Kirkjublaðið - 01.05.1893, Síða 9

Kirkjublaðið - 01.05.1893, Síða 9
troðna veg. Sárt verður þjer það í fyrstu, en það er sjúkum manni gott, að taka inn læknislyf, þó að þau sjeu beisk á bragðið; svo er það syndugum manni gott að neita sjer um það syndsamlega, sem hanri girnist, þó að það sje þungbært um stund. Þó að margt sje illt að finna í hjarta þínu, þá skaltu aldrei efast um, að þar flnnst líka margt gott — fleira en þú hefir hugmynd um. Ef það væri ekki, gætir þú ekki bætt ráð þitt; en það ber opt lítið á þessu góða. Það liggur í dái á meðan þú þjónar syndinni; en svo, ef þú bætir ráð þitt, ef þú varpar hinu illa burtu, en leggur stund á hið góða, þá kemur það upp — það kemur þá í ljós, að þú átt nægan sjóð af góðu í þínu innsta eðli ef þú styður það, leiðir það fram og lofar því að njóta sín. Ódyggðin yrði aldrei að dyggð, vantrúin aldrei að trú, hatrið aldrei að elsku, ef dyggð, trú og elska er ekki til í hjartanu. En með vilja þínum, bæn og aðstoð Guðs getur þú orðið dyggðugur, trúaður og kærleiksríkur, þó að þig hafi skort allt þetta áður. Það er ekki annað en þú rekur hið vonda burt úi hjartanu, og þá fær hið góða að njóta sín. Þá er það ræktað, eins og það vonda var ræktað áður; þá er það Guð, sem er orðinn herra þíns hjarta, það er hans andi, sem í því starfar, og gjörir þjer lífið að sælu. Svo á það og að vera; til þess hefir Guð skapað þig með hinu góða til í hjartanu, að það fengi að þroskast þar og lifa. Hjarta mitt! — með öllu þvi illa sem í því býr, er það þó hið bezta sem jeg á, það kannist þjer öll við; á nokkurt yðar nokkuð annað betra til i eigu sinni? Nei, munuð þjer svara, en á hverju vitið þjer að svo er? Það skal jeg segja yður: Þjer konnið við það allt það, sem þjer elskið mest. Þegar elskendurnir faðma hvort annað að sjer með brennandi ást — þegar móðirin vefur barn sitt að brjósti sjer með móðurlegum fögnuði — þá verður þeim að kalla þnð, sem þau elska svo heitt, hjarta sitt. Hjartað mitt! er það innilegasta kærleikans orð, sem borizt getur frá manni til manns,

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.