Kirkjublaðið - 01.05.1892, Blaðsíða 1

Kirkjublaðið - 01.05.1892, Blaðsíða 1
mánaðarrit handa íslenzkri'alþýðu. II KEYKJAVÍK, MAÍ 1892. 6. Þrennskonar frækorn. Eitt lítið frækorn fólgið er í fylgsnum jarðarinnar; í fyrstu lágt það leynir sjer, en leitar hæðarinnar. Og yaxa sje jeg voldugt trje, hve víða greinar skyggja! Und greinum þeim opt hjer í heim sjer hreiður fuglar byggja. Eitt lítið frækorn fólgið er í fylgsnum mannlegs hjarta; þá gróðursett er Guðs orð hjer, þá grær upp trúin bjarta. Guðs skilningstrje þar gnæfa’ eg sje, þess greinar lýsa’ og skyggja. Und greinum þeim hjer Guðs í heim sjer Guðs börn laufsal byggja. Eitt lítið frækorn fólgið er í fölvum grafarbeði; með sorg því niður sáð er hjer, en síðar upp með gleði vex lífsins trje, þess lim jeg sje þá lýsa’ en ekki skyggja. Und laufsal þeim í ljóssins heim Guðs lifandi’ englar byggja. v. B.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.