Alþýðublaðið - 03.09.1960, Side 3

Alþýðublaðið - 03.09.1960, Side 3
ærri ■ Pósti og síma FÆRRI slys og rekstrar hafa orðið það sem af er árinu hehl- ur en á sama tímabili í fyrra. Stafar þetta fyrst oe fremst vegna miklu betri akstursskil- yrða, sem verið hafa í hinu góða árferðj nú. Umferðardeild rannsóknar- lögreglunnar hafði' alls fengið 1164 árekstra til meðferðar m’ið að við daginn í gær, og er það nokkru færra en í fyrra. í þess- um árekstrum hafði einn btðið ibana, en alls höfðu sex dauða- slys orðið á sama tímabili 1959. Slasazt höfðu nálægc 130 manns meira og minna f þessum á- rekstrum. Yfir 30 manns hafði Ien.t í á- rekstrum ölvaðir við akstur og nokkrir höfðu verið teknir öku- réttindalausir I Tölurnar hér að framan eru miðaðar við mál, sem hafa komið til meðferðar rannsókn- arlögreglunnar í Reykjavík. At- ;hygli skal vaki'n á því, að fjöl- ! margir árekstrar koma ekki til kasta lögreglunnar, heldur gefa ^ ökumenn skýrslur beint til tryggingafélaganna. Framh’ald af 1. síðu. um, en síðan fengið upphæð- ina endurgreidda erlendis í gjaldeyri. HÁAR INNSTÆÐUR Samkvæmt þeim upplýs- ingum, er Alþýðublaðið befur fengið, voru innstæður póst- og símamálastjórnarinnar er- lendis þessar í árslok 1958: 2300 sterlingspund, 18700 kr. danskar, 9500 kr. norskar, 6200 sænskar krónur og 28.700 dollarar. Miðað við núverandi gengi er þetta rúm 1% milljón ís- lenzkar krónur. í árslok 1959 voru innstæðurnar þessar: 5400 sterlingspund, 6800 kr. danskar, 2200 kr. norskar, 11000 kr. sænskar og 22000 dollarar. I íslenzkum krónum er þetta álíka há upphæð cða rúm IV2 milljón króna. ENGU SKILAÐ. Af þessum miklu gjaldeyr isinnstæðum hefur póst- og símamálastjórnin engu skilað l/'ft gj aldeyrisyfirvaldan-n/i j ! Einhverjar innstæður munu hafa verið tilkynntar gjald- eyrisyfirvöldunum og gjald- eyriseftirlitinu því kunnugt um, að póst- og símamála- ÞAÐ var um 'allar jarðir í Reykjavík í gær, Hjálp- ræðishersfólkið. Það var merkjasöludagur Hersins, en hann á sem kunnug er um þessar mundir 65 ára starfsafmæli á íslandi. Hér er ein herkonan við söl- una. Myndin er tekin í miðbænum. stjórnin hefur safnað gjaldeyr- isinnstæðum í bönkum erlend- is án þess að sendar hafi verið nokkrar sundurliðaðar skýrsl- ur til gjaldeyrisyfirvaldanna. EYTT AF INNSTÆÐUM. Einhverju af innstæðunum hefur verið eytt í þágu póst- og símamálastjórnarinnar, svo sem þegar pósthúsinu í Reykja vík var breytt, og hefur þá verið sótt um innflutnings- leyfi fyrir þeim vörum, er keyptar hafa verið inn fyrir gjaldeyrinn. En það er eins og gjaldeyrisyfirvöldunum hafi ekkert þótt athugavert við það þó póst og símamálastjórnin ætti stórar innstæður erlend- is og ráskaðist með þær án þess að gera nokkur skil til bankanna! GJALDEYRISBRASK I STOFNUNINNI. En þá er eftir að skýra frá þeim þætti málsins, er snertir meðferð gjaldeyrisins hér inn- an lands, í stofnuninni sjálfri. Póst- og símamálastjórnin fær, talsvert af greiðslum fyrir frí- merki er fara til útlanda, í seðlum. Menn skyldu ætla, að þessum gjaldeyri hefði verið skilað í bankana, en svo var ekki. A. m. k. var ekki skilað krónu árin 1958 og 1959. Núverandi póst og símamála stjóri, Gunnlaugur Briem, keypti megnið af þessum gjaldeyri sjálfur með aðeins 55% álagi, þegar aðrir menn, er fengu gjaldeyri til einka- þarfa, b. e. ferðamannagjald- eyri, urðu að greiða 101% á- lag. Árið 1958 keypti póst og símamálastjóri með þessum hætti gjaldeyri fyrir Í5.700 kr. ísl. En með 101% álagi hefði sá gjaldeyrir kostað rúmar 20.000 kr. Árið 1959 keypti póst og símamálastjóri með sama hætti gjaldeyri fyr- ir 26.500 kr. En með 101% á- lagi hefði sá gjaldeyrir kostað rúmar 34 þús. kr. Einhvérjir aðrir starfsmenn póst og SÍma málastjórnarinnar munu einn ig hafa fengið keyptan gjald- eyri með þessum ágætu kjör- um, en allur mun þessi gjald- eyrir hafa farið í gegnum hendur Egils Sandholts póst- ritara. Samkvæmt upplýsingum blaðsins mun það hafa tíðkazt áður í stofnuninni, að slík g j aldeyrisverzlun, sem hér hefur verig lýst, hafi átt sér stað. Vafalaust mun gjaldeyr- iseftirlitinu hafa verið kunn- ugt um „e'nhverjar innstæð- ur“ pósts og síma erlendis. En sú vitneskja leysir stofnunina ekki frá þeirri skyldu, að skila bönkunum umræddum gjald- eyri og senda gjaldeyrisyíir- völdunum sundurliðaðar skýrslur um hana. INNBROT var fiarmið í fyrri- nótt í Sendibílastöðina hf. að Borgartúni 21„ Þjófurinn hafði rótað mikið til og skemmt | leit að fjármunum. Stolið var um 5 þúsund krón- um. Málið var til rannsóknar í gær. Úrum stoiið INNBROT var framið í úra- og skartgripaverzlun Magnúsar Ásmundssonar, Ingólisstræti 3, í fyrrinótt. Þaðan var stolið 17 karl- og kvenúrum að verðmæti um 20 900 krónur. í gæmorgun þegar starfsfólk mætti til vinnu kom í ljós, að þjófar höfðu lá'cið greipar sópa um sýningarkassa verzlunarinn ar Stolið hafði veriö 10 kari- mannsúrum og þrem kvenúrum. Úrin eru metin á um 20 900 krónur. Þau voru af gerðunum Roamer, Pierpont, Pal, Kulm, Svalan og Mira, gullhúðuð og úr stáli. i Þjófuri'nn eða þjófarnir höfðu farið inn í verzlunina bakdyra- megin. ÞORÐUR á Sæbóli hefur sem kunnugt er undir höndum brúsa, sem fyrir skömmu var fullur af ni- kótini, Þessi brúsi hvarf hér á dögunum oe olli það nokkrum úlfaþyt, þvf í honum var nægilegt eitúr til að drepa áttatíu þús- und manns. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu var brúsanum skilað strax, þegar út- varpið hafði lýst því, hver ógnvaldur þetta óblandaðla nikótín var í raun og veru. En þar með er sögu nikó- tinsins ekki lokið. Nú um helgina var Þórður á Sæ- bóli staddur í Reykjavík einhverra erinda, Fékk hann þá milt aðsvif og mun hafa gleymt sér and- artak. Var þá brugðið við og fenginn sjúkrabíll, sem flutti Þórð heim. Engin skýring hefur fengizt á að- svif} Þórðar, sem er hraustmenni, önnur en sú, að hann var að úða grös sín með nikótini, áður en hann brá sér bæjarleiðina. Alþýðublaðið — 3. Sept. 1960 J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.