Lögberg - 20.12.1951, Blaðsíða 10

Lögberg - 20.12.1951, Blaðsíða 10
KtCWKtCtCW 10 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. DESEMBER, 1951 HREINDYRIN Landnemarnir á öræfum Islands Þar sem mannaferðir eru fá- gætar og búfé bænda er sjaldan á ferli, langt fyrir innan allar byggðir og uppi við jökuírendur, í faðmi friðsælla fjalla á öræf- um uppi, unir hreindýrið hag sínum og lifir lífi sínu í blíðu og stríðu, af fáum áreitt >fin síð- ustu 11 ár síðan það var alfriðað að landslögum. Dýraríki Islands er fábreytt og fjöldi einstaklinga lítill innan hverrar tegundar. Að frátöldum refnum munu öll þau spendýr, spm lifa hér á landi, beint eða óbeint vera hingað komin fyrir tilstilli íbúa landsins. Og hreinn- inn er eitt þeirra spendýra, sem íbúar íslands hafa sótt til ann- ara landa, en eigi, eins og aðrar þjóðir, borið gæfu til að nytja á sama hátt og þær. Landnámsmenn fluttu með sér búfé í öndverðu, en land hafði hér verið byggt um nær- fellt níu aldir áður en fyrsta hreindýrið var flutt út hingað yfir Atlanzhaf. Svo er sagt, að árið 1771 hafi Thodal stiftamt- maður látið flytja hingað 13 hreindýr frá Finnmörku, en þau hafa verið hin fyrstu, er hingað komu. Þó er talið að að- eins þrjú hafi lifandi á land far- ið. Voru það þá fyrstu landnem- ar hinna íslenzku öræfa og námu land í Rangárvallasýslu. Laust fyrir 1780 var aftur fluttur hingað allstór hópur frá Noregi og er svo ságt, að 23 dýr hafi korhist hingað lifandi. Þeim var sleppt á Reykjanesskaga. Árið 1783 voru enn flutt hreindýr til landsins og þeim sleppt í Þing- eyjarsýslu og að lokum komu hingað um 30 dýr árið 1787, en þeim var landvist boðin á Aust- fjörðum. í fernu lagi munu þess- ir landnemar, og forfeður ís- lenzku öræfanna, því hafa kom- Megi hátíð Ijósanna vekja g hvan/etna frið og fögnuð! * Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. GEO. D. SIMPSON BOX COMPANY Phone 54 339 MAIN and PARTRIDGE WEST KILDONAN <e<ciete<c!eteic)ctcttEtc<ctc!«>c>etctcBC<ctc>c<ctcictc>c>c<cic<ctcictctc>c)c>c<C)c« Stjórn og starfsfólk... The Canadian Fish Producers Limited óskar öilum viðskifta- vinum sínum og íslendingum fjær og nær, gleðilegra jóla og góðs og gæfuríks nýárs. Talsími 26328 Canadian Fish Producers L I M I T E D 311 Chambers Street WINNIPEG MANITOBA J. H. PAGE, jorstjóri ið1 til landsins og verið valin landvist í þrem landshlutum. Hópar þessir eru því upphaf þess stofns, sem nú er hér, því að síðar hafa hreindýr eigi ver- ið sótt út fyrir landsteina. ☆ Að sjálfsögðu hefir árferðið á Islandi ráðið mestu um hve ört stofninn óx og-hverjar sveiflur hafa orðið á stærð hjarðanna á tímibili því, sem hreindýrið hef- ir átt hér heima. Það er í frá- sögur fært hve ort stofninn hafi vaxið hin fyrstu ár, einkum sá, er settur var í land við Hafnar- fjörð og gekk um Reykjanes- skaga, en svo er mælt, að nokkr- um árum seinna hafi hann skipt mörgum hundruðum einstakl- inga. Frá ýmsum öðrum slóðum hafa sögur verið sagðar, er benda til þess, að einatt hafi verið all- margt hreindýra og þá einnig þar, sem þau eru nú sjaldséð eða hafa eigi komið um áratugi. Eiginleg talning þeirra hefir þó ekki verið framkvæmd, sem vart er við að búast, því að illa hefir einatt gengið að fá rétta tölu á því búfé, sem landsmenn höfðu undir höndum og á húsi, en hreindýrið hefir ætíð lifað hér villt og því skiljanlegt, að ekki var það almennt áhugamál að vita tölu viltra dýra úr því talning búfjár skipti litlu máli, frá sjónarmiði fjölda manna. Að stærð hreindýrahjarðar- innar hefir verið miklum breyt- ingum undirorpin er vel skiljan- legt og eðlilegt, því að-hún hefir alla tíð átt í vök að verjast og alls staðar verið ofurseld duttl- ungum veðráttunnar, vályndi annarra náttúruafla og svo mis- indi mannanna. Harðfengi og lífsþróttur hafa alla tíð verið þau meðfæddu öfl, sem einum hefir verið til að tjalda þegar annað hefir brugðist, í barátt- unni við köld örlög og nístandi hörkur grimmúðugs vetrar, við klakahjarta íslenzkra öræfa. Ör- æfi og óbyggðir hafa löngum verið heimkynni hreindýrsins, en svo gat stundum að sorfið í þessum heimkynnum þeirra, að til mannabyggða varð að leita. En þar mætti þá stundum lítil vorkunn, svo að þegar flúð var frá vá, var á feigðarslóð hafnað. Var það því að vonum, að í sum- um árum hefir hjörðin þynnst Jólavenjur í Danmörku Framhald af bls. 9 venja, að jólagjafir væru gefnar. Þegar gengið var til náða um kvöldið, las hver kvöldbænir sínar í hljóði og sofnaði; en jafn- skjótt sem kyrrð var á komin, komst hreyfing á þau öfl, sem hulin voru mannlegum augum á daginn. Þegar klukkan sló tólf, risu skepnurnar á fætur í gripa- húsunum og veittu lotningu fæð- ingu frelsarans með knéfalli, og á þeirri stundu gátu þær mælt manna máli; en engum leyfðist að hlusta á þær, því að þá fór illa fyrir honum. — Eftir mið- nætti tíndust þöglar, hvítklædd- ar vofar inn í kirkjuna, kveikt var á alariskertunum og lágur söngur barst út í næturkyrrðina; prestvofa steig síðan í stólinn og predikaði yfir þesum ömurlega söfnuði. Fyrir kom, að lifandi menn lentu í þessum vofuhóp og sumir þeirra sluppu lifandi það- an, ef einhver vofan gaf þeim það ráð, að fleygja af sér ein- hverri flík í kirkjudyrunum; þá fannst flíkin þar um morguninn öll táin og tætt. Að morgni jóladags tók hús- bóndinn til offurpeninga þá, er hann ætlaði prestinum og djákn- anum, vafði þá innan í bréf og gekk til kirkju með þeim heima- mönnum, sem farið gátu. Þar var hlýtt messu og sálmar sungnir, djákninn gekk um og safnaði í fátækrapyngjuna, hringt var út, menn buðu hver öðrum góðar stundir og óskuðu gleðilegrar há- tíðar, og svo var haldið heim aftur. Annar í jólum, sem kallaður var Stefánsdagur, var haldinn heilagur líkt og sunnudagur, en um kvöldið fór unga fólkið ekki af fötum, heldur gekk á milli húsa og bæja og framdi ýmiss konar hrekki og strákapör. Al- gengt var að fela skóflur og mykjubörur fjósamannanna, föt stúlknanna, potta og kyrnur í eldhúsum og búrum, loka fólk inni, þar sem því var við komið, byrgja glugga og reykhfáa o, s, frv. Að vísu voru hrekkjabrögð þessi svo meinlaus, að þau urðu ekki neinum að tjóni, en þau voru engan veginn samboðin menningu píslarvottsins, sem dagurinn var kenndur við. — Að leikslokum fór hver heim til sín og þá af húsfreyjunni ferhyrnda „Stefáns-köku“. ÍSLENDINGUR mjög þegar á eitt lögðust harð- ýðgi náttúrunnar og miskunnar- leysi mannskepnunnar. Það má vera, að stundum hafi verið þörf á því að afla hrein- læris til þess að forða mannanna börnum frá sárum sulti þegar harðæri svarf fastast, en stund- um hefir sjálfsagt margur vænn tarfur yerið felldur og mörg hind eða kálfur að velli lagður án þess að brýn þörf hafi knúð, 1 Langrill's Funeral Home Ég óska íslendingum nær I og fjær gleðilegra_ jóla góðs og gæfuríks nýórs. W. P. LANGRIIJj, IJcensed by Department of Healtb and Public Welfare. — Member Manltoba Ptmeral Directors Associatlon. Innilegustu óskir um gleðileg jól, til allra okkar íslenzku viðskiftavina og allra íslendinga, og góðs gæfuríks nýórs. *13a/terie<f£imited Framlag íslendinga . . . Hin fámenna íslenzka þjóð, hefir framleitt mörg mikilmenni, menntamenn, skáld og sagnritara, því á íslandi er ekki til einn einasti óbókfróður maður. Það er sérstakt lán fyrir Sléttufylkin í Canada, að svo margir af afkomendum þessara íslendinga hafa sezt þar að sem bændur og embættismenn, er getið hafa sér alþjóðar orðstír. Þeir fluttu hingað með sér frá heimalandi sínu, einlæga samvinnu þátttöku, hrausta líkama og andlegt atgjörfi, þjálfað í hinum góðu skólum þeirra, ásamt tryggð við hinar ágætu bókmenntir forfeðra sinna sem að þeir tóku að erfðum í gegnum aldirnar. Hveitisambandið í Canada telur það lán sitt að hafa svo marga ábyggilega félaga af íslenzku bergi brotna. CANADIAN COOPERATIVE WHEAT PRODUCERS LTD. WINNIPEG CANADA MAHITOBA POOL ELEVATORS SASKATCHEWAN COOPERATIVE PRODUCERS LIMITED ALBERTA WHEAT POOL Winnipeg — Maniloba Regina — Saskaichewan Calgary — Alberta

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.