Alþýðublaðið - 04.08.1960, Side 15

Alþýðublaðið - 04.08.1960, Side 15
hann lofaði einhverju, stóð hann við það. Hann gortaði af því að hann fengi aldrei sam- vizkubit en hún myndi ekki leita til neins annars en hans ef eitthvað yrði að. Það kom Brendu á óvart að Ann skyldi koma svo fljótt aftur og þegar Ann sagði henni að hún hefði hitt Paul og Speedy á Royal,“ sagði Brenda: „Það var óheppilegt Ann. Það er ekki vegna þess að Speedy vilji neinum illt en hann talar án þess að hugsa sig um“. Ann sat fyrst um stund og hugsaði um það sem Linda hafði sagt henni um Nihk. Að vísu var það ekki mikið en hann hafði þó fengið heimihs fang hennar og hún gat setið og beðið og látið sig dreyma . . . kannski myndi draumur- i'nn verða óskýr með tíman- um. Svo tók hún upp innanhúss- símann. Hún ætlaði sjálf að segja John Farrell hvað hún hafði gert. Það væri ekki rétt að láta hann frétta það frá öðrum. „Herra Farrell, þetta er Ann. Vilduð þér tala við mig þegar þér komið niður. Mig langar til að segja yður dá- lítið“. „Hefur eitthvað komið fyr- ir?“ „Já“. „Ég kem strax“. Mannering ofursti gekk fram hjá afgreiðsluborðinu og hún áttaði sig allt í einu á því að hann var alveg hættur að spyrja um bréf. Hann leit ekki einu sinni á básana sem bréfin voru geymd í. Senni- lega hefur hann gefið upp alla von. hugsaði hún. „Hvað er að?“ spurði John Farrell um leið og hann kom niður. „Þér hafið alltaf sagt að ég væri að minnsta kosti heiðar- leg og því finnst mér að ég sé knúin til að segja yður það sjálf að ég braust út úr fang- elsinu í dag og borðaði morg- unverð á Royal“. „'Var einhver sérstök á- stæða fyrir þessari hegðun yð- ar?“ „Já, ég fékk heimsókn frá London“. „Þér þurftuð ekki að segja mér þetta“. „Nei, en és vildi gjarnan gera það“. „Það gleður mig. Ég treysti yður nefnilega þó þér treystið mér ekki.“ Hann brosti. „Það kemur ekkert fyrir yður. Ég þurfti einmitt að ta]a við yð- ur. Hvenær eigið þér frí á morgun?“ Ann leit á listann. „Milli fjögur og sex“. ,Eruð þér boðin eitthvað?“ Ann hló. „Mjög sjaldan. Ég þekki svo fáa“. „Þorið þér að láta sjá yður með mér? Má ég bjóða yður • upp á tebolla?" Það lá við að Ann yrði mál- laus af undrun. Hana langaði til að biðja hann um að endur- taka boðið. Henni hlaut að hafa misreyrst. „Takk fyrir, það vil ég gjarnan“. „Mig langar til að sýna yð- ur þann hluta bæjarins, sem þér hafið aldrei séð og svo ætla ég að bjóða yður upp á tebolla á reglulega viðkunnan legum stað“. Það lá við að það skryppi út úr henni að hún þekkti þann stað vel, en hún hætti við það. Hún vissi vel að hann hafði ekki séð hana þar. En hvað það var spennandi að eiga að hitta John Farrell utan hótelsins, kannski frétti hún þá eitthvað um fortíð hans. Næsta dag þegar Brenda kom til að taka við af Ann Loks valdi hún blágræna dragt og hvíta blússu. Þegar hún gekk niður tröppurnar kom það henni mjög á óvart að mæta Paul Vane sem var einmift að koma út af skrifstofu herra Transoms. „Hvað ert þú að gera hér?“ „Ég var aðeins að biðja herra Transom um að gæta bindisnælu fyrir mig í pen- ingaskápnum. Ég sagði hon- um að það væri erfðargrip- ur“. „Vertu ekki að telja mér trú um að jþú hafir erft eitt hvað“. „Nei, enda var þetta að- eins viðbára“. „Ég hef ekki tíma til að hæðina. Hann benti henni á húsþak. Ann vissi að það var þakið á Haven Inn. „Þarna er líka hótel. En það er ekki líkt hótelinu hér, ée held að yður myndi falla betur við það“. „Segið mér frá því“. „Þar er t. d. allt grundvall að á gestrisni. Georg Allard á það og hann er elskulegur vingjarnlegur maður en hann hefur ekki mikið vit á því hvað það er sem borgar sig og hvað ekki. Og þó . . .“ Hann þagnaði og hún skildi að hann var að hugsa um hó- telið sem hann hafði misst. Að hugsa sér að henni skyldi einu sinni hafa fundist hann vera fráhrindandi. Hann var elskulegur maður og hana tók sárt að hann skyldi hafa misst allt sitt. „Ég held að einhvern veg- inn hljóti að vera unnt að sameina það tilfinnarlega rétta með því viðskiptalega". Svo leit hann skelfdur á hana. „Þér verðið að fyrirgefa að ég skuli ekki tala um annað en hótel. Flestir halda að það sé aðeins eins og verzlun að reka hótel en í mínum augum er það annað og meira. Það eru álögur á mér og þér skulið bara segja mér að þegja þegar ég tala of mikið um hótel- rekstur“. „En mér finnst það svo skemmtilegt.“ Hann sagði henni frá öllum gömlu kránum í Englandi' og hún heyrði á honum að hann var mjög rómantískur. „En hótel verður aldrei að heimili þótt það séu margir sem eiga ekki annað heimili“. „Rétt er nú það en mér kom til hugar um daginn að margir fastagestirnir hjá okk ur væru ánægðari ef þeim fyndist þeir gera gagn.“ „Hvernig gagn?“ spurði Farrell. „Ef ég ætti hótel og hefði gesti sem byggju þar ár eftir ár myndi ég reyna að láta þá fá eitthvað að gera. Ég myndi láta einn hugsa um blómin, einn um grænmetið og einn gæti búið um rúmin. Sumir gætu farið út að ganga með börin, því ég vildi hafa mikið af börnum á hótelinu mínu og sumir gætu keypt inn. Ég myndi láta alla finna þa^ að þeir gerðu gagn alveg eifil4»g þeir yrðu að gera ef þ^ir ættu heima þar“ Farrell þagði lengi og Aim hélt helzt að hann hefði móðg azt, en þegar hann loks léit upp sá hún að augu hans Ijóna uðu af hrifingu og hann brosti blíðlega til hennar. „Þetta er rétt hjá yður Aiin. Þetta ætla ég — já þetta skúl- um við gera þegar við eign- umst okkar eigið hótel“. , „Haldið þér að við eign- umst hótel?“ spurði hún í spaugi“. „Finnst yður það ekki hljóma vel?“ „Jú“. „Við getum að minnstá kosti leyft okkur að drevma um það. Það er ókeypis því ég veit vel að það er dýrt að kauna hótel“. Hann tók um handlegg hennar og þrýsti hann og hún svaraði í sömu mynt. Hún var svo glöð og hrifin. En hvað hann var hjartagóður og ind- æll! Georg Allard kom andspæn is þeim og hann heiLsaði þeim eins og þau væru gamlir vin- ir. Hann fvlgdi beím að beztai borðinu sínu, sló á bakið á John Farrell og náði svo í konuna sína til að hún gæti heilsað unn á ungfrú Wilíerf. Kona hans kom með mi'nnsta barnið á handleggnum og það næstminnsta hékk f pilsimi hennar en hún var jafn geðs- leg og vingjarnleg og Georg Allard. ... „Hve mörs böm eigið þér frú'Allard?“ spurði Ann. „Við vorum sex heima“. „Þá höfum við vinningirin . . . við eigum átta og getum víst eignast heila tylft enip Barnalaust heimili er ekkert heimili eða finnst yður það?“ „Nei. ég elska börn“. Teið kom á borðið og þau fengu alls konar gðar kökur með. „Fáið þér yður að borðá% sagði herra Allard. „Ég er viss um að þér eruð sveltar á hót- elinu“. Ann langaði mest til að segja honum að það væri ekki matur sem skorti þar helduh hjartans hlýju og velvild til; náungans. Á heimleiðinni sagði John. Farrell Ann að hann hefði unnið hjá Transom í tíu ár og Ann fannst að það hlytu aS hafa verið tíu erfið og leiðin- leg ár. „Ég vona að allt hafi gengið vel meðan við vorum í burtu og að Brenda hafi séð um allt“. „Bara að hún hafi ekki myrt herra Long . . . þau eru hrein. ustu óvinir“. „Long . . . iá, hann er oft erfiður. Hann er endurskoð- andi á eftirlaunum, en hann var mjög duglegur. Hann hik muldraði hún reiðilega: —■ „Hugsaðu þér bara ég á að lagfæi’a spjaldskrána milli fjögur og ser! Farrell tók sér frí. Ég vildi heldur skrifa hundrað bréf en gera það“. „Ég vona að það sé ekki mér að kenna Brenda. Farrell bauð mér út“. Það lá við að Brenda missti andlitið. „Hvað ertu að segja? Þetta hefur aldrei komið fyrir fyrr!“ „Ég geri ráð fyrir að hann ætli að gefa mér góð ráð um það sem ég má og sem ég má ekki gera“. „Þú ert svei mér ein af þeim sem gera lukku hjá karlmönn unum! Fyrst Speedy svo Vane — hann er nú ekki neitt neitt — en John Farrell! Það er ekki vegna þess að mig langi til að Farrell bjóði mér út því mér finnst hann þurrpump- legur en hann er kannske ó- venjulega yndislegur elskhugi þegar herra Transom er hvergi nærri“. „Ég efast um það“. „Það geri ég líka, en farðu nú að borða“. Hún fór upp £ matarhléinu sínu til að skipta um kjól svo hún yrði tilbúin klukkan fjögur. Hún gerði sér fylli- lega Ijóst að hún yrði að velja kjól sem ætti vel við lágbotnaða skó því varla myndi Farrell fara með hana í gönguferð á háum hælum. Mary Anindel li’Bræssasssæasai tala þið þig Paul. Ég þarf að leysa Brendu af“, og svo gleymdi Ann þessum athurði. John Farrell var stundvísin holdi klædd. Klukkan fjögur beið hann eftir henni og Tom heilsaði þeim með mikilli virðingu þegar þau gengu út. „Þetta er síðasta tækifæri fyrir mig að fá mér frí fyrir páska“, sagði hann. „Og sennilega verður nóg að gera all-t sumarið. Eigum við að ganga?“ „Það væri indælt. Ég hef gott af að vera úti undir fersku lofti“. „Yður hlýtur að finnast mnhverfið hérna ólíkt Yorks hire þar sem eru endalausar heiðar. Segir mér eitthvað um heimili yðar“. Henni fannst mjög auðvelt að segja honum frá sínum in dæla og elskulega föður sem var svo hreinn og beinn og frá móður sinni, sem alltaf hafði nóg að gera við að hugsa um mann og börn. Ann kom til hugar að John Farr- ell væri eini maðurinn sem hún hafði kynnzt í New Ha- ven, sem hefði sýnt snefil af áhuga fyrir heimili hennar og fjölskyldu. „Þá get ég betur skilið að þér eruð svona duleg og in- dæl stúlka sem látið ekki smá muni fá á yður“. Nú voru þau komin upp á 13 Alþýðublaðið — 4. ágúst 1960

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.