Kirkjublaðið - 01.05.1892, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.05.1892, Blaðsíða 13
þau meöul, sem styrkja trúna og efla gubhræðsluna». Jeg spurði liver þessi meðul væru. Því gat það ekki svarað. Þegar jeg hafði sagt því, hver þau væru, þá spurði jeg hvað þau hjetu einu nafni. Ekki gat það heldur svarað því. Þó stendur ofanmáls út allarx kapítulann: «Sjöundi kapítuli— um náðarmeðulin». Ekki gat það heldur svarað spurningunni: «Hver er náungi þinn?« og þar af leiðandi vissi það heldur eigi hvað það var, að «bera umhyggju fyrir sálu, líkama og tímanlegri velferð náungans». Þetta var nú iðnasta og samvizkusamasta barnið í skólanum. Það sagði mjer með tárin í augunum, að það hefði aldrei verið spurt xit úr íreinni grein í kverinu; aldrei hefði annað verið heimt- að, en það kynni reiprennandi utan að. Og því takmarki hatði það líka náð. Þetta er víst ekki eins dæmi. Það sagði mjer enn frem- ur, að það hefði opt óskað þess, að þetta kver hefði aldrei verið til. því að öllum börnunum i skólanum dauðleiddist það. «kvertím- arnir væru langleiðinlegustu tímarnir». Já, jeg man eptir því, að jeg var barn, man eptir æskureynslu minni í þessum sökum, og því er það, að jeg get eigi annað en vorkennt vesalings börnum, sem gjört er að skyldu að þylja þetta vetur eptir vetur i mörg ár, án þess að þeim sje kennt að skilja nokkuð í því. Hvað getur verið á móti því, að þeim sje kennt að skilja kverið um leið og þau læra það, að svo miklu leyti sem hægt er. Það þarf eixgan guðfræðing til að koma greindu barni i skilning um, hver sje náungi þess, og svo er með fleira. Og með- an eigi fást guðfræðingar til þess starfa almennt, að kenna börn- um kristindóm, þá verður þó eitthvað að gjöra. Til hvers eru ail- ar tilvitnanirnar í «Ba'les-kveri« úr því hvorki ritningin í heild sinni nje nýja testamentið er haft við kennsluna? En sumstaðar er svo ástatt, að ritningin er mjög sjaldgæf bók og enda guðsorða- bækur yiir höfuð. En úr þessu mætti og ætti að bæta. Þululær- dómurinn drepur alla námslöngun, í hvaða kennslugrein sem er, hjá þeim hörnum, sem nokkurn hæiileika hafa til að hugsa og skilja. Það er mín reynsla. Hann á hvergi heima, nema ef vera skyldi, þarsem nemendur eiga í hlut, sem ekkert geta skilið,— en hvaða gagn hafa þeir af náminu ? Það, sem prestarnir eiga að gera fyrir sitt leyti, er það, að styðja að því af fremsta megni, að afnema þululærdóm allan í kristilegum fræðum. Og til þess ættu bai'nakennararnir að hjálpa þeim meira en þeir gjöra. Bjarni Jónsson, --------------- Hve mörgu eiga prestar að gefa sig við? í haust skrifaði einn af vorurn fremstu prestum ritstj. Kbl. á þessa leið: 1. fjallskilafundir, 3. rjettahöld, 2. fjárleitir, 4. tjármarkaðir,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.