Lögberg - 20.12.1951, Blaðsíða 19

Lögberg - 20.12.1951, Blaðsíða 19
19 \ LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. DESEMBER, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LAVARD J. J. BlhDFELL, þýddi XX. Kapítuli. Það sama kveld, kom Sidney Beaufort til Lundúna. Það er eðli einverunnar að lægja rót tilfinninganna á yfirborðinu, en æsa þær undir niðri. Sidney hafði byggt alla framtíð sína á einni hugsjón. Þegar bréfjð kom, sem sagði honum, að von hans yrði aldrei uppfylt, þá fannst honum fyrst sem að allt væri orðin ein ægileg auðn — meiningarlaust hyldýpis haf, sem að framtíð hans væri allt í einu háð. En bréf Camillu, eins og að við höfum séð, hafði hresst hugá hans og vermt hið ískalda vonleysi hans. Hann trúði ekki tryggðarrofi hennar og hélt sér föstum við þá trú mitt í vonleysi sínu og hugarangri. Fréttin um að hún væri trú- lofuð öðrum, og á svo stuttum tíma, eftir að hún hafði sagt honum upp, leysti hinar ófeg- urri og ofsafengnari ástríður hans úr viðjum. í ofsa, sem gekk æði næst flýtti hann sér af stað til Lundúna — til að leita hana uppi — til að sjá hana; í hvaða meiningu — í hvaða von, ef hann hafði nokkra von, gat hann sjálf- ur ekki sagt. En hvaða maður, sem hafði elsk- að eins innilega og hann hafði gjört mundi ekki sætta sig við að vera eilíflega aðskilinn frá ástmey sinni, án þess að heyra þann dóm frá hennar eigin vörum? Það hafði verið mjög kalt veður um dag- inn. Seinni part da'gsins kingdi snjónum niður. Sidney hafði ekki komið til Lundúna síðan að hann var barn; og borgin, þakin snævi og ísa- þoku, sem að fólk og seinfara vagnar voru á ferð í og litu draugslega út, þar sem það og þeir voru á ferðinni eftir íshálum götunum og sintu aðkomumanninum ekki hið minnsta. Hann rataði hvergi — honum var ýtt til og frá — spurningum hans, sem naumast voru skiljanlegar, var illa og stuttlega svarað — hann var allur snjóugur, og kuldinn nísti hann. Að síðustu mætti hann manni, sem sýndist vin- gjarnlegri en aðrir, því að hann sá að hann var ókunnugur. Þessi maður náði í keyrslu- vagn fyrir Sidney og sagði kúsknum að aka með hann til Berkeley Square. Snjórinn hlóðst neðan á fætur hestanna og þeir komust illa og seint áfram. Að síðustu, eftir langan tíma og óróa-angist, sem Sidney sagði síðar meir, að hann hefði aldrei lifað aðra eins .stansaði öku- maðurinn, staulaðist ofan úr sæti sínu og barði að dyérum á Beaufort Court. Þegar hurðinni var lokið upp stökk Sidney fram hjá dyraverð- inum og inn í ganginn. Hann var svo heppinn, að einn af þjónunum, sem hafði verið með frú Beaufort við vatnið, var þar staddur og þekkti hann, svaraði undrandi spurningu hans og sagði: „Já, herra Spencer, ungfrú Beaufort er heima — upp á lofti í setustofunni hjá húsbónd- anum, húsmóðurinni og monsieur de Vande- mont; en . . . .“ Sidney beið ekki eftir meiru. Hann hljóp upp stigann — opnaði fyrstu dyrnar, sem að hann kom að og gekk óboðinn og óvænt inn til þeirra sem inni voru. Hann sá ekki hversu ægi- lega að hr. Robert Beaufort brá, hirti ekki um undrun móðurinnar, sá ekki undrunarsvipinn, sem kom á andlit aðkomna mannsins, er sat Við hliðina á Camillu — sá aðeins Camillu sjálfa, og á svipstundu var hann kropinn við fætur henni: „Camilla, ég er kominn! — Ég, sem að ann þér heilhuga — ég, sem hefi ekkert í heiminum nema þig! Ég er kominn til þess að heyra frá þínum eigin vörum, hvort að þú hafir virki- lega snúið við mér bakinu til þess að giftast öðrum!“ Hann hafði hent af sér hattinum þegar að hann kom inn, hárið, sem var langt og rakt af snjónum, liðaðist um enni hans; hann horfði eins og um líf eða dauða væri að tefla á Camillu. Robert Beaufort var óttasleginn, hann þekti geðríki Philips og óttaðist að hann mundi taka til einhverra óyndisúrræða og leit til tengda- sonar síns tilvonandi. En á honum var ekki að sjá, neinn þótta eða þykkju. Philip var staðinn upp, en hann var boginn — varirnar- voru opn- ar og hann horfði hvasst á manninn.þar sem að hann kraup fyrir framan Camillu. Camilla, sem, eins og faðir hennar, óttaðist afleiðingarnar af þessari heimsókn, reis á fæt- ur, og eins og óafvitandi rétti höndina út yfir höfuðið á Sidney, og leit til Philips. Sidney sá augnaráð hennar og spratt á fætur: Það er þá satt og þetta er maðurinn, sem mér hefir verið fórnað fyrir! En^ nema þú sjálf segir mér, að þú unnir mér ekki lengur — að þú unnir öðrum — þá gef ég þig aldrei eftir, á meðan að ég lifi!“ Sidney stóð á fætur óg gekk einbeittur og snúðugur til Philips,’* sem hörfaði aftur á bak undan honum. Það var eins og skapgerð þess- ara manna hefði allt í einu breyst. Draum- sjónamaðurinn óframfærni, var allt í einu orð- inn að hugrökkum hermanni. En hermaðurinn — gugnaður og skjálfandi. Sidney greip í hand- legginn á Philip, en hann færðist enn undan sókninni, sem gerðist æstari og ákveðnari. Sid- ney leit á andstæðing sinn, sem var náfölur, og sagði eða réttara sagt hvæsti: „Heyrirðu ,.mig? Skilurðu það sem að ég segi? Ég segi, að það skal enginn neyða hana til að giftast gegn vilja sínum. Krafa mín til iWerrp Cíjristmað ntunittan f {• NEW YEAR TERM Opening Wednesday, Jan. 2nd RESERVE YQUR DESK EARLY As we expect our classes to be filled early in the New Year Term we suggest that you enroll between Christmas and the New Year. Our office will be open every business day during the holiday season from 9:00 a.m. to 5:00 p.m. DAY and EVENING CLASSES Call at our office, write or telephone for additional information on the air-conditioned, air-cooled College of higher standards. COMMERCIAL COLLEGE Porlage Avenue al Edmonton Slreei WINNIPEG Telephone 926 434 IN A FUIL RAN6E OF COLCRS: • BLACK • BROWN • BLUE • GREY • CREEN • RED FIRST TIME IN WINNIPEG! Men's Snow King Nylon Ovcrshoes, in blaek or brown. will be here in time for Christmas. íRrrry 3Cmaa írnm MACD0NALD SH0E ST0RE 492-494 Main St. Phone 934 604 hennar er réttlátari en þín. Afsalaðu þér henni, eða vinndu hana með blóði minu!“ Philip heyrði auðsjáanlega ekki þessi orð, sem til hans voru töluð. Öll athygli hans beind- ist að Sidney. Hann horfðPstöðugt á hann þar til honum varð litið á hendina á Sidney, sem að hann hélt um handlegginn á honum með, þá hljóðaði hann upp; hann tók um hendina og benti á hring, sem að Sidney hafði á fingri sér, en sagði ekki orð. Hr. Beaufort kom til þeirra og fór að reyna að telja um fyrir Sidney, en Philip gaf honum merki um að hann skyldi þegja, og eftir litla stund og sára áreynslu stundi hann upp, ekki við Sidney, heldur Beaufort: „Hvað heitir hann? — Hvað heitir hann?“ „Hann heitir Spencer — hr. Charels Spen- cer“, sagði Beaufort. „Hlustaðu á mig, ég skal skýra þetta . . . .“ „Þey, Þey!“ sagði Philip og sneri sér að Sidney, lagði hendina á öxlina á honum, horfði á hann og spurði: „Hefir þú ekki borið annað nafn? Ert þú ekki — jú, það er áreiðanlega — áreiðanlega! Komdu mað mér — komdu með mér!“ Hann hélt enn í hendina á Sidney, sem nú var orð- inn spakari og óttakenndur grunur var vaknað- ur hjá, og þeir gengu hlið við hlið hægt og gætilega, augu Philips hvíldu enn á hinu fagra andliti, og hann tautaði eitthvað fyrir munni sér, unz að hurðin lokaðist á eftir þeim og hin þrjú urðu eftir í herberginu. Það var í næsta herbergi, sem að Philip fór með meðbiðil sinn. Þar logaði ljós á litlum lampa og eldur á arni, og það var við þá birtú, sem þeir héldu áfram að horfa hvor á annan eins og að þeir væru töfrum bundnir, en sögðu ekki orð. Að síðustu faðmaði Philip Sidney að sér og stundi upp: „Sidney! Sidney! Sonur móður minnar!“ „Hvað sagðurðu?“ spurði Sidney og sleit sig úr faðmi Philips; „það ert þá þú! Þú, bróðir minn! Þú, sem hingað til hefir verið þyrnirinn í vegi mínum, skuggi gæfu minnar! Þú ert nú kominn til þess að eyðileggja lífsgæfu mína! Ég ann þessari konu, og þú slítur hana frá mér! Þú, sem gjörðir æskulíf mitt að þrældómsoki, og hefðir máske, ef það hefði ekki verið fyrir sérstaka hamingju, lagt hana ofan á það stig, sem þú sjálfur ert fyrirmynd af — svívirðingar og sektar!“ „Hættu! — Hættu!“ sagði Philip í málróm svo sársaukaþrungnum, að hann nísti hjörtu þeirra, sem í næsta herbergi voru, eins og vein ófarsællar sálar. Þau litu hvert til annars, en höfðu ekki þrek til að fara inn til þeirra. Sidney varð nærri yfirkominn og lét fallast niður á stól í geðshræringu, sem var honum ný, með einkennilegum tilfinningum, faldi and- litið í höndum sér og grét eins og barn. Philip gekk fram og aftur í herberginu um stund, svo stansaði hann fyrir framan Sidney og sagði í djúpri ró manns sem hefir verið egndur og særður: „Heyrðu mig, Sidney! Þegar að hún móðir mín dó, þá fól hún mér þig á hendur — fól þig umönnun minni og umsjá. Með seinustu línun- um, sem hún skrifaði, bað hún mig að hugsa meira um þig, en sjálfan mig, að vera þér faðir eins vel og bróðir. Þegar að ég las það bréf, þá kraup ég á kné og sór þess eið, að ég skyldi uppfylla þá beiðni — að ég skyldi fórna sjálf- um mér, ef að ég gæti með því tryggt framtíð þína og velferð. Ég gerði það það ekki fyrir þig aðeins, Sidney; nei! En eins og móðir þín og móðir mín — hin misskilda, hjartabrotna og nídda móðir okkar! Ó, Sidnéy! Eru engar tilfinningar vakandi hjá þér til hennar líka?“ Hann þagnaði og strauk með hendinni um enni sér og hélt svo áfram: „En eins og móðir okkar sagði í þessu seinasta bréfi sínu til mín: „Láttu þér vera annt um hann fyrir mig"! þannig 'Sidney, í öllu sem að ég gat gjört fyrir þig, fannst mér, að ég væri að gjöra vilja hennar og hlýða hennar boði. Máske síðar, Sidney, þegar að við tölum saman um fyrri hluta ævinnar, þegar að ég vann fyrir þér, þegar niðurlægingin, sem þú talar um (það var enginn glæpur framinn í sambandi við hana) var borin með glöðu geði, þín vegna, og þú naust hvíldar, þó að ég þrælaði — þá máske segi ég, verður þú réttlátari í minn garð. Þú íórst irá mér eða varst slitinn fra mer, og ég varði öllu, sem að móðir okkar skildi okkur eftir, til að reyna að fá fréttir af þér. Svo fékk ég bréfið frá þér — þetta nístandi og bitra bref — og stóð mér þá á sama um, þó að ég væri beiningamaður þegar að ég var ocðinn einn. Þú talar um það, sem að ég hafi kostað þig — þú talar! — og nú biður þú mig að — að — Miskunnsami guð! láttu mig skilja þig — elskar þú Camillu? Elskar hún þig — talaðu — skýrðu — hvaða ný hugarangist bíður mín?“ Sidney, mitt í síngirnis-sorgum sínum, auð- mýktist og viknaði við þessi orð bróður síns og tilburði, og sagði honum hreinskilnislega, eða að minsta kosti eins hreinskilnislega og hann gat, írá kynningu sinni af Camillu og trúloíun þeirra og lauk máli sínu með því að fá bróður sínum bréfið, sem að hann fékk frá hr. Beau- fort. Þrátt fyrir það þó Philip reyndi að vera ró- legur, þá var hugarangur hans svo mikið og svo auðsætt, að eftir að Sidney leit framan í hann og á hendurnar á honum, sem að skulfu, •fann í svip að allar hinar fyrri tilfinningar sínar viknuðu í flóði tára meðlíðunar og sam- vizkubits. Hann fleygði sér í faðminn á bróður sínum, sem hann var rétt nýbúinn að slíta sig úr og sagði: „Bróðir, bróðir! Fyrirgefðu mér; ég sé hversu rangt, að ég hefi gjört þér til. Ef að hún er búin að gleyma mér, en elskar þig, þá taktu hana og vertu ánægður!“ USED FROM CENERATION TO GENERATION FOR BETTER BAKING RESULTS [ • r FÍW ■ t ^ r== _=== ^ r I: Ö&ýí

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.