Alþýðublaðið - 04.08.1960, Blaðsíða 11
Ritstjóri: örB Eiðsion.
Heimsmethafinn
kastaði 69.36m,
ÆFINGAMÓTIÐ í Eugene um
helgina olli Bandaríkjamönn-
um miklumvonbrigðum. Flestir
OL-keppendurnir voru með og
árangur var misjafn,. I sumum
greinum ótrúlega lélegur, miðað
við það, sem sömu menn höfðu
mVð áður.
Við skýrðum frá yfirburða-
sigri Nieders í kúluvarpi, 19,48
m, en Olympíukeppendurni'r
O'Brien, Dallas Long og Dave
Davis vörpuðu 18,73 m, 1855 m
os 17,25 m. Bandaríkjamenn
hafa miklar áhyggjur af iþví,
Jivað Davis er lélegur. Það er
greinilegt, að varamaðurinn
Nieder er langbeztur. Sumir
vona jafnvel að Davis dragi sig
til baka til þess að Nieder kom-
ist.
HEIMSMETHAFINN
ALLEY 69,36 M!
Á mótinu notuðu bandarísku
spjótkastararnir þau spjót, sem
kasta á í Róm og áranguri'nn
var ótrúlega lélegur. Cantello
vann með 76,03 m kasti, John
Framm varð annar með 73,84
m og heimsmeistarinn Bill
Alley kastaði „aðeins" 69,36 m.
Bandaríkjamennirnir hafa not-
að sín eigin spjót á mótum í
sumar, en fá ekki að kasta þeim
í Róm.
Stone Johnson sigraði Nor-
ton í 200 m hlaupinu á 20,9 sek.,
en Norton varð annar á 21,0
sek., sama tíma og Kanadamað-
urinn Harry Jerome. í undan-
rásum jafnaði Joihnson heims-
metið, hljóp á 20,5 sek. — Otis
Davis sigraði í 400 m hlaupi á
46,0 sek., en grindahlauparinn
Glenn Davis varð annar á 46,2
sek. Hann varð aftur á móti
fyrstur í 400 m grind á 51,1 sek.
Landsleikur
Framhald af 10. síðu.
Auk þeirra tveggja tækifæra
sem að ofan getur, þeirra
Steingríms og Arnar, átti Þór-
ólfur allgott skot á markið af
vítateigi, en það var hins vegar
of laust til þess að hinn þýzki
markvörður ætti alls kostar við
það.
NORKUR ORÐ UM LIÐIN
Lið gestanna sýndi svo sem
við var búizt ágæta knattspyrnu
svo að stundum var um hreina
sýningu að ræða. Enda valinn
maður í hverju rúmi. Samleik-
urinn var með afbrigðum góð-
ur, nákvæmni í sendingum og
hraði mikill. í liði Þjóðverjanna
vöktu sérstaka athygli' v. fram-
vörðurinn Szymaniak, fjögra
milljóna króna maðurinn, Seel-
er Og vinstri armur sóknarinn-
ar, þeir Dörfer og Haller.
íslenzka liðið stóð sig vonum
framar gegn svo sterkum mót-
herjum. í þvf voru veikir hlekk
ir svo sem bent hafði verið á
fyrir leikinn. Einnig var það
mikilj galli á leik liðsins hve all
ar sóknartilraunir voru gerðar
upp hægri' kantinn, en vinstr:
útherjinn állt áð því „frystur".
Markvörðurinn Helgi Dan. átti
beztan leik í liðinu og verður.
vart sakáður um mörkin. Nýlið
arnir Stei'ngrímur og Guðjón
áttu þarna allgóðan sinn fyrsta
leik með landsliðinu Tilraunin
með þrjá miðframverði í öftustu
vörninni' var misheppnuð, en
beztur þeirra var Rúnar, sem
átti góðan leik, einkum þó í
seinni hálfleiknum.
Fyrirliðinn Sveinn Teitsson
var nú langt frá því að vera eins
góður og oft áður. í framlínunni
voru útherjarnir beztir, en inn-
herjarnir foáðir voru slakir,
ei'nkum var þó áberandi að Guð
mundur og Steingrímur náðu
sárasjaldan saman. Miðherjinn
Þórólfur Beck er eins og oft
hefur verið sagt áður mjög leik
inn, en honum hættir til að
einleika um of, og því nýtist
tækni hans fyrir samherjana
ekki eins vel og skyldi. Þarna
átti hann og við erfiðan mót-
herja að etja þar sem miðfram
vörðurinn Erhardt var, einn af
sterkustu varnarleikmönnum
þýzka liðsins.
Vonandi hefur leyndardóm-
ur samleiksins opinberast ís-
lenzku knattspyrnumönnunum
að þessu sinni.
EB.
Á FUNDI sínum í dag hefur
Olympíunefnd íslands, að
fengnum tillögum Frjálsíþrótta
sambands íslands og Sundsam-
bands íslands, ákveðið að senda
Guðmundur Gíslason.
eftirtalda íþróttamenn og konur
til keppni á Olympíuleikunum í
Rómaborg, sem hefjast 25. ág-
úst:
Fr j álsíþróttamenn:
Valbjörn Þorláksson, ÍR.
Vilhjálmur Einarsson, ÍR.
Svavar Markússon, KR.
Sundmenn:
Ágústa Þorsteinsdóttir, Á.
Guðmundur Gíslason, ÍR.
Allt þetta íþróttafólk hefur
áður náð þeim lágmarksafrek-
um, sem viðkomandi sérsam-
bönd settu sem skilyrði. Gert er
ráð fyrir !að fleiri íþróttamenn
nái að vinna til þeirra lágmarks
afreka, sem sérsamböndin hafa
sett og verður endanleg ákvörð-
un um frekari þátttöku af ís-
lands hálfu tekin á fundi nefnd-
arinnar þ. 9. þ. m., nema varð-
andi hugsanlega þátttöku í tug-
þraut, sem frestiað verður að
taka ákvörðun um til 14. ágúst.
Ágústa Þorsteinsdóttir.
Ráðgert er að flokkurinn fari
utan flugleiðis 23. ágúst.
Þá var samþykkt eftirfarandi
tillaga:
„Olympíunefnd Islands sam-
Vilhjálmur Einarsson..
þykkir að fara þess á Ieit við
formann Frjálsíþróttasambands
Islands, Brynjólf Ingólfsson og
formann Sundsambands ís-
Iands, Erling Pálsson, að þeir
taki að sér að vera flokksstjórar
íþróttamanna á Olympíuleikun-
um í Róm og jafnframt, að
Brynjólfur Ingólfsson verði lað-
alfararstjóri og Erlingur Pá3s-
son annar fararstjóri.“
í ráði er að láta gera sérstakt
Olympíumerki, sem Þór Sand-
holt hefur teiknað og verður
nánar skýrt frá því síðar.
...U. 1 ■"'*•■!
FRÁBÆR árangur náðist á
móíi í PóIIandi í vikunni. Foik
hljóp 200 m á 20,6 og Kowalski
400 m á 46, Osek. Pólskt met.
Valbjörn Þorláksson,
Alþýðublaðið — 4. ágúst 1960 J
Svavar Markússon.