Kirkjublaðið - 01.05.1892, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 01.05.1892, Blaðsíða 15
95 Dálítil bending barst Kbl. núna meö aprílpósti frá Hjörleiíi prófasti Einarssyni á Undirfelli, sem fer alveg í sömu átt og greinir þeirra sjera V. B. og prestanna þriggja í síðasta tölubl. Sjera Hjörleifur mótmælir þeim áburði, að kristindómur kirkjuíjelags Vestur-íslendinga sje allur annar, en bjer heima, og í annan stað hvetur hann innilega til að styrkja hinn fyrirhugaða skóla þeirra, án þess þó að sleppa kristniboðshuginyndinni: »Baráttu bræðra vorra þar vestra megum vjer með engu móti láta afskiptalausa. Þeirra sigur er vor sigur. Þeirra ósigur vor ósigur. I anda erum vjer eíiaust allir með. En vjer verðum að gjöra meira. Vjer verðum að vera með í verki. Vjer verðum að láta það ásannast í verkinu, að vjer viðurkennum, að þeirra vel- ferðarmál sje vort velferðarmál. . . . Sómi vor liggur við að vjer gjörum þetta nú þegar. A næsta sumri vonast jeg eptir, að þetta mál komi til umræðu á öllum hjeraðsfundum á landinu, og að menn verði þar kosnir í hverju prestakalli til að gangast fyrir því . . . . . . En gleymum ekki kristniboðinu. Það er ekki hætt við, að vjer höfum oí mörg járn í eldinum, þegar um kristilegan kærleika er að ræða». Tveir mannsaldrar þrítugir hafa nú liðið yíir sjera Hjörleif, en hann er þó kannske vor yngstur í kristilegum áhuga. Jeg get eigi bundizt þess að taka upp nokkur orð úr brjeíinu, sem fylgdi bend- ingunni: «Orð eru að visu til alls fyrst, en svo þarf að fylgja á eptir verknaður, framkvæmd, starfsemi, dugnaður. Eyrir eintómar ráða- gjörðir erum vjer búnir að verða oss of lengi til minnkúnar. All- ur dráttur skaðar og skemmir stórkostlega. Það verður að slá járnið glóandi úr eldinum. A hinn bóginn hefði alþýða manna á- kaflega gott af því að fá að hugsa um eitthvað annað, en að slá því föstu, að hún geti ekkert». ------38S------- Um smáritasjóðinn (sbr. Kbl. II. 2.) skrifar sjera Þorvald- ur Bjarnarson áMelstað: <Já og vel á minnzt um smáritasjóðinn; 18G5 var hann í hönd- um Wolters nokkurs, er bjó í Stormg. nr. 9, að mig minnir; þá var prentað á kostnað sjóðsins rit Aonii Palearii: «Um velgjörning Jesú Krists hins krossfesta kristnum mönnum til handa». Ham- merich heitinn, kennari minn, vísaði Wolter á mig til þess að þýða eitthvað íyrir smáritaíjelagið«; þá var þettaritekki alls fyrirlöngu fundið og þýddi jeg það. Sjera Ólafi sál. Pálssyni vorú send um 50 eintök, og sagði hann mjer, að þau hefðu brátt gengið út, og sendi hann agentinum andvirðið, mig minnir 1869. Þetta veit jeg síðast um hjerlend skipti við þennan ráðsmann sjóðsinsn Sjera Þorvaldur gefur þessa skýrslu til þess að auðleitaðra mætti verða að sjóðnum, og sjerstaklega því til sönnunar, að sjera

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.