Alþýðublaðið - 19.08.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.08.1960, Blaðsíða 2
9 SUístJórar: Gfsli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar rit- *tjómar: Sigvaldi Hjálraarsson og Indriði G. Þorstcinsson. — Fréttastjóri: Bjöifevin Guðmundsson.— Símar: 14 900 — 14 902— 14 903. Auglýsingasími: J14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. —- Prentsmiöja Alþýðublaðsins. Hverfis- gata|8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Ötfif andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson. Borgln okkar | GESTUR utan úr heimi hafði nýlega orð á því, að íslendingar virtust yfirleitt tala um höfuð' b(|rg sína, Reykjavík, í afsökunartón. Þeir, sem þékkja eitthvað til borga erlendis, finna til þess, ad hér skortir margt af því, sem gefur erlendum borgum reisn og svip. | Innan bæjarmarka Reykjavíkur búa um 70 þús. manns og njóta margra þæginda, sem skortir í stórum stíl í glæsiborgum annarra landa. Hér eru margir fagrir bletíir, og framar öilu öðru er um- hyerfi borgarinnar, fjallarhringurinn og sundin blá, einstakur rammi. ; En hvað er þat, sem vantar? i Það er margt, og skal hér bent á örfá þeirra a 1) :í Byggð borgarinnar hefur verið skipulögð svo | furðulega, að hún eygist um dali og hálsa, en | miðbærinn er f iílur af lágreistum, gömlum ! kumböldum. Stórnýsi rísa á leigulóðum út | hverfanna, af þ i að gróðasjónarmið lialda :» eignalóðum gamla bæjarins í milijónaverði. § | Þetta verður að laga. 2) Reykjavík er langt á eftir tímanum í gatnagerð, | I þeim löndum, sem íslendingar vilja bera sig saman við, eru götur ýmist lagðar rétt áður eða ; rétt eftir að byggt er við þær. Hér bíða menn eftir malbiki tvo eða þrjá áratugi. Þetta veld ur gífuriegum viðhaldskosnaði, sliti á farar tækjum, óhreinindum og óþægindum fyrir íbú ana. Þetta atriði framar öðrum setur svip á borgina. 3) Þrátt fyrir gífurlegar íbúðabyggingar hefur ekki tekizt að útrýma braggahverfum (sem senn eru orðin 20 ára) eða öðru óviðunandi hús næði. Þetta er átak, sem verður að gerast hið fyrsta, ekki aðeins vegna fóiksins í þessu hús næði, heldur og vegna bæjarins í heild. Jafn ; | framt verður að hreinsa byggoina af miklum ■ 1 íjölda skúra og hreysa, sem lýta hana stórlega. \ Siíkur listi gæti vissulega orðið langur, ef á- •frfem væri haldið. En þessi þrjú atrið’i, sem sérstak lega snerta hinn ytri borgarsvip, eru umhugsunar verð daginn eftir afmæli Reykjavíkur. í stað af- sökunartóns þurfa Reykvíkingar að geta talað með stblti og ást og borgina sína. f r Sölunefnd varnarliðseigna. í nokkrar fólksbifreiðir (evrópskar og amerískar) er verða sývndar í Rauðarárporti föstudaginn 19. þ. m. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð x skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. annes ★ Heimsókn i skógarrjóð ur. Ljót að koma. Þægindi fyrir stæðum. fólk "k Reynzla Akureyringa. FYRIR hálfuxn öSrum mánuSi dvaldj ég um skeið að Laugar- vatni. Ég valdi mér strax fyrsta daginn failegt skógarrjóffur og lá þar öllum stundum þegar sól- in skein — og þar var sannar- lega gott að vera. — Á sunndag inn kom ég að Laugarvatni. Þar var þá mikill fjöldi gesta: Tjöld um allt í hundraðatali og gest- gjáfinn sagði mér, að þann dag hefðu fleiri borðað þar en um verzlunarmannahelgina, en mik ill gestagangur hefur verið á Laugarvatni í sumar, ÉG ÆTLAÐI að heimsækja skógarrjóðrið mitt og vera þar svolitla stund áður en ég færi iheim á leið. En þegar þangað kom gaf á að líta. Þarna voru glerbrot, vindlingahyiki, matar- leyfar, jafnvel hálfétnir sviða- kjammar og nagaðir kjötbitar auk alls konar annars rusls, sem ómögulegt er að telja fram. Ég sá að það var ekki viðlit að á þarna og rölti því um til að reyna að finna annað rjóður eða laut, en alls staðar var sama að- koman. GESTIRNIR höfðu sannarlega skilið eftir merkin um menn- ingu sína og andlegt ástand. Það er hægur vandi að koma rusli af sér án þess að dreifa því um. Það er hægur vandi að grafa það niður og þarf ekki að grafa djúpt, Það þarf heldur ekki ann að en að fara með það dálítinn , spöl og varpa því af hendi í | straumharðan læk eða á, sem er þarna skammt frá. EN MENNINGIN er ekki á hærra stigi en þetta. Það er leið- inlegt verk og þreytandi að vera sífellt að gagnrýna fólk fyrir svona framkomu — og vitanlega þer að taka það fram að mikill fjöldi manna gengur vel um. — Þeim heiður, sem heiður ber og skömm þeim sem til hennar vinna, Ég verð að segja það, að ánægja þeirra með dvöl í fag- urri sveit, sem þannig ganga um, virðist ekki vera mikil fyrst þeir geta skilið annað eins eft- ir sig sem merki um dvölina og menn sjá í skóginu má Laugar- vatni. j LAUGARVATN hefur verið ; gagnrýnt fyrir ýmiss konar van- rækslu út á við. Ég hef og tekio þátt li þessari gagnrýni, en ég hef líka benj á það; að skógur- inn og vatnið heyra í raun og veru undir aðra stjórn en hótel- ið sjálft. Það þarf að koma fyr- ir sorptunnum á tjaldstæðunum — og þar þarf að koma upp salernum. Það er að vísu fullyrt við mig, að þetta myndi verða eyðilagt mjög fljótlega. EN í>Á leyfist mér að spyrja: Hverngi stendur á því, að ekk- ert er eyðilagt í hinni ágætu tjaldiborg, , sem Akureyringar hafa komið upp hjá sér fyrir ferðafólk? Þar hefur verið kom- ið upp salernum, sorptunnum og vatnsbólum. Ferðamaður, sem er nýkominn þaðan og dvaldi £ tjaldborginni í nokkra daga —• sagði mér, að þar væri mjög vel géngið um — að allir teldu sér skyldu að fara vel með það seni þeim hefur verið trúað fyr- ir. ... ' > HVERS VEGNA ættum viS ekki að geta komið upp slíkum þægindum til dæmis á tjaldstæð ununi við Laugarvatn? Hannes á hornimi, Beið / fc>rjár vikur en komst Jbo ekki í GÆRMORGUN kom til lands ins ungfrú Guðlaug Gunnars- dóttir, er átti lað vera fulltrúi ísiands í fegurðarsamkeppninni í Istanbul. Varð för hennar all- söguleg, Hún komst aldrei lengra en til Kaupmannahafn- ar, þar eð fegurðarsamkeppn- inni í Istanbul var frestað þar til í október. Búið var að fá leyfi fyrir fegurðarsamkeppninni í Istanbul, en öH leyfin féllu úr gildi við stjórnarskiptin þar í iandi og fegurðardísirnar kom- ust aldrei inn í landið. Aijþýðuiblaðið átti í gæx- tal við Guðlaugu, og sagðist hún hafa farið til Kaupmannahafn- ar 21. júlí sl. ásamt umboðs- manni keppninnar hér á landi, Einari Jónssyni, sem vera átti í dómnefnd keppninnar. Guðiaug átti að vera komin til Istanbul 25. júlí. Skömmu eftir komuna til Kaupmannahafnar barst skeyti þess efnis, að keppninni yrði’ frestað til 10. ágúst.Þar sem ekki þótti táka því að Guðlaug Guðlaug vonast nú til að komast til Istanbul í október,. en það fer að vísu allf eftir því, hvort ekki verði þar önnur færi heim í xnillitíðinni, bjó hún áfram í Kaupmannahöfn á Pal- ads-hóteli. - Að lokum bárust svo þær fréttir, að fegurðarsamkeppn- inni yrði' frestáð fram í októ- ber. Hafði nú Guðlaug verið í Kaupmannáhöfn í rúmar þrjár vikur, og beðið eftii' því að kom ast til Istanbul. stjórnarskipti, og þar komizt að önnur stjórn, sem hefur á móti fegurðarsamkeppnum í landi sínu. Guðlaug er 21 árs gömul? fal- leg og býður af sér góðan þokka. Áður eix hún lagði af stað ti'l keppninnar, vann ihún hjá Sam bandinu og mun hún hefja vinnu þar aftur, en hennar draumur er að verða f lugfreyja. Hún varð nr. 4 í síðustu fegurð arsamkeppni, og var þessi ferð verðlaunin, sem hún fékk. Leiðrétfmg BLAÐIÐ hefur verið beðið a3 leiðrétta misskilning, sem frara k.om í viðtali' við foreldra Sig- ríðar Geirsdóttur, fegurðar- drottningar íslands. ViðtaliS birtist 14. ág. sl. Þar sagði, að Sigríður hefðl verið arfleidd að húseigninni Lokastíg 25 — ásamt systur sinni. Þetta er rangt. Stúlka, al- gjörlega óskyld Sigríði, var arf- leidd að helming húissins, öllum innanstokksmunum og lausafé gömlu konunnar, sem þarnst bjó og átti 'húsið. Stúlka sú heitir Þórunn Guð-« rún Símonsen. Önnur villa slæddist líka inö í þessa grein, — en annars eðl- is. Hafði orðið línubrengl á ein- um stað. Átti að vera: — Þau sögðu, að S- hefði ver- ið ákaflega dugleg og kostað si'g sjálf ... o. s. frv. Línan, sem hér er feitleti’uð, kom á skökkum stað í grein- inni. oosiysmga i mi í húsin við Hvassaleiti 11—23 ásamt teikir inga má vitja í skrifstofu Gísla Halldórssonarj verkfræðings, Hverfisgötu 50 gegn kr. 50.00 skilatryggingu. j Tilboða er óskað fyrir 25. þ. m. Gísli Halldórsson, verkfræðingur. J 2 19. ágúst 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.