Lögberg - 20.12.1951, Blaðsíða 11

Lögberg - 20.12.1951, Blaðsíða 11
11 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. DESEMBER, 1951 eða fyrirhyggja um hæfilega takmörkum stofnsins væri ráð- andi. ☆ Um skeið, þegar útbreiðsla stofnsins var mest, voru hrein- dýrin fyrst og fremst um Reykja nesskaga og í fjallgörðunum vestast og nyrst í Árnessýslu og allt til Borgarfjarðar. Þá var nokkuð af þeim austan Eyja- fjarðar í báðum Þingeyjarsýsl- um og svo í Múlasýslum, en þó fyrst og fremst á hálendinu upp af Þingeyjar- og Múlasýslum, norðan Vatnajökuls, enda hefir hið síðastnefnda svæði verið eina heimkynni hreindýranna hina síðustu áratugi. Hvernig á því stendur, að þeim er nú gjöreytt á Suð-Vestur- landi, í Suður-Þingeyjarsýslu og nyrstu hlutum Norður-Þingeyj- arsýslu, skal ekkert um sagt hér, en þegar þess er minnst, að á ýmsum tímum hafa landslög heimilað eða jafnvel hvatt til þess að skjóta hreindýrin, þá er auðskilið mál, að næst manna- byggðum var sízt friðland þegar byssukúlan var annars vegar. Það má auðsætt vera, að á þeim 180 árum, sem liðin eru síðan fyrstu dýrin voru flutt hingáð, hefði hjörðin getað vax- ið gífuríega, ef viðkoman hefði alltaf verið ör og eyðingaröflin verið takmörkuð eða lítilvirk. Það má vera, að frjósemin hafi alltaf verið nokkur, en jarðbönn, vorharðindi og veiðimenn hafa einatt fast að sorfið, svo að stofn- inn hefir einatt orðið veikur og visinn, þó að aldrei hafi öfl þessi klippt hann við rót og að engu gert. Auðskilið er það og, að tak- mörk eru nokkuð þröng, á ör- æfum uppi, fyrir því, hve stór hjörð getur gengið þar án þess að í örtröð stefni. Hins vegar eru engin gögn, sem segja neitt um það, hvort land hafi blásið þar eða gróðurlendi minnkað af því að þar hafi gengið of stórar hjarðir hreindýra. Til þess að fyrirbyggja ofsetu eru hömlur á hjarðarstærð eðlilegar, en eitt er að ganga að hjörðinni með morð- hug sem veiðiþjófur eða að landslögum, hæfa það sem hæft verður og fella það er fellt verð- ur, og annað er að stilla hjarðar- stærð í hóf með því að fella á vissum árstíma þá einstaklinga, sem eðlilegt er að felldir séu og geta að gagni komið sem aðrar búfjárafurðir, framleiddar á landnytjum um víðlendi öræf- anna. Hreindýrahjörðin hefir á ýmsum tímum verið mjög mis- jöfn að stærð. Stundum hafa ein- staklingarnir a ð e i n s skipt nokkrum hundruðum, en á viss- um tímum hefir fjöldinn numið þúsundum. ☆ Hreindýrið hefir aldrei verið nytjað .hér sem búfé. Þegar harðnað hefir á dalnum, og til- vera þess orðið döpur á öræfum uppi, þá hefir hreindýrahjörðin einatt leitað þangað, sem betur hefir blásið og til jarðar hefir náð, jafnvel þó að í návist manna væri. Annars er hreindýrið mjög mannfælið og skilningar- vit þess svo skörp, að talið er, að það skynji nærveru manna um hundruð metra, þó að á milli beri hæðir, svo að sýn sé lokuð. Um vetur fara hjarðirnar ein- att um sveitir austanlands og staðnæmast þá skammt frá byggð, stundum tímum saman. Talið er, að nú séu hér á landi tæplega 2000 dýr. Það er ekki stór hópur eftir því nær tveggja alda tilveru við frjálsræði um víðáttur fslands. En þess er að minnast, að tilveran hefir einatt verið döpur og ofsóknir miklar. Þessi hópur þætti ekki sérleg hjörð einstaklinga á þeim slóð- um, sem hreindýr eru nytjuð sem búfé, svo sem er hjá Löpp- um. En vel má vera, að hér gætu þrifist mun fleiri hjarðir en hér eru nú, því að aðeins er eitt heimkynni þeirra, öræfin norð- an Vatnajökuls, en víðar eru ó- byggðir, svo sem hinar víðlendu heiðar norðan Hofsjökuls og Langajökuls, allt vestur í Dali. Á þessum slóðum munu hrein- dýr lítt hafa staðnæmst, enda er þar varla eins veðursælt og milli Jökulsánna eystra. En ekki er óhugsandi að þau gætu lifað góðu lífi á þessum slóðum, ekki sízt ef þau væru það sem kalla mætti hálf-tamin, þ. e. a. s. ef þau væru vön mannaferðum og nytu aðstoðar þegar illa árar, svo að barátta þeirra fyrir til- verunni væri þá létt til þess að komizt yrði yfir örðugasta hjall- ann. Síðan 1940 hefir verið eftir- lit með hjörðinni og er talið að hún hafi spekst mikið á þessu tímabili jafnframt og hún hefir kynntzt ferðum manna í frið- samlegum erindum. Á hinum víðlendu öræfum og afréttum er fóður fyrir fjölda skepna og mundi þar ekki sum- arbeit þrjóta þó að þar væri langtum þéttar setið en raun er á. Hitt getur aftur á móti verið rétt að athuga gaumgæfilega, hve margt búfé, eða hreindýr, má nytja land til vetrarbeitar, því að alkunna er, að landspjöll, vegna ofbeitar, verða að vetri, en örsjaldan eða aldrei að sumri, nema þar sem þurrviðrasamt er og jarðvegsmyndanir af mó- bergsdusti eða álíka efni, svo að úr börðum brýtur. Hreindýrið lifir af öllum há- fjallagróðri og er eigi ástæða til að ætla, að einn hluti öræfanna henti þeim betur en annar vegna gróðurfars. Hitt er annað mál, að veðráttan er misjöfn á hinum ýmsu stöðu hálendisins og vetr- arríki að sama skapi. Ætti að útbreiða landnám hreindýranna væri þess vegna ástæða til að gera sér grein fyrir skilyrðun- um til vetrargöngu sérstaklega. Varla gæti það talist fjar- stæða að efla útbreiðslu þessa eina fulltrúa kvíslhyrninga, sem lifir hér á landi, úr því að 180 ára reynsla hefir sýnt og sannað, að jafnvel í harðindum, og þrátt fyrir ágengni mannanna, hefir hann haldið velli. Hvað þá ef hann nyti nokkurrar aðstoðar í baráttu sinni fyrir tilverunni? Svo er sagt, að hreindýrunum \ Gleðileg jól | | og farsælt | I' r I S nyar! \ 0 i Föt hreinsuð, pressuð og « allar viðgerðir fljótt og | vel af hendi leystar. » § i * i Cngltéf) | IŒatlor é>fjop | 795 SARGENT AVENUE | hafi fjölgað verulega hin síðustu ár, eða þennan áratug, sem þau hafa verið alfriðuð. Mætti ætla, að þau gætu gefið þjóðinni nytjar, ef skynsamlega væri að farið um vöxt og viðgang stofns- ins. '<>c>ci«cictctc<ctcic<ctctctctc«ct<tctctct<tctctctctc<ctctctctctctctctctctctc<ctctctcicictcic<ctctetc« Megi hátíð Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. Phone 89 7G7 G. K. STEPHENSON P L U M B E R 1061 DOMINION ST. WINNIPEG I íslenzkir Byggingameistarar Velja TEN-TEST í allar sínar byggingar Þessl Insulatlng Board skara fram úr að gæðum . . . Seld og notuS um allan heim— FYRIR NÝJAR BYGGINQAR. svo og til atSgerCa eCa endurnýjunar íullnægir TEN-TEST svo mörgum kröfum, aC til stórra hagsmuna verCur. Notaglldi þess og verC er ávalt eins og vera ber. Og vegna þess aC þaC kemur 1 staC annara efna, er ávalt um aukasparnaB aC rœCa. TEN-TEST hefir margfaldan tilgang sem insulatlng board. ÞaC veitir vörn fyrir of htta eCa kulda, og tryggir jöfn þægindi hvernig sem viCrar. Þessar auCmeCförnu plötur tryggja skjötan firangur og lækka innsetningarverG. 1 sumarheimil- um eCa borgarbýlum, skrlftstofum, fJölmennisibðC- um, útvarpsstöCvum, samkomusölum og hötelum, tryggir TEN-TEST lifsþægindi, ðtllokun h&vaCa, og fylgir yfirieitt fyrirmælum ströngustu byggingar- llstar. ÚtbrelCsla og notkun um allan helm gegnum viC- urkenda vlCskiptamiCla, er trygglng yCar fyrir skjötrl persönuiegri afgreiCslu. R&Cglst viC næsta TEN- TEST umboCsmann, eCa skrifiC oss eftir upplýsingum. HLÝJAR SKREYTIR ENDURNÝJAR TEN-TEST LÆKKAR KOSTNAÐ VIÐ HITUN INSULATING WALL BOARD INTERNATIONAL FIBRE BOARD LIMITED, OTTAWA WESTERN DISTRIBUTORS: Armsfrong Distributors Ltd. winnipeg. manitoba FREYR 'ctetctctctctetctctctctctctctctetctctetctctetctctctctetctetetctctctctctctetctctctcietctctci ! tetctetctctci 1 L Megi hátíð Ijósanna vekja hvarvetna frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið og góð viðskipti. Arlington Pharmacy Prescription Specialists SARGENT and ARLINGTON Phone 35 550 iMiSiMiMai3i»aiaiiiai»3)9)>t3i3)3i3taiaa9>»i»%3)ai»»»>i3)Si>iaii WANT TO 5AVE ON FUEL COSTS?\^ Heal your heme with aa íconomhal FLUID HEAT ROTARY BURNER! Yes, a Fluid Heat Rotary Oil Bumer in your home this winter will make a big difference in your fuel costs—as well as your comfort! An exclusive “Flameflex” Hearth Ring in this bumer compels the flame to wipe the walls of the heater, gets maximum heat from fuel oil! And it'g elean, quiet and automatic, too. Phone Us Today for full details and terms. Expert installation. Dependable service. Nq obligation. wfiuid lieab OIL BURNER "WORLD’S ECONOMY CHAMPION" FURNASMAN ST0KER WINNIPEC, LTD. 176 FORT ST. — PHONE 935 471 “Specialists in Automatic Home Heating” \1 ro a mmoN a B««IH Fyrsfi Banki Canada m r rá einni kynslóð til annarar hefir traust Canadamanna farið vaxandi á Montreal bankanum. í dag kalla fleiri en hálf önnur miljón manna, frá einum enda Canada til annars, Montreal bankann, sinn banka. Bank of Montreai, er fyrsti og öflugasti bankinn í Canada t SAMVINNU VIÐ AILAR STÉTTIR I C A N A I) A SIÐAN 1817

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.