Kirkjublaðið - 01.05.1892, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 01.05.1892, Blaðsíða 9
Hvers eins æli enda fær, allir þennan festa blund; gef mjer herra hjartakær að hugsa um mína dauba-stund. Mitt skal hjarta svo meb sjer segja ætíð heims á grund: Guð minn Jesú gefhu mjer góða og hæga dauða-stund. Tómda Hallsson (J, o. 1640). (Dr. Jón Þorkelsson í Khöfn heíir sent Kbl.) Endurskoöun á þýöingu biflíunnar. Nú eru senn liðin 30 ár síðan endurskoðuð var þýð- ing biflíunnar á vort mál. Þeir menn, sem unnu að þeirri endurskoðun, voru eflaust einhverjir hinir færustu, sem þá var kostur á, til þess starfa og alþekktir að vand- virkni. Við þá endurskoðun fjekk íslenzki textinn mikla endurbót — meistari Eiríkur Magnússon segir, að textinn hafi verið lagfærður á allt að 5000 stöðum. Endurskoð- un á þýðingu biflíunnar er svo umfangsmikið og vanda- samt verk, að ekki verður ætlast til, að tveir menn háfi getað leyst það af hendi á stuttum tíma, svo einskis sje ábótavant. Eptir skoðun prótestanta getur löggiltur og óhagganlegur texti ritningarinnar ekki átt sjer stað, held- ur lagfæra menn hann eptir því sem þekkingunni fleygir áfram á öllu því, sem að honum lítur; á sama hátt þurfa þýðingar af frummálinu að endurskoðast. og lagfærast við og við. Þurfi að vanda þýðingu nokkurrar bókar, þá er það öllum fremur biflian, sem heflr það orðið að geyma, sem vera á regla og mælisnúra fyrir trú vorri og hegð- un—»ljós á vegum vorum og lampi fóta vorra*. Þýðingin þarf umfram allt að vera nákvæm og fylgja orðum frummálsins, svo sem næst verður lcomist, svo skiljanlegt sje á voru múli; það þarf ekki miklu að muna til þess að meiningin haggist eður krapturinn og kjarn- inn f hugsunarsambandi orða frumtextans missist. Það er gleðileg frjett’, sem stendur í 3. Kirkjublaðinu i fyrra, að þó ekki hafi farið, að undanförnu ávallt, sem bezt um sjóð biflíufjelagsins, þá sje hann samt enn þá

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.