Kirkjublaðið - 01.05.1893, Page 3

Kirkjublaðið - 01.05.1893, Page 3
ísþörf; um slíkt verða jafnan skiptar skoðanir. Uin betra orðfæri en nú er á handbókinni verða allir sammála. Nauðsynlegt er að afla sjer rækilegrar kynningar á sams- konar bókum lúterskra safnaða og tekur allt þetta lang- an tíma. I mínum augum er textafrelsið af stól eitt hið þýðingarmesta atriðið. Vel væri ef einhver fær maður gæti í allrækilegri grein sýnt þýðingu hinna einstöku atriða í messugjörð- inni, mörgum finnst svo tilkomulítið um allt annað en prjedikunina. Vera má að þýða mætti góða grein um það efni, sem Kbl. tæki með þökkum. Bindindismálið hefir alls ekki verið rætt í Kbl., en á dagskrá hefir það komizt við yfirlýsing hinna 50 presta, er telja efiingu og útbreiðslu algjörðs æfibindindis kristi- legt kærieiksverk, er sjerstaklega snerti prestana, og sem þeir því vilja efia með eigin dæmi og í orði og verki. Hefði yfirlýsing gengið á milli prestanna bara um útrým- ing ofdrykkjunnar sem kristilegt kærleiksverk, prestinum samboðið, hefði enginn hikað við að skrifa undir hana, nema ef vera skyldi að þeir hefðu neitað um nafniðsitt, sem hefðu sjeð það fyrir — og sjeð það rjett — að slík yfirlýsing var alveg þýðingarlaus. Það er nokkur hiti í þessu máli, þótt en hafi hann eigi komið opinberlega fram, nema ef vera skyldi á syno- dus síðast. Er það bindindisleiðin eða hófdrykkjuleiðin sem getur bætt ofdrykkjubölið, sem allir verða að kann- ast við? — Svar Kbl. er gefið með undirskript ritstjóra undir yfirlýsinguna. Það heflr verið vitnað í heilaga ritningu í þessu máli og þá jafnframt bent á dæmi sjálfs frelsarans og þá sjer- staklega á kraptaverkið í brúðkaupinu í Kana. Jeg skal iáta það liggja milli hluta, hvort það var áfengt eða ekki, vinið sem Kristur gladdi með brúðkaupsgestina; frásag- an segir alls eigi að gestirnir hafi orðið »ölvaðir«, en öll eðlileg skýring á orðum »forstöðumannsins« hnegist í þá átt, að svo kunni að fara. Það er nóg, að vjer kristnir nienn höfum þá trúarvissu, að frelsari vor gat hvorki tekið þátt i syndsamlegri víngleði nje heldur verið vald- ur að henni.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.