Kirkjublaðið - 01.07.1893, Page 4

Kirkjublaðið - 01.07.1893, Page 4
116 nú gildir, þó að það raunar sje vitanlegt, að hún er ekki fremur brotin en mörg önnur lög, sem allir vita að eru brotin, en enginn hreyfir við. Hins vegar er það kunn- ugt, að ýmislegt í helgidagalöggjöflnni er miður frjálslegt, vafa bundið og erfltt viðfangs, þó að heita megi, að hún sje einna sízt úrelt af því, er snertir hina ytri löggjöf kirkjunnar. En hvernig sem þessu er háttað, þá er þetta mál þó komið á dagskrá á undan mörgum öðrum þýð- ingarmeiri kírkjulegum málum, og þarf því að veita því athygli. Það, sem sagt heflr verið með og mót málinu á þingi, má sjá á síðustu þingtíðindum, og þarf ekki að orð- lengja um það. En því heflr, finnst mjer, ekki verið nægilega gaumur gefinn, hvað þjóðin eða söfnuðirnir segðu um þetta atriði, en það skiptir þó miklu; þvi að gefa út lög um slíkt, ef það væri á móti vilja almennings, yrði ef tii vill að eins til tjóns, þótt það í sjálfu sjer gæti verið til bóta. Ilvaða lög eru í útlöndum um þetta efni, er oss alveg óviðkomandi, því að hjer stendur að mörgu leyti allt öðruvísi á. I sambandi við þetta stendur helgidagavinnan og helgidagaskemmtanir. Þar eru skoðanirnar margskiptar, því að sumir álita það mjög saknæmt, sem aðrir álíta alveg ósaknæmt. Flestum kemur þó saman um, að vinna megi öll nauðsynjaverk á helgum dögum; en hvað nauð- synjaverk eru, greinir menn á um. Jeg fyrir mitt leyti álít fieira nauðsynjaverk en almennt heflr verið talið. Það er fleira nauðsyn en matreiðsla og skepnuhirðing og þess konar, sem óumfiýjanlegt er. Það er líka opt nauð- synlegt að ferma og afferma skip, þurka og hirða hey, þurka og hirða fisk og jafnvel róa tii fiskjar á vetrar- vertíðum. Þess konar störf ættu því einnig að vera leyfi- leg á helgum dögum, þó auðvitað með því skilyrði, að það ekki komi í bága við guðsþjónustu kristinna manna. Líkt má segja um skemmtanir, að allar skemmtanir, sem að almenningsáliti eru siðsamlegar og samboðnar kristnum mönnum, ættu að vera leyfilegar á helgum dögum, ef þær ekki trufla guðsþjónustuna. Ef helgidagalöggjöfin er nægilega frjálsleg í þessu til- liti hvorutveggju, þá gjörist þess og síður þörf að fækka

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.