Kirkjublaðið - 02.09.1893, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 02.09.1893, Blaðsíða 2
162 gagna þeim og gleðja þá, sem götu minni hitti’ eg á. Kenn mjer, grundin græna. Sól í aptansvala, mjer síga kenn í dvala, hníga fyrst í húmsins skaut, en hefja’ að morgni nýja braut. Sólin himinsala. V. B. Hinn sögulegi trúverðleiki kraptaverkanna, með sjerstöku tilliti til upprisu Krists. Eptir kandídat Jón Helgason í Kaupmannahöfn. III. En vjer höfum einnig kraptaverk í orðsins dýpstu þýðingu, kraptaverk, sem ómögulega geta verið afleiðing samverkandi náttúruorsaka. Þetta kraptaverk er hyrn- ingarsteinn kristindómsins: upprisa Jesú Krists frá dauð um. Vjer leiðum hjer hjá oss vitnisburð guðspjallanna um upprisukraptaverkið af áðurnefndum ástæðum, að guðspjöllin hafa ekki öðlazt fullkomna viðurkenningu allra, en látum oss nægja vitnisburð Páls postula í hin- uin áðurnefndu 4 stórum brjefum, sem »kritikin« heflr orðið að viðurkenna sem trúverö í alla staði. Og sam- kvæmt þessum brjefum heflr einn af langsvæsnustu áhang- endum Tubinga-flokksins, að nafni Volkmar, orðið að játa, að enginn geti leitt betri söguleg rök að nokkrum við- burði, en Páll postuli að upprisuviðburðinum. »Enginn sögulegur viðburður í heiminum«, segir Volkmar, »er betur rökstuddur en sá, að Jesús hinn krossfesti heflr dýrðlega opinberað sig fyrir lærisveinum sínum. Þetta eitt stendur óhaggað og óhrakið, hvert sem vjer fáum skilið það á einn hátt eða annan, eða vjer öldungis ekki skiljum það«. í fyrra Korintubrjefi, 15. kap., 4.-9. versi, getur postulinn þeirra, er sjeð hafl hinn upprisna Jesúm: fyrst Kefas, þá hinir 12, þá »meir en 500 bræður í einu, er flestir lifa ailt til þessa dags, en sumir eru dánir«, þá

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.