Kirkjublaðið - 01.05.1892, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 01.05.1892, Blaðsíða 11
91 af gömlum vana álítur, að eigi þuríi neinnar endurbótar við—hann þarf sannarlega meira aí) gjöra en segja, aö hann »þekki rnörg dæmi«. Hann sannfærir þá ekki með því einu. Hann verður að gjöra svo vel, og sýna þeim þessi sdæmii í ljósri og lifandi mynd. Minna dugar ekki og dugir þó hvergi nærri ávallt. Að öðrum kosti þykjast þeir eigi vita, við hvað hann á. Jafnframt þessu verður hann að sýna, að hann óttast enga mótstöðu, að hann heíir skilið og fylgir djarflega þeirri áminningu, að >framar ber að hlýða Guði en mönnum«. Úr því skólam. tilfærir ekkert dæmi, þá leyíi jeg mjer að til- færa tvö, sem jeg veit að eru sönn. Annað dæmið tek jeg þá af sjálfum mjer. Mjer er enn íljósu og lifandi minni æskureynsla mín í þessum sökum. Þegar jeg var átta ára, þá hatði jeg lært allt »Balles-kver«. En jafnan týndi jeg þvi niður á hverju sumri, svo að jeg varð að læra það af nýju á hverjum vetri upp frá því. Mjer heflr ávallt verið svo var- ið, að jeg hefl aldrei getað raunað það, sem jeg ekkert heíi skilið i, nema þá rjett í svip. Jeg iærði og las upp á víxl öllum vetrum í sex vetur og kunni eigi betur sjötta veturinn, en hinn fyrsta. Aldrei var jeg spurður út úr einni grein heima, og sakir þess, aö jeg var langt frá kirkjustaðnum, þá kom prestur þar aldrei, enda hlakkaði jeg ekki til korou hans, því að búið var nokkrum sinnum að segja mjer, hvernig þá myndi fara fyrir mjer. Ekki þurftiann- að en segja mjer, að hann væri að >húsvitja« og hefði haft við orð að koma á mitt heimili. Þá fjeilstmjer alveg hugur, tók kver- ið og fór út 1 horn að lesa, og margt tár felldi jeg yíir því, að verða að vera í þessari prísund. Á öndverðum síðasta vetri kom loksins presturinn. Hann var á ferð. En hvað jeg óskaði þess bjartanlega, að hann færi fram hjá! En það tjáði nú ekki. Honum var boðið inn og jeg gat eigi undan sloppið þessum óttalega manni. Hafði því líka verið skotið að mjer, að nú fengi jeg makleg málagjöld fyrir alla þrjózkuna við námið. Jeg var nú leiddur fyrir prestinn og var svo skömmustu- legur og utan við mig, að jeg hafði ekki einu sinni rænu á að heilsa honum. Bresturinn klappaði nú á kollinn á mjer og heilsaði mjer að fyrra bragði o'g bað mig að hafa upp fjórar fyrstu grein- arnar í II. kapítulanum. Jeg gjörði þetta, en var þó dálitla stund að finna upphaíið á fyrstu greininni, en úr því var ekki hætt við að mjer skjátlaði. Var jeg þá farinn að halda, að jeg væri slopp- inn og ætlaði að fara að verða hróðugur. En það lór á aðra leið. Prestur tók þá að spyrja mig um það; af hverju Guð het'ði skapað heiminn. Þá datt alveg ofan yflr mig, við þessu hafði jeg ekki búizt. Jeg fór samt, þótt fát væri á mjer, að reyna eitthvað að hugsa, svara einhverju; eptir langa umhugsun þóttist jeg hafa fundið það, hverju svara skyidi og sagði, að Guð hefði skapað heiminn nf moldu! En mjer brá heldur í brún, þegar prestur sagði, að jeg befði svarað rangt, Guð hefði skapað heiminn af engu, skapað hann með almætti sínu. Þetta hafði mjer aldrei til hugar

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.