Kirkjublaðið - 01.05.1892, Blaðsíða 1
mánaðarrit
handa íslenzkri'alþýðu.
II
KEYKJAVÍK, MAÍ 1892.
6.
Þrennskonar frækorn.
Eitt lítið frækorn fólgið er
í fylgsnum jarðarinnar;
í fyrstu lágt það leynir sjer,
en leitar hæðarinnar.
Og yaxa sje jeg voldugt trje,
hve víða greinar skyggja!
Und greinum þeim opt hjer í heim
sjer hreiður fuglar byggja.
Eitt lítið frækorn fólgið er
í fylgsnum mannlegs hjarta;
þá gróðursett er Guðs orð hjer,
þá grær upp trúin bjarta.
Guðs skilningstrje þar gnæfa’ eg sje,
þess greinar lýsa’ og skyggja.
Und greinum þeim hjer Guðs í heim
sjer Guðs börn laufsal byggja.
Eitt lítið frækorn fólgið er
í fölvum grafarbeði;
með sorg því niður sáð er hjer,
en síðar upp með gleði
vex lífsins trje, þess lim jeg sje
þá lýsa’ en ekki skyggja.
Und laufsal þeim í ljóssins heim
Guðs lifandi’ englar byggja.
v. B.