Kirkjublaðið - 01.05.1892, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.05.1892, Blaðsíða 8
88 ur tortrygg við. Landar í Ameríku standa vel að vígi til að veita hinum andlegu heimslífsstraumum til vor. »Kirkjublaðið* getur máske hvatt hjeraðsfundina til framtakssemi með því að birta útdrætti af gjörðum þeirra, þegar þeir hreyfa einhverju sem i framfaraáttina miðar. Hinir, er eigi væri getið, mundu þá eigi vilja vera lengi eptirbátar. En ágrip af öllum hjeraðsfundagjörðum yrði svo litlu blaði ofvaxið. Þegar hjeraðsfundirnir almennt eru farnir að rækja köllun sína með meira lífi og ósjerplægni (svo sem um aldamótin?) mætti fara að koma á fjórðungsþingum með prestum, og kosnum leikmönnum úr hverju hjeraði jafn- mörgum og prestunum að m. k., t. d. 4 árin sitt í hverj- um fjórðungi, og 5. árið kirkjuþingi fyrir allt landið með kosnum presti og leikmanni, einum eða fleirum, úr hverju hjeraði. Þetta »kirkjuþing Tslands« velur sjer forseta og varaforseta úr flokki presta til næstu 5 ára. Forseti hins islenzka kirkjufjelags, ætti þá að hafa sömu stöðu í kirkju- fjel. sem biskup nú hefir i þjóðkirkjunni. Yrði ætlunar- verk hans að kalla saman kirkjuþingin árlega og »setja« þau, vígja presta o. s. frv. Þessi eða þvílík skipun á kirkiustjórninni hugsa jeg mjer að verði komin hjer á að 20 til 30 árum liðnum, og kirkjan þá orðin laus við öll afskipti ríkisins. Þvi fyr, því betur. En allt er svo seinfært hjer. Verði þetta, hefir áreiðanlega margt annað skipzt um til batnaðar i kirkju- og trúarlífinu, frá þvi sem nú er. — Er þetta ó- sanngjörn »fyrirsetning«? Taki leikmenn þátt í störfnm kirkjuþinganna jafnt prestum, leiðast hin hollu áhrif frá þeim fljótar og betur til alþýðunnar, og fulltrúakosningarnar glæða áhugann og örfa hluttöku almennings i kirkjumálum landsins. Reykjakoti á allra heilagra messu 1891. BJÖBN BJARNARÍSON. Bænarvers um góða dauba-stund. Til þín Guö er bónin blíð bið jeg þig af beitri lund: Lát mig hólpinn lífs um tíð, lika á minni dauða-stund.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.