Kirkjublaðið - 01.07.1892, Blaðsíða 15
Nokkrar athugasemdir við ritgjörb
sjera Þorkels Bjarnasonar.
(Eptir bónda í Skagafirði)1.
I Kbl. nr. 4 f. á., hefir sjera Þoikell prestur Bjarnasou skrifað
ritgjörð um trúrækni og kirkjulíf fyr meir. Sumt í ritgjörð þessari
fjell mjer þegar ekki í geð, og vonaði, að einhver yrði til að leið-
rjetta það, en tii þess heíir enn þá enginn orðið, og vil jeg því
biöja yður, háttvirti ritstjóri, að ljá þessum fáu athugasemdum
rúm í blaði yðar.
Presturinn segir, að húslestrar haíi verið rækilega lesnir frá
veturnóttnm og fram að páskum. En honum hef'ði verið óhætt að
segja fram undir uppstigningardag, því það var almennt gjört hjer
í norðurlandi. Pyrst framan af öldinni voru lesnar Sigurhrósshug-
vekjur og sungnir upprisusálmar Steins biskups eptir páskana; svo
vorhugvekjur Stúrms, og sungin Sigurljóð Kristjáns prófasts Jó-
hannssonar, eða þá vorhugvekjusálmar Björns Brandssonar eptir að
þeir komu út 1838.
Þar sem hann segir frá ferðabænalestrinum, heíir honum gleymzt
að geta þess, að þegar bænin var enduð, buðu menn hver öðrum
góðar stundir, ef fieiri urðu samferða; líkt gjörðu sjömenn, þegar
þeir höfðu lokið sjóferðabæninni; þó höfðu þeir það nokkuð öðru-
vísi, þeir sögðu: »Guð geíi oss góðar stundir, skipsmönum, í Jesú
nafni«. Hann nefnir heldur ekki, að ferðabæn haíi verið lesin, nema
þegar menn fóru til kirkju; en það var allt að einu gjört, hvert
sem menn ferðuðust, og margir ferðamenn gjörðu það á hverjum
morgni, þegar þeir lögðu af stað, alla ferðina út.
Hann segir, að flestir fermdir menn haíi verið til altaris einu
sinni á ári. Það er eigi rjett hermt, því í flestum prestaköllum
var hjer alvenja að vera til altaris vor og haust, og hjelzt sá siður
fram undir miðju þessarar aldar. Þá var það einnig sjálfsagt, að
þeir sem fluttu úr sókninni, voru til altaris áður en þeir fóru, og
var þess opt getið í prestsseðlunum.
Að kappræður um trúarlærdóma kirkjunnar hali tíðkast hjer
norðanlands, vissi jeg ekki til, enda mun það hafa verið mjög sjald-
an. En til þess vissi jeg, og var heyrnarvottur að því, að einstöku
menn höfðu stundum þann sið í samkvæmum, að biðja prestana
að skýra fyrir sjer ýmsa biflíustaði, helzt í gamla testamentinu t. d.
hverjir þessir synir guðanna hefðu verið, sem tóku sjer dætur
mannnanna á dögum Nóa. Hvernig ætti að skilja það, að Guð
hefði forhert hjarta Faraós, eða að hann hefði sent illan anda yíir
8ál konung o. fl. Ekki vissi jeg heldur til, að Níels skáldi tíðkaði
kappræður um trúarlærdóma. En ef það kom fyrir, varþað optast
af því, að hann heyrði einhvern rengja bifliuna, því þá var honum
jafnan að mæta, eins og hann sýndi, þegar hann orti Næturfælu á
1) Höf. er eldri maður en sjera Þorkell.