Kirkjublaðið - 01.07.1892, Síða 5
117
ír, sero málefnið sjálft ekkert mundi grseða á, heldur til
þess, að leitast við að skýra það fyrir almenningi.
Herra próf. hefir lýst því yflr, »að það væri lifandi
sannfæring sln, að oss væri ekki eins áríðandi, að gjöra
neitt nýtt . ., eins og að gjöra með sívaxandi alúð og ár-
vekni það, sem vjer hfifum gjfirt og kirkja vor krefst af
oss«. Og jeg ber alla virðingu fyrir þessu prógrammi
hans. Það er lika mín lifandi sannfæring, og jeg þori að
segja prestastjettarinnar á íslandi yfir höfuð að tala, að
ekkert sje jafnáríðandi fyrir velferð vors kirkjufjelags,
sem að vjer prestarnir vinnum verk vort með alúð og
árvekni, en samt sem áður get jeg ekki betur sjeð, en
að »gívaxandi alúð og árvekni« sje óhætt að færa svo
langt út, að hún gjöri fleira, en vjer höfum gjört og
kirkja vor bókstaflega krefst af oss, og verð jeg að ætl-
ast til þess af próf. í Kjalarnesþingi, að hann frá sínu
sjónarmiði heldur styðji en áfelli hverja eina viðleitni,
sem miðar til eflingar sönnum kristindómi, jafnvel þó sú
aðferð sje við höfð, sem honum ekki fulikomlega geðjast
að. Sjerhver fjelagsskapur innan kirkjufjelagsins, sem
setur sjer það mark og mið, að gjöra menn fyrir Guðs
náð að lifandi limum á Krists líkama, stendur á sama
grundvelli sem kirkjan sjálf. Kirkjan er fjelag. Hennar
drottinn og herra elskar allan andlegan og sannkristileg-
an fjelagsskap, hverju nafni sem hann nefnist. Því marg-
breyttara verkefni, sem fjelagsskapurinn hefir með hönd-
um, því meir sem trúin og verkun hennar, kærleikurinn,
gripur inn í lífið, því fleiri andlegir kraptar, sem komast
í hreyfingu í trúarinnar og kærleikans helga fjelagsskap,
því meir sem straumar þeirra berast inn í daglega lífið,
því betur svarar kirkjan til nafnsins fjelag. Kirkjufjelagið
er enginn fastákveðinn, óhreyfanlegur fjelagsskapur, er
sje dæmdur til að standa í stað í sama formi og með viss-
um hreyfingum, heldur er það sílifandi, starfsamt fjelag,
sem yngir sig sjálft upp með krapti Guðs orðs og anda
á þcirri stundu og með þeim hætti, sem Guðs andi ræður
til og fyrir segir.— »Guðs ríki er ekki nnifalið í orðum,
heldur í krapti». — Kirkjusagan, hin helga saga mann-
kynsins, talar um það á hverju blaði sínu. Straumar tim-