Alþýðublaðið - 04.08.1960, Blaðsíða 7
VAXANDISKREIÐ
ARFRAMLEIÐSLA
í FYRKADAG bauð
Landhelgisgæzlan blaða-
mönnutn og fleiri gestum
í ferð um hið nýopnaða
dragnótaveiðisvæði á
Faxaflóa. Með í ferðinni
voru m. a. Davíð Ólafsson
veiðimálastjóri og Pétur
Sigurðsson, forstj. Land-
helgisgæzlunnar.
Ferðin var farin með
hinu nýja og glæsilega
varðskipi, Óðni, og var
fyrst farið 7—8 sjómílur
vestur frá Reykjavík. Þar
var stöðvað við vélbátinn
Guðrúnu, sem var að drag
nótaveiðum, lá við bauju,
og var nýbúinn að draga
nótina inn. Gestirnir fóru
í gúmbát yfir í Guðrúnu,
og dvöldust þar nokkra
stund og töluðu við skip-
stjórann, Hjörleif Jóns-
son. Hjörleifur lét vel yfir
aflanum sem var mesí-
megnis stór og falieg rauð-
spretta.
Eftir þessa heimsókn,
var haldið yfir í Maríu
Júlíu, sem var á þessu
svæði við fiskirannsóknir.
Meðan þessum heimsókn-
um fór fram voru nokkr-
ir gestanna á skaki frá
Óðni. Veiði var heldur í
lakara lagi, en aflakóng-
urinn veiddi þó 7 ýsur við
mikla öfund annarra
gesta.
María Júlía var að veið-
um með botnvörpu fullrar
stærðar, og voru skips-
merni að draga inn trollið.
ÖHum fiski, sem skipið
veiðir þarna, er fleygt í
sjóinn aftur. Um borð í
skipinu er fiskifræðingur,
sem tekur allan kolann
og festir lítið númer við
hann, og hendir honum í
sjóinn aftur. Þessar að-
gerðir eru liður í rann-
sóknarstarfi, sem þarna
fer fram.
• Síðasta skipið, sem far-
ið var um borð í, var Að-
albjörg frá Reykjavík. —
Einar skipstjóri tók á móti
gestunum, og bauð þeim
með sinni alkunnu kank-
vísi, að ganga í bæinn.
Þegar um borð kom, blasti
við augum eitt hólf, hálf-
fullt.af feitum kola, sem
þeir höfðu fengið á stutt-
um tíma. Einar var að
draga inn trollið, þegar
komið var tim borð, og
bíða nú allir nokkra stund
í ofvæni eftir því, að sjá
pokana koma upp.
Þegar pokinn birtist,
aðeins 37,6 þús. lestum og sést
af tölum þessum, að um mikla
aukningu er að ræða í ár.
Af afla þeim, er fór f herzlu.
voru 39,1 þús. lestir bátafiskurr
en. 8,3 þús. lestir togaraíiskur í
ár, en í fyrra 26,4 þús. lestir
bátafiskur og 11,1 þús. lestir
togarafiskur.
MEST í FRYSTINGU
Mest af íiskaflanum, hefur
farið í frystingu eða 113,6 þús.
lestir. Á sama tíma í fyrra fóm
136,6 þús. lestir í frystingu. t
söltun 'hafa farið í ár 55 þús.
lestir en á sama tíma í fyrra.
51 þús lest.
sást að hann var hálffull-
ur af lcola. Nokkrar ýsur
og þorskar voru þó einnig
með. Þegar pokinn kom
upp sagði Einar: „Sjáið
þið strákar, bvað þetta er
hreint, þetta er næstum
eingöngu koli. Það er mun
ur að vera að þessu nú,
heldur en ’52, þá fékk mað
ur ekki nema 1—2 körfur
úr halinu. En nú fær mað-
ur þetta 7—8 körfur.“
Eftir að hafa verið háif
tíma hjá Einari, þá var
haldið aftur í Óðin, og
lagt af stað til lands.
Að þessari ferð lokinni,
koma fram margar spurn-
ingar í huga manns. Eins
oe allir vita, þá hefur
staðið mikill styrr um allt
land í sambandi við opn-
un dragnótasvæða. Sitt
sýnist hverjum um þessi
mál, en afli bátanna sýn-
ir, að þetta er vel reyo-
andi, þó ekki sé um lengri
tíma að ræða en tvo mán-
uði. Svo er annað mál,
hvort miðin hljóta skaða
af þcssum veiðum eða
ekki. Það kemur í ljós
scinna.
FUJá
þjóðhátíð
SAMKVÆMT yfirliti Fiskifé-
Iags íslands nam skreiðarfram-
leiðslan 47,4 þús. lestum í lok
maí þessa árs. A sama tíma í
fyrra nam skreiðarframleiðislan
WWWWWWMWMMWMMMWWIMMWWMWMWWMMMWnMWMMW^WWmWWWWI
Undirrituð ósltar eftir að taka þátt í síldarstúlknahapp-
drætti Alþýðublaðsins, sem dregið verður í 15. september
næstkomandi, (Vinningur: 2000 krónur.)
Ég heiti:.................................................
Heimilisfiang mitt er: .................................
Ég vinn núna á söltunarstöðinni:..........................
Söltunamúmer mitt er: ....................................
(undirskrift)
Athugið: Með heimilisfangi á blaðið við þann stað þar sem
Hægt verður að ná til eiganda seðilsins eftir 15. september.
Merkið umslagið: Síldlarstúlknahappdrætti.
Þeir eru iðnir við kolann í Faxaflóa og þótt nokkuð af þorski
og ýsu slæðist með, er það hverfandi Iítið, miðað við magníð
áf kolanum. Sjómenn teljá að kolaaflinn hafi allt að sjöfald-
ast frá því árið 1952. Myndin er af gestom Landhelgisgæzl-
unnar um borð í einum bátnum í fyrradag.
eBænffiBMBBHBBaBaHBBaBrananBBBnaBBnn
FUJ í ÁKNESSÝSLU efnir|tilT
hóptoroar á þjóðhátíðina í Vbst
mannaeyjinn os verður falið
með Herjólfi' frá Þorlákshöfnfkl,
9 í fyrramálið, föstudagsmoig-
un og komið þangað aftuj á
sunnudag,
Lagt verður af stað til Por-
lákshafnar frá Eyrarbakka kþ 7
frá Stokkseyri kl. 7.15, frá
fossi kl. 8 og frá Hveragerði (ld.
8.15. •
Fyrir þá, sem hyggjast fara
frá Reykjavík til Þorlákshafnar
verður ferð frá Bifreiðastöð ís-
lands kl. 7 árdegis með Krist-
jáni Jónssyni sérleyfishafa.
Enn munu nokkrir geta kom-
izt í þessa för. Þeir, sem hefðu
hug á því sjái' götuauglýsingar
á Eyranbakka, Stokkseyri, Sel-
fossi og Hveragerði eða snúi sér
til skrifstoíhi Alþýðuflokksins í
Reykjavík.
Albýðuhlaðið — 4. ágúst 1960 ^