Kirkjublaðið - 02.09.1893, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 02.09.1893, Blaðsíða 5
165 En gröfln hlýtur að hafa verið tóm; annars hefðu mót- stöðumennirnir hlotið að leiða menn þangað, taka fram líkið og með því A einu vetfangi þagga niður þessa »hjá- trú«; því mótstöðumönuunum var það fullkunnugt, að það var einmitt vissan um, að Kristur væri upprisinn, er jók afl og trúarhita hinna kristu. En hvernig var gröfin orðin tóm? Ef óvinir Krists hefðu tekið lík Krist burt úr gröfinni, hefðu þeir varla þagað yflr því, er þeir sáu, að tala þeirra óx dag frá degi, er trúðu því að Kristur væri upprisinn. Vinir frelsarans geta ekki hafa gjört það, því þá hefðu þeir verið svikahrappar á hæsta stigi; en með slika ætlun dirfast varla aðrir að koma fram, en þeir, sem sjálfir eru samvizkulausir svikarar. Þriðji mögulegleikinn er sá, að einhver óþektur maður hafl af óþektum orsökum stolið líkinu og af óþektum orsökum þagað yflr þvi, þótt hann vissi vel, að hann með einu orði gæti hindrað sigurför upprisutrúarinnar, sem þá breiddist óðfluga út um nálæg lönd. Samkvæmt því ætti saga kristindómsins og mannkynsins um rúmar 18 aldir upphaflega að vera verk tilviljunar einnar, þeirrar tii- viljunar, að líkstuldurinn ekki komst upp. Vantrúin má gjarnan leggja trúnað á slíkt, en þá hefir hún heldur ekki neinn rjett, til þess að neita kraptaverkunum í nafni hinnar heilbrigðu skynsemi. Þegar því hjer er að ræða um hinn sögulega trú- verðleik kraptaverkanna hljótum vjer að segja, að hann stendur óhaggaður og óhrakinn, þrátt fyrir allar tilraun- ir mótstöðumanna kristindómsins; og með tilliti til aðal- kraptaverksins, sem er grundvöllur trúar vorrar, hyrn- ingarsteinninn undir kristindómi vorum: upprisa Krists frá dauðum, hljótum vjer að játa, að ómögulegt er að styðja sannleika nokkurs sögulegs viðburðar með betri vitnisburði, en vitnisburði þeim, er Páll ber upprisu Jesú Krist frá dauðum. Hjer er framburður postulans svo ó- hrekjanlegur og augljós hverjum skynberandi manni, að »%'aleysi eitt getur hindrað frá að trúa á kraptaverkin og virkileik þeirra. * * • * Vjer hljótum að halda fast við trú vora á krapta-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.