Kirkjublaðið - 01.05.1892, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.05.1892, Blaðsíða 2
82 Kafli ur kirkjuvígsiuræðu, fluttri við Hagakirkju 24. sd. e. trt. 1891. Eptir síra Olaf Olafsson í Guttormshaga, . . . . Uppi yfir hverjum kirkjudyrum ætti að standaletr- uð þessi alvarlegu orð Drottins vors: »Ekki munu allir þeir, sem til mín segja: herra, herra, koma í himnaríki«; því þó að það sje mikilsvert, að menn komi í kirkjuna, þá er samt hitt meira vert, hvernig menn koma þar. Það eru ávaxtarlausar kirkjugöngur og blessunarlaus guðsþjónusta, sem skapast eingöngu af gömlum vana án þess að menn finni hjá sjer innvortis hungur og þorsta eptir guðsríki. Það er ekki sönn guðsþjónusta, þó að menn komi til kirkju, ef menn koma þangað með gáleysi, ljettúð og hugsunarleysi, ef menn koma þangað með hje- gómlegum metnaði í hjartanu. Eigi menn að koma á nokkurn stað með sannri auðmýkt í lijarta sjer, eigi menn nokkurstaðar að finna sig sem bræður og systur; þá er það í kirkjunni; það erí kirkjunni fremur en nokkurstað- ar annarstaðar að allir eru jafnir og enginn hefir af neinu að hrósa sjer fram yfir annan. Það er ekki sönn guðsþjónusta, þó að menn komi í kirkjuna, ef menn koma þangað með hjartað fullt af óvild til bræðra sinna, fullt af elsku til heimsins og heimsins gæða, frásnúið kristileg- um kærleiks- og auðmýktaranda; og það er einmitt af vörum þessara manna, að þau orð hafa hljómað og hljóma að kirkjugöngur og opinber guðsþjónusta hafi litla þýðingu og gjöri mönnum lítið gagn. Slíkir menn koma ekki í kirkjuna til að leita að hinu eina nauðsynlega, og því er ekki von að þeir finni það. En hver sá, sem kemur í kirkjuna, með hjartað fullt af lifandi trú, sönnum kær- leika til Guðs og manna og kristilegum auðmýktar og lotningar anda, hann hefir ekki komið og mun ekki koma til ónýtis á þenna helga stað; hann tignar og tilbiður Guð í anda og sannleika, og hlýtur lika þá blessun, sem Drottinn hefir heitið þeim, sem tilbiðja hann af trúuðu hjarta. Jeg vitna í þessu efni undir reynslu yðar, þjer sem elskið Drottin sjálfan, orð hans og hús hans, þjer

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.