Kirkjublaðið - 01.07.1893, Page 1

Kirkjublaðið - 01.07.1893, Page 1
mánaðarrit handa íslenzkri alþýðn. III RVÍK, JÚLI 1893. 8 Alþingissetningarsálmur 1893. Nú alþing enn vjer setjum á alvarlegri tíð, og hverjir aðra hvetjum, að heyja dagsins strið. Oss enn þá ættjörð kallar tii alþings dýru hallar, að setja lög með dug og dáð og drengskap fyrir fósturláð:,: Vor fátæk fósturjörðin, ó, faðir, treystir þjer, að gjörvöll lagagjörðin að gagni verði sjer. Með lögum land skal byggja og lýðum heillir tryggja, :,: og framför efla, dáð og dug, en deyfð og löstum vísa’ á bug:,: Það enn er allt of víða, sem endurbæta þarf; ó, faðir landa’ og lýða, vort laga blessa starf. Þú einn kannt lög að laga, svo lýðum megi haga, :,: því lögin þín, vor herra hár, æ haldast ný um eilíf ár:,: Oss lát þinn anda leiða, ó, ljóssins faðir, nú og sundrung allri eyða með ást og von og trú. Vorn blessa konung kæra, og kristindóminn skæra :,: lát iýsa yfir land og þjóð, þá lánast mun oss framtíð góð:,: Svo alþing enn vjer setjum í alvalds nafni nú, og enn hver annan hvetjum með ást og von og trú, með lögum land að byggja og lýðum heillir tryggja, :„ og framför efla, dug og dáð, og Drottins byggja allt á náð:,: L. H.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.