars ým- isleg umhugsunarefni, með því að bera saman gamalt og nýtt, —gömlu pápiskuna og hina nýju Lúthersku kenningu. Lars lagði fátt til þeirra mála, annað en „já“ og „á-nú“, en hjá því varð ekki komist, að biskup fyndi það, að djúpar voru enn rætur hins gamla siðar í huga bóndans. Þær urðu ekki upprættar í einni svip- an, og fékkst biskup ekki um og hafði ekki af því neinar áhyggj- ur. Lars var „góður fyrir sinn hatt“. Það þurfti aðeins að fara að honum með lagi, og þá gat hann orðið ennþá betri. Odda-sóknin var einhver eyði- legasta og afskektasta sveitin á Sjálandi, ens og áður er sagt. Þar var áveðrasamt og Oddinn gróðurlítill. Treysti fólkið mest á þá björg, sem úr sjónum fékst, en sjósókn var þó þá, eins og nú, erfið og áhættumikil. En þarna bjó harðgert fólk og nægjusamt, fáskiftið og all hjárænulegt, eins og títt er um fólk í afdölum og á útkjálkum. Lítil, rauð tígulsteins kirkja var utarlega á Oddanum miðjum. Barst nú þaðan djúpur og hátíðlegur klukknahljómur, sem kveðja skyldi sóknarbörnin til kirkjunnar og heilsa jafnframt hinum fyrsta evangeliska Sjá- landsbiskupi. Betur gat biskup ekki óskað sér, að honum yrði fagnað.-------- — — — Kirkjan var alveg troðfull af fólki. Konurnar sátu í stólunum vinstra megin við miðganginn, en karlmennirnir hægra megin. Fyrir aftan stól- ana og í ganginum stóð æsku- lýðurinn, svo þétt, sem þjappað væri síld í tunnu. Kirkjugestirn- ir teygðu sig, hver sem betur gat, til þess að reyna að sjá biskupinn, uppi í kórnum, en vegna þess, hve þröngin var mik- il í kirkjunni, fengu ekki nærri allir þeirri löngun sinni fullnægt. En þeir, sem séð gátu biskup, höfðu ekki af honum augun, og flestir kendu í brjósti um hann. Hann var ekki mikill fyrir mann að sjá; — til dæmis í samanburði við prestinn þeirra og sóknar- nefndarmennina. Þeir voru stór- ir menn og þreklegir, hertir í stormum og sjóvolki. Biskup lág- vaxinn og burðalítill, herðarnar skakkar og hálsinn stuttur. Ekk- ert var það í svip hans, sem byði af sér nokkurn myndugleika. Þetta var aðeins þreytulegt and- lit, djúpar hrukkur á milli hálf- lokaðra augnanna, nefið stórt og klunnalegt, munnurinn falinn undir rauðleitu skeggstrýi. Biskup rétti úr sér og fór að tala. Röddin var hörð og mál- hreimurinn ókunnuglegur. „Ykkur, góðir kristnu menn og konur, vil ég hérmeð í kærleika kunnugt gera, að vor náðugi herra og konunglega hátign, hef- ir mig út sent, til þess, eftir því að skyggnast, í öllum kirkju- sóknum, hvort kristin alþýða manna fær úti látna tilhlýðilega andlega fæðu, sér til sáluhjálp- ar“. Nú kenndi enginn í brjósti um hann lengur. Það var fullkom- lega nægilegur, myndugleiki í röddinni. Það var eins og per- sónan stækkaði, með hinum sterku orðum, sem borin voru fram með rykkjaum, og þögnum á milli, hvert orð út af fyrir sig, skýrt og greinilegt, svo að ekki varð misskilið. Og þetta myndi vera ósvikin józka. Það færðist líka fjör í augnaráð biskups. Augun voru ekki lengur hálf- lokuð. Þau voru greindarleg, og virtust jafnvel sjá meira, en mörgum þótti gott. Ýmist bloss- uðu í þeim bjartir logar, eða að fyrir brá í þeim óhugnanlegum sorta. Sóknarbörnunum í Oddasókn var nú sagt það skýrt og skil- mekilega, hverja rækt þau ættu að sýna kirkju sinni. Biskup virt- ist vera alveg ótrúlega athugull. Kirkjuþakið var gisið og glugg- arnir brotnir, svo að snjó og regn lamdi inn í kirkjuna. Um þetta þurfti að bæta. Gólf og stóla þurfti að þrífa og þvo. Góður Guð stráir blómum um tún og engi, kvað biskup. Væri það ekki vel til fundið, að sóknarbörnin týndu handfylli af blómum, á leiðinni til kirkjunnar, og skreyttu hana með þeim? Það gæti orðið til þess, að gera kirkj- una vistlegri. Fram við kirkju- dyr stæði hinn helgi skírnarfont- ur hálffullur af úldnu vatni. Væri ekki rétt, að þrífa skálina og hella í hana volgu vatni, í hvert skifti, sem barn skyldi skíra? Saklausum börnunum væri skírnin veitt, þeim til sálu- hjálpar, en ekki til þess, að þau biðu við hana tjón á líkama sín- um. Á altarinu var allskonar skran, kertastubbar og tólgar- klessur og sitthvað annað. Þessu ætti að fleygja á sorphauginn, en hreinn dúkur og tvö kerti, væri til prýði. Presturinn yrði að boða fagnaðarerindi Guðs, standandi á lágu og ljótu hrófatyldri. Hér ætti að koma myndugur prédik- unarstóll, svo að prestur og sókn- arbörn gætu horfst í augu. Biskup hélt áfram „hreingern- ingunni“ í hinni gömlu kirkju. Hann heimtaði, að nú væri hafist handa um að færa hana í nýjar flíkur. En fólkið hugsaði sem svo, að allt gæti þetta að vísu verið gott og blessað, en eitthvað af þessum umbótum myndi þó kosta peninga, og hvaðan átti að taka þá. Það skoppaði ekki mik- ið af aurunum út á Oddann á ári hverju, og nú hafði verið reitt það, sem til var, til þess að kaupa nýja klukku. Gamla klukkan haf ði verið sprungin árum saman, og nú hafði nýja klukkan verið keypt, — eiginlega helzt til þess, að þóknast biskupinum. Hún átti að verða til þess, að hann tæki fremur vægilega á öðru, sem hon um kynni að þykja miður fara. En það var nú öðru nær en að hún ætlaði að reynast eins og til var stofnað. Og ekki tók betra við, þegar biskup hætti rekistefnunni um sjálfa kirkjuna og fór að tala um kirkjusókn. Það var eins og hann sæi inn í hugskot manna. Hvern- ig gat hann annars vitað það, að þessi eða hinn væri vanur að róa til fiskjar, eða fara fram á heiðar til lyngtöku, þegar kirkjuklukk- an væri að kalla þá til guðsþjón- ustu. Enginn nöfn nefndi hann en það var deginum ljósara, að hann vissi alt um þetta. Hann heimtaði, að þeir kæmu til kirkju á hverjum einasta sunnu- degi, — nú yrði að breyta til, frá því sem verið hefði á dögum feðra þeirra, og dygði engin hálf velgja lengur. Nú væri um svo margt nýtt að hugsa og svo mörg ný verkefni biðu úrlausnar. Það var svo mikið og margt, sem biskup heimtaði af þeim, að þeim fannst það stappa nærri freklegri ósanngirni. Og svo áttu þeir líka að syngja sálma. Um það höfðu þeir verið einir, prest- urinn og meðhjálparinn, til þessa, — nú átti allur söfnuður- inn að syngja í kirkjunni, eins og þrestirnir og lóurnar úti í guðs- grænni náttúrunni. „Margfalt betra væri það, að tungan rotnaði í munni ykkar, heldur en að þid sitjið eða stand- ið hér inni í þessu húsi og hæðið Guð, eins og svín og beljur, sem ekki geta sungið, en núa nösum og trýni við jörð. Við, þú og ég, eigum að bera höfuðið hátt, horfa til himins og syngja Guði lof og þakkargjörð, seint og snemma.“ Þeir áttu líka að syngja heima hjá sér, frammi á heiðum og úti á ökrum, karlmennirnir áttu að syngja á sjónum, konurnar við vefstólinn og meyjarnar við rokkinn.*„Það lengir lífið að vera glaður í lund“, sagði biskup, „eins og það styttir æfina að vera stúrinn“. Og fólkið myndi verða glaðara og léttara í lund, ef það tæki upp þann sið, að syngja fög- ur ljóð. Ekkert væri mönnum jafn ómissandi og það, að vera léttur í lund, og ekkert óhollara en að vera með sífelldar áhyggj- ur, stúrinn og önugur. Það var nú hægra að segja þetta, en gera það, en varla gat biskupinn vitað, hve mikla og margvíslega erfiðleika Oddabú- ar áttu við að stríða. Jörðin var ófrjó og Ægir illur við að fást Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 Frá VINI OG VELUNNARA Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 ★ H. CHRISTOPHERSON umboðsmaður International Harvester verkfæranna nafnfrægu. BALDUR MANITOBA HAMINGJUÓSKIR til íslendinga í tilefni af 61. þjóðminningardegi þeirra á Gimli, Man., 6. ágúst 1951 Checb These Features With Those of Any Ootboard Motor Ever Built • Far Lighter • Smaller and More Compact • Truly Outboard • Patented Dual Carburetion • Two-Piece Over-AU Housing • Finger-tip Control • Weedless Type Propeller • No Shear Pin • Replaceable Bearings and Cylinder Sleeves • Positive Rotary Water Pump • Positive Tilt-Up Lock H.P. Ccrtified at 4,000 R.P.M. See Your Local Dealer or Write PARK • HANNESSON LTD. 55 ARTHUR ST. 10228 -98fh ST. WINNIPEC EDMONTON, ALTA. 486

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.