Alþýðublaðið - 03.09.1960, Blaðsíða 14
Hagsmunamál Saunþega
Framhald af 4. síðu.
gerðar á greiðslu útflutnings-
bóta og sú venja komizt á að
taka tillit til gildandi kaup-
gjalds við ákvörðun bótanna.
Atvinnurekendur hafa því get
að reiknað með því, að þeir
þyrftu í raun og veru ekki að
greiða hið hækkaða kaupgjald
. sjálfir, nema í lengsta lagi
þangað til upphæð bóta yrði
ákveðin næst. Við ákvörðun
verðlags hefur og sú hefð
skapazt að taka tillit til raun
verulega greidds kaupgjalds.
Nú er bótakerfið úr sögunni.
Atvinnurekendur vita, að inn
á bá braut verður ekki haldið
aftur. Nú yrðu þeir að gréiða
kauphækkun af tekjum sínum
og geta enga von átt á, að fá
Rauphækkunina endurgreidda
í hækkuðum bótum. Þeir vita
líka, að það er stefna ríkis-
■stjórnarinnar að leyfa ekki
hækkun verðlags innan lands
til þess að mæta kauphækk-
unum, því að með því er í
raun og veru allur almenn-
ingur látinn borga kauphækk
unina, en ekki atvinnurekst-
urinn. Þetta er alveg nýtt við
horf, tilkomið vegna stefnu-
braytingar ríkisstjórnarinnar
í efnahagsmálum. Vegna
þeirra miklu og sérstöku erf-
iðleika, sem steðjað hafa að
útflutningsatvinnuvegunum
nú í ár og ég hefi þegar getið
um má búast við því, að af-
staða atvinnurekenda verði
nijög ákveðin og þeir telji sér
með öllu ófært að standa und-
ir nokkurri kauphækkun af
cigin rekstrartekjum. Hætt er
því við, að vinnudeilur yrðu
hárðar og langvinnar. u,
^ ( Þegar höfð er hliðsjón af
‘pessu, virðist einsætt, að sú
stefna sé ekki aðeins þjóð-
'hollust, heldur einnig skyn-
samlegust frá sjónarmiði Jaun
þegasamtaka n na sjálfra, að
bíða átekta og gefa ríkis-
stjórninni tækifæri til þess að
glíma í friði við þann vanda
að verja Iaunþega viðbótar-
kjaraskerðingu vegna þess á-
falls, sem útflutningsatvinnu-
vegirnir hafa orðið fyrir, og
reyna að tryggja, að kj’ara-
skerðingin verði ekki meiri
cn áætlað var, að hún þyrfti
að vera. Skynsamir menn
hljóta að skilja, að nú við nú-
verandi kringumstæður, þegar
tekjur af útflutningsviðskipt-
unum hafa minnkað jafn gífur
lega og átt hefur sér stað, get-
ur Iaunþegum í heild ekki orð-
ið raunveruleg kjarabót að
hækkun kaups í krónum. Allt
virðist hins vegar benda til
þess, að það sé að takast að
]eggja heilbrigðan grundvöll
hér innanlands að traustu
fjármálakerfi og arðbærum
fi amleiðsluháttum. Þá mun
þjóðarframleiðslan vaxa á
næstu árum og þá munu skap-
-ajt skilyrði til raunverulegra
kjarabóta, sem ekki aðeins
munu vegna upp þá kjara-
skerðingu, sem þjóðin verður
fyrir í ár, heldur einnig gera
betur.
Allir hafa nú verk að vinna
og öll framleiðslutæki eru
hagnýtt til hins ýtrasta. Ef
okkur tekst að koma gjaldeyr-
ismálum okkar á réttan kjöl,
eins og allt virðist benda til,
að okkur sé að takast, þá mun
hagnýting framleiðslutækj-
anna verða hagkvæmari en
áður og nýting gjaldeyris-
tekna betri, svo að það mun
leiða til raunverulegra kjara-
bóta. Ef okkur tekst jafnframt
að bæta tækni- og rekstrar-
hagkvæmni í atvinnuvegun-
um, þá hefur það hliðstæð á-
hrif. Á því ætti því enginn
vafi að þurfa að leika, að á
næstu árum ættu að vera skil-
yrði til raunverulegra kjara-
bóta á ný. En þó getur það
því aðeins orðið, að verð-
bólguhjólið fari ekkj á stað
aftur. Ef það gerðist, væri
öllum grundvelli kippt undan
uppbótum og framförum. Ef
nú yrði almenn hækkun kaup
gjalds í landinu samtímis því
að tekjur þjóðarinnar af út-
flutningsframleiðslu hennar
stórminnka, þá er þar um aug
Ijósa verðbólguþróun að
ræða. Það er því ekki aðeins,
að launþegasamtökin ættu að
forðast að stuðla að slíku, held
ur er það að réttu lagi bein-
línis eitt brýnasta hags-
munamál þeirra að koma í
veg fyrir slíkt. Launþegar
gætu aldrei grætt á því.
Kveöja
Framh. af 2. síðu.
átti hann og sæti sem fulltrúi
Vals í ýmsum sameiginlegum
nefndum og ráðum fyrir íþrótta
hreyfinguna, m. a. var hann
fulltrúi Vals í KRR og formað-
ur þess um skeið. Þá átti hann
mikinn þátt í starfsemi ÍBR og
mótun þess í byrjun ásamt öðr-
um og var formaður bandalags
ins um tíma.
Kvæntur var Ólafur Láru
Hannesdóttur, mikilhæfri ágæt-
iskonu, sem látin er fyrir nokkr
um árum, þau áttu tvö börn, —
Sigiired og Margréti', sem bæði
eru uppkomin. Er þeim, sem
svo óvænt og skyndilega verða
að siá á bak elskandi föður, og
öðrum skyldmennum og tengda
fólki Ólafs færðar innilegar sam
úðarkveðjur, um leið og honum
er þakkað, að leiðarlokum, sarn-
starf og vi'nátta liðinna ára.
Útför Ólafs er gerð { dag íra
Fossvogskapellu.
Einar Biörnsson.
Eignamenn gætu hagnast á
því og þó einkum og sér í
la.g'i iskuSdalkó'ngak. En það
er ekki hlutverk launþega-
samtakanna að gæta hags-
muna þeirra. Það eru ótví-
ræðir hagsmunir allra laun-
þega, að sú tilraun, sem verið
er að gera til að stöðva verð-
bólguna, heppnist. En ef það
á að takast, verður almenn
kauphækkun að bíða, þangað
til aukin þjóðarframleiðsla
getur staðið undir henni.
Knattspyma
Framhald af 10. síðu.
Sýndi Bjarni mikinn dugnað
og snerpu. Einnig var Hreiðar
mjög virkur í vörninni; sömu-
leiðis átti Björgvin góðan leik.
Þá fór Jakob Jakobsson vfir
í landsliðið á síðustu stundu, í
stað Ellerts Shram, sem reynd-
ist óvígfær er til kom, og Krist-
inn Gunnlaugsson kom í stað
Árna, eins og fyrr segir. En
þeir báðir, Jakob og Kristinn
áttu upphaflega að leika með
Pressunni.
Ingi Eyvinds dæmdi leikinn
og gerði það vel. -— EB.
Vegalagning
Grafar.nesi, 30. ágúst.
(St. H.).
TÍÐ hefur verið mjög góð í
sumar hér um slóðir og hafa
bændur almnent náð miklum
og góðum heyjum. Mikið hefur
verið unnið að jarðabótum, t. d.
hefur skurðgrafa verið lengi að
störfum.
Langt er komið vegalagningu
í sambandj við hina nýju bru
yfir Mjósund. Er búizt við, að
vegurinn komist í samband ein-
hvern tímann í haust.
Verið er að grafa fyrir nýjum
veig frá Búlandshöfða áleiðis ti;
Grafarness. Á að vinna að þvi
að jafna uppmokstri undir veg-
inn næstu daga.
Síldarbátarnir eru allir komn
ir heim Útkoman var frekar
Iéleg hjá þeim, sá hæsti með um
27 þús. kr. hlut.
Atvinna hefur verið næg hár
í sumar. Nokkrar trillur hafa
róið og fiskað sæmiiega. Hefur
fiskurinn verið fiattur og saít-
aður
Þingvallafundur svonefndur
var haldinn hé - á laugardaginn.
Var hann frekar fámennur.
Þökkum innilega öllum nær og fjær auðsýnda. samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför
VILHJÁLMS JÓNSSONAR
Miðhúsum, Grindavík.
Jóhanna Bjarnadóttir o-g börn hins látna.
laugardagur
Siyaavarösioiai,
er opin allan soiarhrlngiim.
Læknavörður fyrir viíjanir
er á sama stað kl. 18—8. Síml
15030.
o -...— ■ •
Gengisskráning 15 ág. 1960.
Kaup Sala
£ 107,07 107,35
US $ 38,00 38,10
Kanadadollar 39,17 39,27
Dönsk kr. 551,70 553,15
Norsk kr. 533,40 534,80
Sænsk kr. 736,60 738,50
V-;þýzkt mark 911,25 913,65
o . ■ o
Þegar búfé er, slátrað,
skal þess gætt, að ein skepnan
horfi eigi á slátrun annarrar
og að þær skepnur, sem til
slátrunar eru leiddar, sjái
ekki þær, sem þegav hefur
verið slátrað. Skal í slátur-
húsum vera sérstakur bana-
klefi. Reglugerð um slétrun
búfjár er núiner 21 frá 13.
apríl 1957. — Sambar.d Dýra-
verndunarfél. íslands
Ríkisskip.
Hekla fer frá R •
vík kl 10 í kvöld
til Norðurlanda.
Esja er á Vest-
fjörðum á suður-
leið Herðubreið
fór frá Rvík í gær austur um
land í hringferð. Skjaldbreið
er í Rvík. Þyrill er í Rvík.
Herjólfur fer frá Vestmanna-
eyjum í dag til Þorlákshafnar
og- aftur frá Vestmannaeyjum
í kvöld til Reykjavíkur.
Skipadeild SlS.
Hvassafell ér á Flateyri.
Arnarfell fer í dag frá Gdansk
áleiðis til Riga og Málmeyj-
ar. Jökulfell er í Keflavík.
Dísarfell fer frá Reyðarfirði í
dag til Hornafjarðar. Litla-
fell er væntanlegt til Rvíkur
á morgun Helgafel fer i dr.g
frá Gdynia áeiðis til Riga og
Rvíkur. Hamrafell er í Ham-
borg
Jöklar.
Langjökull er á Patreks-
firði. Vatnajökull er í Lenin
grad.
Eimskip
Dettifoss fór frá Rvík 30/8
til New York. Fjallfoss fór
frá Rotterdam í gær til Rvík-
ur, Goðafoss fór frá Osló í
gærkvöldi til Rotterdam. Ant
werpen, Hull, Leith og Rvík-
ur. Gullfoss fer frá Khöfn á
hádegi í dag til Leith og R-
víkur. Lagarfoss fór frá Kefla
vík 25/8 til New York.
Reykjafoss fór frá Rvík í
morgun til Akr.aness, Stykkis
hólms, Akureyrar, Siglufjarð
ar og Austfjarðahafna og það
an til Dublin, Árhus, Khafn-
ar og Ábo. Selfoss fór frá R,-
vík í gærkvöldi til ísafjarðar,
Flateyrar og Akraness. Trölla
foss fór frá Rotter.dam í gær
til Hamborgar og Rostock.
Tungufoss kom til Reykjavik
ur 31/8 frá Hamborg.
C:
m
?;»:<<•»»»»:•»
Flugfélag
íslands.
Millilandaflug:
Gullfaxi fer til
Gasgow og K.-
hafnar kl. 8 í
dag. Væntanleg-
ur aftur til R.-
víkur kl. 22.30 x
kvöld. Flugvél-
in fer til Glas-
gow og Khafn-
ar kl. 8 í fyrramálið. Hrím-
faxi fer til Oslóar, Khafnar
og Hamborgar kl 10 í dag.
Væntanlegur aftur til Rvíkur
kl 16.40 á morgun. Innan-
landsflug: f dag er áætlað að
fljúga til Akureýrar (2 ferð-
ir), Egilsstaða, Húsavíkur,
ísafjarðar, Sauðárkróks,
Skógasands og Vestm.eyja (2
ferðr). Á morgun er áætlað
að fljúga til Akureyrar (2
ferðir), ísafjarðar, Sigiufjarð
ar og Vestmannaeyja
Loftleðir.
Leifur Eiríksson er vænt-
anlegur kl. 6.45 frá New
York. Fer til Osló og Helsing-
fors kl. 8.15. Edda er væntan-
leg kl 19 frá Hamborg, K.-
höfn og Gautaborg Fer til
New York kl. 20.30. Leifur
Eiríksson er væntanlegur kl.
1.45 frá Helsingfors og Osló.
Fer til New York kl. 3.15.
Leiguflugvél Loftleiða er
væntanleg kl. 3 frá Helsing-
fors, fer til New York kl. 4.30.
Pan American flugvél
kom til Keflavíkur í morg-
un frá New York og hélt á-
leiðis til Norðurlandanna.
Flugvélin er væntanleg aftur
annað kvöld og fer þá til New
York.
messur
Dómkirkjan: Messa kl 11
f h. Séra Árelíus Níelsson.
Hallgrímskirkja:. Messa kl.
11 árd. Séra Jakob Jónsson,
Ræðuefni: Orð þitt, orð ná-
ungans, orð Guðs.
Langholtsprestakall: Messa
í Dómkirkjunni kl. 11 Séra
Árelíus Nleisson.
Laugarneskirkja: Messa kl.
11 f. h. Séra Garðar Svavars
son
Fríkirkjan: Messa kl. 2. Sr.
Þorsteinn Björnsson.
Hafnarfjarðarkirkja: Messa
kl. 10 f h Séra Garðar Þor-
steinsson.
12.50 Óskalög
sjúklinga. 19
Tómstundaþátt-
ur barna og ung
linga. 20.30 ísl.
tónlist: Sönglög
eftir Sigfús Hall
dórsson. 21.00
Leikrit: „Kom
inn!“ eftir Helge
Krog. Leikstjóri
Lárus Pálsson
21.50 Tónleikar'
22.10 Danslög.
LAUSN HEILABRJÓTS:
LAUSN líEILABRJGTS:
Þau voru tvö af þríbur-
um.
M 3. sept. 1960 — Alþýðublaðíð