Kirkjublaðið - 01.05.1892, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.05.1892, Blaðsíða 10
90 svo mikill, að menn geti vænt eptir endurskoðun á þýð- ingu biflíunnar; því það er mesta þörf á henni. Það er einnig vonandi, að stjórn biflíufjelagsins láti ekki lengi dragast úr þessu að láta byrja á þessari endurskoðun. Það mundi koma sjer vel, að hin endurskoðaða út- gáfa kæmi út í litlu formi með smáu en skýru letri, og samanburðarinnvitnunum á spássíunum, sem ekki þyrfti að stækka bókina. Kæmi þessi vasa-útgáfa út í fleiri bindum, mætti byrja á henni, þegar búið væri að endur- skoða eitt bindi, og halda svo áfram að gefa út hvert bindi jafnóðum og búið væri að endurskoða það. Þó ekki verði við því að búast, að með þessu verði bætt til fulls úr þeim missi, sem mikið er kvartað yflr, að menn iðki svo lítið iestur heil. ritn., og sje því svo ókunnugir innihaldi hennar, þá er líklegt að þessi vasa- útgáfa gjörði talsvert gagn í þá átt. Bókin yrði hand- hægari og hentugri að hafa með sjer á ferðum, og sam- anburðarstaðirnir mundu verða kærkomnir mörgum, sem hafa áhuga og löngun til að kynna sjer sem bezt og skilja innihaldið; svo yrði þess konar útgáfa hentugri en önnur stærri við biflíulestur með ungmennum í kirkjum og skól- um, og margur mundi velja hana til afmælis- og ferm- ingargjafa. Þess konar vasaútgáfur eru mjög í afhaldi hjá öðrum þjóðum, og mundu einnig vonandi verða það hjer á meðal vor. Á Pálsmessu 1892. J. Outtorm88on. „Um barnauppfræðinguna í kristindóminum“. Skólamaðurinn, sem á brjefkaflann í 4. nr. Kbl. f. á., heíir nú fengið ofanigjöfina fyrir bersögli sína. Mjer þykir nú alveg óþarfi, að vjer skólamenn látum hann standa einn uppi síns liðs. Orð hans eru sönn, enda þótt þau nái eigi tii allra. Orð andmælenda hans ná heldur eigi til allra. En það er tvennt samt, sem jeg finn aö skólam. Annaö er það, að hann segir éigi til sín', og hitt er það, að hann tilfærir ekkert af hinum «mörgu dæmum>, er hann segist þekkja. Hver sá, sem ætlar sjer að lagfæra þaö, sem allur þorri manna 1) Brjefkafli skólam. var tekinn að honum fornspurðum. Ititatj.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.