Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 4
20 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. ÁGÚST, 1951 PRÓFESSOR DR. RICHARD BECK: Sjómannaskáidið Örn Arnarson Kunnur jarðvegsfræðingur kannar landbúnaðarhéruðin Siglinga- og sjómannaljóð Arn- ar Arnarsonar skálds (Magnúsar Stefánssonar) hafa aflað honum slíkrar lýðhylli, að hann hefir um annað fram verið talinn skáld sjómanna. Er það mjög að verðleikum, þó að fleiri séu flet- irnir á auðugri skáldgáfu hans, og önnur ljóð hans, svo sem kímnikvæði hans, eigi einnig sinn drjúga þátt í víðtækum vinsældum hans. 1 þessari stuttu greinargerð verður þó aðeins svipast um af nokkrum kenni- leitum í siglinga- og sjómanna- ljóðum hans, enda á það efni sér- staklega heima í málgagni ís- lenzkra sjómanna. Nánum tengslum sínum við hafíð og djúpstæðri ást sinni á því lýsir Örn skáld fagurlega í eftirfarandi Ijóðlínum úr hinu snilldarlega kvæði hans, „Þá var ég ungur“. Út við yztu sundin — ást til hafsins felldi — undi lengstum einn, leik og leiðslu bundinn. Og hann slær oft á sömu strengina annarsstaðar í ljóðum sínum. Glöggum myndum er t. d. brugðið upp í þessum hring- hendum, er jafnframt bera ó- rækan vott fágætri rímleikni hans: Liggur blár í logni sær, lítill gári steina þvœr, úfin bára byrðing slær, boðinn hár til skýja nær. Syngur klóin, kveður röng, kyngisjóar heyja þing, klingir þlóhærð kólguþröng kringum mjóan súðbyrðing Hressilega túlkar skáldið hreystihug allra sannra sjó- manna í eftirfarandi ferskeytlu, og þá um leið heilbrigt horf við lífinu, þegar á móti blæs og öld- ur andstreymis rísa, enda mun þar speglast karlmannleg lífs- skoðun sjálfs hans: Þó að Ægir ýfi brá, auki blæinn kalda, ei skal vægja undan slá eða lægja falda. Hvergi hefir Örn þó náð betur í strengi sína seiðmagni hafsins yfir hugum manna heldur en í hinni léttstígu og yndislegu vísu sinni „Sigling“, þar sem eldar út- þrár og ævintýraþrár loga und- ir: Hafið, bláa hafið hugann dregur. Hvað er bak við yztu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar œskudrauma lönd. Beggja skauta byr bauðst mér ekki fyr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himininn. Og hafið hafði eigi aðeins seitt Örn til sín þegar á æskuárum og gert hann elskhuga sinn til dag- anna enda, eins og það gerir alla þá, sem undir törfamátt þess komast í æsku; sjómannsblóð rann einnig í æðum hans, hann hafði sjálfur fengist við sjó- mennsku all lengi framan af ár- um, og haft mikið saman við sjó- menn að sælda alla ævi. Þegar alls þessa er gætt, sætir það lít- illi furðu, að það varð hið góða hlutskipti hans að .yrkja hið hreimmikla og myndauðuga verð launakvæði „Hrafnistumenn“, sem að verðugu er orðið þjóð- söngur íslenzkra sjómanna, og því algerlega óþarft, og væri í rauninni móðgun, að fara að vitna til þess hér. 1 hinum frábærlega snjöllu og tilþrifamiklu Rímum af Oddi sterka lýsir Örn, á bragðmiklu máli og svo rauntrútt, að hvergi geigar ör frá marki, sjómennsku Odds og sæförum. Á sú kröftuga og raunsanna lýsing sér fáa jafna í íslenzkum skáldskap. Hvergi hefur Örn þó reist ís- lenzkri sjómannastétt óbrotgjarn ari bautastein í ljóðum sínum heldur en í hinu stórbrotna og snilldarlega kvæði, „Stjáni blái“, er segir sögu særoksins og veð- urbarins fullhuga og lýsir síð- ustu siglingu hans. Verður hann í höndum hins glöggskyggna og orðhaga skálds ógleymanlegur persónugervingur hreysti og hetjuskapar þess fjölmenna hóps Islendinga, sem sækja gull í greipar Ægis konungs og hræð- ast eigi, þótt hörð verði fang- brögðin við hann. Vafalaust er kvæði þetta lesendum þessa blaðs í fersku minni, enda nýtur það sín þá fyrst til fullnustu, að það sé lesið í heild sinni. En allt er það, eins og ég hefi sagt á öðrum stað, með sama meistara brag að orðalagi, hrynjandi, sem minnir á brimið og stormhvin, á- gætlega samræmt frá byrjun til loka. Þannig yrkja þeir einir, sem rík ljóðgáfa hefir verið lögð í brjóst og á tungu. Eigi er það heldur nein til- viljun, að Örn orti svo margt og af svo mikilli snilld um íslenzka sjómenn, baráttu þeirra og lífs- kjör, og grundvallandi hlutverk þeirra í þjóðlífinu. Þeir áttu hug hans allan, og sama máli gegndi um aðrar hinar vinnandi stéttir, samúð hans náði í jafn ríkum mæli til þeirra. „Hann elskar fólkið, trúir á það og treystir því. Ást hans á alþýðunni, samúð hans með hinu virinandi fólki er víða að finna í ljóðum hans“, segir Stefán Júlíusson yfirkennari réttilega í hinni prýðilegu grein sinni um skáldskap Arnar Arnarsonar í Skinfaxa. Líf alþýðunnar og bar- átta eru honum hugstæð yrkis- efni, og hafa þegar verið nefnd nokkur dæmi þess. Það er sigur- hreimur í rödd hans, þegar hann hyllir Sjómannafélag Reykjavík ur á aldarfjórðungsafmæli þess. Af þeim sjónarhóli verður hon- um að vonum minnisstæð bar- áttan harða er hafist var handa um bætt kjör, en jafnframt renn- ir hann augum fram á við og hvetur samherja sína til að „hlýða og nema næmu eyra nýrr- ar aldar brag“. Upp úr jarðvegi ástar hans á alþýðunni og samúð hans með hinum vinnandi stéttum eru einnig sprottnar ádeilur skáld- sins, sem eru mikill og merkur þáttur í skáldskap hans, ósjald- an harðskeyttur mjög, en hitta löngum í mark að sama skapi. Mannást hans og sterkur um- bótahugur renna þar í einn far- veg, svo aldrei verður um það villst hvar höfundurinn hallast á sveif í þjóðmálabaráttunni. Hann er djarfæltur málsvari al- þýðunnar og hreinræktaður lýð- ræðissinni. „Trú á lífið, trú á manninn, trú á þroska hans“, er kjarninn í þjóðmála- og lífsskoð- unum hans. Þessa trú sína og horf til líf- sins klæddi hann í svipmikinn orðabúning í hinu fagra og hjartaheita ljóðabréfi til Gutt- orms J. Guttormssonar skálds og annarra landa sinna vestan haf- sins: 1 svip þeirra, seintekna bóndans, hins sagnfáa verkmanns og sjómannsins svarakalda, býr saga og framtíð vors lands. Sá þöguli fjöldi er þjóðin, þungstreym og vatnsmegn á. Þótt hátt beri jakahrönglið, hún hryður því út á sjá. —Sjómannablaðið Víkingur — Hefurðu nokkurn tíma heyrt brandarann um Skotann, sem var svo sparsamur, að hann horfði upp fyrir gleraugun til þess að spara glerið? — Nei, hvernig var hann? ☆ Á kirkjuhurðina var ritað: „Þetta er leiðin til friðarins, hlið Himnaríkis“. — O undir stóð: „Lokað yfir sumarmánuð- ina“. Dr. Nygard kominn hingað á vegum E.H.S.S. DR. IVER NYGARD, einn af fremstu vísindamönnum í þjónustu landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna á vegum jarð- vegs rannsókna, kom hingað til lands í gær samkvæmt beiðni ís- lensku ríkistjórnarinnar. Mun hann vinna að því með starfsliði Atvinnudeildar Háskólans á sviði jarðræktar, undir stjórn dr. Björns Jóhannessonar, að skipu- leggja áætlun er miðar að flokk- un og kortleggingu íslensks jarð vegs. Efnahagssamvinnustofnunin í Washington mun leggja fram fé er svarar erlendum kostnaði í sambandi við störf dr. Nygards og er þetta einn liður í þeirri tæknilegu þjónustu er stofnunin lætur meðlimalöndum efnahags- samvinnunnar í té. Hins vegar mun íslenska ríkisstjórnin greiða annan kostnað í sambandi við komu og rannsóknarstörf dr. Nygards hér á landi. Langa reynslu Dr. Nygard hefur langa og merkilega reynslu að baki sér á sviði jarðvegsrannsókna. Hann er álitinn standa einna fremst í flokki vísindamanna er rannsak- að hafa jarðveg í hinum norðlæg ari löndum heims og hefur hann annast sérstakar jarðvegsrann- sóknir í Alaska. Síðan 1946 hefur hann stjórnað framkvæmdum við flokkun og rannsókn jarð- Framhald á bls. 21 Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 Wedding Cakes a Specialty BALDWINSON BAKERY BREAD - PIES - CAKES - PASTRY Icelandic Specialties: Vinarterta - Kleinur 749 ELLICE AVE. WINNIPEG Phone 37 486 = Minnumst | sameiginlegra erfða á íslendingadeginum H á Gimli, 6. ágúst, 1951 I ARNASON | MOTORS and ELECTRIC = GIMLI MANITOBA FINE FOOPS ■.. "Bright, Clean Stores . . . Pleasant, Friendly Service,/ ■ -1 .... — Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 ★ 346 PORTAGE AVE. PHONE 925 174 THE GLENBORO CREAMERY Eign Canada Packers Limited og starfrækt af því félagi. Sem eru framleiðendur og verzlunar ráðunautar af vörutegundum þeirrv, sem Maple Leaf vörumerkið bera, og Shur-Grain fóður tegundunum. Rjómabúið í Glenboro er í Suðaustur horninu á Manitoba fylki, þar sem fjöldi af íslend- ingum búa og njóta almennrar virðingar og viðurkenningar. Rjómabú þetta kaupir Rjóma, Egg og Alifugla, og við tökum tækifærið til að votta framleiðendum í þessum héruðum þökk vora fyrir vöndun á öllum vörum þeirra er Rjómabúinu berast. Við vonum að fá að njóta viðskipta þeirra á komandi árum. Ekki síður en við höfum gjört í liðinni tíð. Til hagsmuna yður sjálfum þá sendið Rjóma yðar Egg og Alifugla til The Glenboro Creamery. Afgreiðsla öll fljót og ábyggileg. Vingjarn- legt Viðmót. CANADA PACKERS LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.