Alþýðublaðið - 04.08.1960, Síða 14

Alþýðublaðið - 04.08.1960, Síða 14
Launajafnrétti Framhald af 4. síðu. , kannski vera hugsað sem svo: Þarna er engin vinna, engin framleiðsla, atvinnuvegirnir geta ekki staðið undir þeim stórvægilegu kauphækkunum sem launajafnréttið mundi valda. En þarna á Sveinseyri er hraðfrystihús og tveir mótor- bátar eru gerðir út þaðan. Og ekkert hefur heyrzt um það að þeim atvinnutækjum vegn- aði ekki eins vel og fram- leiðsíutækjum annars staðar á landinu. Af því sem hér hefur verið nefnt má v sjá að kaupmis- munur karla og kvenna er lireinasta hringavitleysa. Flokkun eftir störfum er mjög mikið óánægjuefni hvar vetna á landinu. Öll störf í þágu framleiðslunnar eru jafn þýðingarmikil, j afn verðmæt og skiptir atvinnurekandann engu hvort þau eru unnin af karli eða konu. Enda þótt ég hafi í ræðu minni mjög takmarkað mig við það að ræða kjör og af- stöðu verkakvenna til launa- jafnréttisins er mér fullkunn- ugt að laun kvenna sem vinna hin ýmsu störf, svo sem á matsölustöðum og veitinga- stöðum, í brauða- og mjólkur- sölubúðum, í iðnaðinum og á sjúkrahúsunum og jafnvel skrifstofu- og verzlunarstörf, sem krefjast þó nokkurrar skólamenntunar eru ekki betri, heldur þeim mun verri að þar á tæpast nokkur kona við jafnrétti að búa, enda er allt kvennakaup í landinu að undanskildum störfum í em- bættis- og kennarastéttum miðað við þetta lága kaup kvenna eða nærri þriðjungi lægra eða jafnvel meir, en kaup karla. En konurnar eiga ekki að sætta sig við misréttið. Þær eiga líka að telja sér ósam- boðið að undirbjóða vinnu karla. Það hefur sýnt sig á undanförnum árum að kon- urnar taka mjög almennan og virkan þátt í framleiðslustörf- unum, og þjóðfélagið þarf mjög á því að halda. Eins og kunnugt er hafa konur með öllu gert sig ómiss- andi á vinnumarkaðinum. Þær hafa því fulla aðstöðu til að bera launajafnréttið fram til sigurs og það hljóta þær að gera áður en langt um líð- ur. Verkakvennafélögin hafa nú ákveðið að hefjast handa í þessu skyni. Haldin var hér í Reykjavík um síðustu mán- aðamót kvennaráðstefna, sem boðað var til af Alþýðusam- bandi íslands. Þar voru mætt- ir fulltrúar víðs vegar að af landinu. Eftir fjörugar umræð ur, þar sem greinilega kom fram vilji og mikill áhugi kvenna fyrir því að verka- lýðshreyfingin gerði nú á næstunni sterkt sameiginlegt átak til að fá einhverja var- anlega lausn á málinu, var eftirfarandi ályktun sam- þykkt: Verkakvennaráðstefna ASÍ haldin 29. maí 1960 beinir því til verkakvennafélaganna innan sambandsins, svo og til þeirra verkalýðsfélaga sem samningsaðild hafa fyrir kon- ur að nota nú hvert tækifæri sem gefst til að knýja fram kröfuna um sömu laun kvenna og karla eða til að þoka kjaramálum kvenna í þá átt. Ráðstefnan telur aðstöðuna nú góða til launajafnaðar. Samningar eru víðast hvar lausir, þátttaka kvenna í at- vinnulífinu er sterkari nú en nokkru sinni fyrr og vöxtur dýrtíðarinnar réttlætir mikla hækkun á lægsta kaupinu í landinu. Til þess að vinna að þessu verkefni kýs ráðstefnan 5 manna nefnd og treystir því að Alþýðusamband ís- lands svo og verkamannafélög in veiti verkakvennasamtök- unum alla þá aðstoð er þau megna, til þess að góður árang ur náist í kjarabaráttu kvenna. Þó að ég hafi talað hér helzt um það sem snertir launamál kvenna, er það vegna þess að það eru fyrst og fremst hin ranglátu kaupgjaldsmál sem verða þess valdandi að konur hafa orðið að sætta sig við minni möguleika á hinum ýmsu sviðum athafnalífsins. Minni möguleika til menntun- ar og minni möguleika til að gera sig gildandi á öllum svið-' um þjóðlífsins. Um leið og við berum launajafnréttið fram til sig- urs berum við einnig hin al- mennu kvenréttindamál fram til sigurs — allri þjóðinni til heilla. Að endingu þetta: Sú rétt- lætiskennd sem hverjum heil- brigðum góðum manni er í blóð borið, bannar okkur kon um að láta staðar numið í bar- áttunni ívrir þessu máli, þrátt fyrir það þó fjöldi manna og kvenna láti sig það litlu skipta, þó konur hér á landi og víðar í heiminum njóti í launamálum sama jafn réttis og fréttir segja að svert ingjar eigi víða við að búa. Sem sé mikið lægri laun en hvíti kynílokkurinn. Sú réttlætiskennd sem hit- ar manni í hamsi, þegar mað- ur heyrir hversu mikið rang- læti þeldökki kynflokkurinn á við að búa, jafnt í launamál um sem öðru, er sú réttlætis- kend sem mun knýja okkur verkakonur ásamt öðrum kon- um sem við svipað misrétti eigum að búa, að láta enga harðsnúna andstöðu kúga okk ur og eira ekki neinu fyrr en launajafnrétti er náð. 80 gos Framhald af 13. síðu. um vegna hraunflóðs en oft hefur litið illa út. Þorpig Nicolosi í suðurhlíð- um Etnu varð heimsfrægt 1886 er óttaslegnir íbúar þess söfnuðust saman í kirkjunni, er Etna hóf að gjósa. Þar báðu þeir til heilagrar Agötu, verndardýrlings héraðsins og eftir nokkurra daga bið milli vonar og ótta stöðvaðist hraun straumurinn nokkur hundruð metra frá kirkjunni. Þetta var kallað kraftaverk. Þrátt fyrir ægileik sinn hef ur Etna aldrei verið Sikiley- ingum þyrnir í augum. Hlíðar hennar eru þéttbyggðar og sömuleiðis ræturnar. Moldin þar er frjósöm og hentug til Akuryrkju. Vínekrur, kálgarðar 0g citr- us-viður þekja hlíðar hennar. KONA nokkur lagði svohljóð- andi spurningu fyrir blað eitt: „Gætuð þér ekki ráðlagt mér eitthvað við undirhöku?“ En bar sem hún kunni ekki við að setja nafn sitt undir, þá setti hún í þess stað karlmannsnafn undir fyrirspurnina_ — Blaðið svaraði á iþessa leið: „Þér skul- uð safna alskeggi.“ Systir okkar ÓLAFÍA Á. GUÐMUNDSDÓTTIR lézt 1. ágúst að heimili sínu Álfaskeiði 42, Hafnarfirði. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd systkina hinnar látnu og annarra vanda- manna Þorleifur Guðmundsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför EINARS ÞÓRÐARSONAR úrsmíðameistara, Hafnarfirði. Már Einarsson. Slysavarðsíoían er opin allan sólarhrínginn. Læknavörður fyrir vitjanir er á sama staS kl. 18—8. Simi 15030. o-----------------------• Gengisskráning 2. ágúst 1960. Kaup Sala £ 106,74 107,02 US$ 38,00 38,10 Kanadadollar 39,00 39,10 Dönsk kr. 551,70 553,15 Norsk kr. 533,00 534,00 Sænsk kr. 736,05 737,95 N.fr. franki 775,40 777,45 Sv. franki 882,65 884,95 V-iþýzkt mark 911,25 913,65 HSÉæ Flugfélag íslands. "VíM. Millilandaflug: j:BS5x| Hrímfaxi fer til 0 & Glasgow og K.- hafnar kl. 8 *í if dag. Væntanleg- :? ur aftur til Rvík ur kl- 22-30 1 ÍÍÍÍiSÍÍ kvöld. Flugvéiin og í fyrramálið. Sólfaxi fer til Lundúna kl. 10 í dag. Vaént- anleg aftur til Rvíkur kl. 22.30 í kvöld. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Egils- staða, ísafjarðar, Kópaskers, Patreksfjarðar, Vestm.eyja (2 ferðir) og Þórshafnar. — Á morgun: Til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Fagurhóls mýrar, Flateyrar ,Hólmavík- ur, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjarklausturs, Vest- mannaeyja (2 ferðir) og Þing eyrar. LoftleiSir. Snorri Sturluson er vænt- anlegur kl. 23 frá Stavanger. Fe rtil New York kl. 00.30. Ríkisskip. Hekla er í Rvik. Esja er væntanleg til Rvíkur í dag að austan úr hring ferð. Herðubreið fer frá Rvík í dag vestur um land í hringferð. Skjaldbreið fór frá Rvík í gær vestur um land til Ak- ureyrar. Þyrill er á leið frá Gautaborg til Rvíkur. Herj- ólfur fer frá Þorlákshöfn kl. 18.30 í kvöld til Vestm.eyja. Skipadeild SÍS. Hvassafell er í Aarhus. Arnarfell átti a ðfara í gær frá Swansea til Onega. Jökul- fell fór í gær frá Djúpovgi til Hull, Calais, Hamborgar, Os- ló, Gautaborgar, Rhafnar og Rostock. Dísarfell er á Akur- eyri. Litlafell er í olíuflutn- ingum í Faxaflóa. Helgafell er í Rvík. Hamrafell fór 2. þ. m. frá Batum til Rvíkur. Eimskip. Dettifoss kom til Hamborg- ar 2/8, fer þaðan til Antwer- pen og Rvíkur. Fjallfoss fer frá Rvík á föstudagsmorgun 5/8 til Akraness og Hafnar- fjarðar og þaðan til Hamborg ar, Danmerkur, Rostock og Stettin. Goðafoss kom til R,- víkur 28/7 frá Gdansk. Gull- foss fór frá Leith 2/8 til K.- hafnar. Lagarfoss fór frá New York 28/7 til Rvíkur. Reykja foss fór frá Ventspils 27/7 til Riga, Leningrad og Hamina. Selfoss fór frá Rvík 1/8 til New York. Tröllafóss fór frá Gdynia í gær til Ystad, Rott- erdam.erdam, Hull, Leith og Rvíkur. Tungufoss fór frá Fáskrúðsfirði 1/8 til Lysekil, Gautaborgar, Danmerkur og Ábo. I Jöklar. Langjökull fór frá Kotka 30. f. m. á leið til Akureyrar. Vatnajökull er í Stralsund. Hafskip. Laxá fór 28. þ. m._ áleiiðs til Khafnar, Hangö, Ábo, Len- ingrad og Riga. Verndið dýr gegn meiðslum og dauða með því að hirða vel um girð ingar og skilja eigi vírspotta eða vírflækjur eftir á víða- vangi. — Samband Dýra- verndunarfélags íslands. -o- Frá Mæðrastyrksnefnd. Skrifstofa nefndarinnar er flutt á Njálsgötu 3 Sími 14349. Minningarkort kirkjubyggingarsjóðs Lang holtssóknar fást á eftirtöld- um stöðum: Verzl. Anna Gunnlaugsson, Laugavegi 37. Langholtsvegi 20. Sólheimum 17. Vöggustofunni Hlíðar- enda. Bókabúð KRON, Banka stræti. Styrktarfélag vangefinna: — Minningarspjöld félagsina fást á eftirtöldum stöðum í Reykjavík: Bókabúð /Bfe- unnar, Bókabúð Braga Bryr jólfssonar, Bókaverzlun Snæbjörns Jónssonar, Verzl uninni Laugavegi 8, Sölu- turninum við Hagamel og Söluturninum í Austurveri. Silungsveiðimenn, kastið ekki girni á víða- vang. Það getur skaðað bú- smala. — Samband Dýra- verndunarfélags íslands. 13 ,,Á frívakt- inni.“ 20.30 Kenjar jarðar IV: Katlakenn- ing Golds (Hjört ur .Halldórsson menntaskóla- kennari). 20.55 Frægir söngvar- ar: Elisabeth Schwarzkopf. — 21.15 Upplest- ur: Filippía Kristjánsdóttir les frumort Ijóð. 21.25 Barnakór- inn í Eschwege syngur. 21.40 Veiðiskapur á Jökuldalsheiði. 22.10 Kvöldsagan ,,Knittel.“ 22.30 Sinfóníutónleikar. LAUSN HEILABRJÓTS: Þegar maður er á hest- baki. 4. ágúst 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.