Kirkjublaðið - 01.05.1892, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.05.1892, Blaðsíða 6
86 er guðshús, enginn á því að nálgast hana eða dvelja í henni nema með hjartanlegri lotningu fyrir himnanna Guði, sem á þessum stað vill frið gefa öllum þeim, sem ákalla hann einlæglega. -------------— Heiðingjakristniboöiö. í síðasta tölublaði Kbl. var þess getið, að skýrt mundi verða frá því, hvernig tiltækilegast væri að haga hlut- töku fslands í heiðingja-kristniboði. Um það vil jeg fara nokkrum orðum. Jeg get verið stuttorður. Málið er of- ureinfalt. Hjer virðast vera tveir vegir fyrir hendi. Ann- ar er sá, að vjer íslendingar, eins og síra Gunnar Gunn- arsson mun hafa viljað, komum á fót íslenzku kristni- boðsfjelagi »undir innlendri stjórn með innlendum sam- skotasjóði til að kosta innlendan mann til kristniboðs á þeim stað hins heiðna heims, sem sjálfum oss kemursam- an um«. En eins og á stendur álít jeg nú þegar ekki takandi í raál að ætla sjer svo stórt, meðan mikið til er ókunnugt um undirtektir og áhuga manna, og þvi vart að treysta á föst og stöðug fjárframlög, sem þó skiptir mestu. Menn þurfa tíma til að átta sig almennt á þessu máli.’ Hinn vegurinn er sá, að sameina sig einhverju öðru kristniboðsfjelagi, auðvitað helzt lútersku, og væri þá að likindum næst að snúa sjer að kristniboðsfjelaginu danska, og hafa svipaðan grundvöll og fyrirkomulag sem það. Væri þá bezt, að 1 hverju prestakalli, eða tveimur, hin- um fámennari, væri stofnuð deild með föstu, árlegu til- lagi, fyrir forgöngu prestsins og annara beztu manna. í hverri deild sjeu minnst 25 menn með minnst 2 kr. árs- tillagi. Svo væri ein aðalstjórn, helzt i Reykjavik eða þar í grennd, sem milliliður milli kristniboðsfjelagsins danska. Gætum vjer svo haft fulltrúa hjeðan, sem ættu heima Kaupmannahöfn og mættu á aðalfundum fjelagsins þarmeð atkvæðisrjetti. Færi nú svo, sem vonandi er -— því ekki efa jeg að prestarnir muni verða fúsir til að taka kristni- boðsmálið að sjer — að hluttakan yrði almenn af hálfu landsins og áhuginn yrði stöðugur og vakandi, þá gæti

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.