Kirkjublaðið - 02.09.1893, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 02.09.1893, Blaðsíða 4
164 eigi að upprísa likamlega. Þegar svo ennfremur er litið til áhrifa þeirra á allt líf þessa manns, sem þetta hafði, að hann sá Jesúm lifandi og upprisinn, þá verður því ekki neitað, að betra vitni um virkilegleik upprisu Krists, en Páll postuli er, verður ekki fundið í sögunni. Hin opinberunin var opinberun Drottins »fyrir meir en 500 bræðrum í einu, sem flestir lifa allt til þessa dags, en sumir eru dánir« (1. Kor. 15, 9 v.). Þegar postulinn ritar brjef þetta til Korintumanna er meiri hluti þessara »500 bræðra« enn á lífi. Þeim, sem vildu vefengja orð Páls, var því ekkert auðveldara en að leita upplýsinga þar að lútandi hjá mönnum svo hundruðum skipti, og samgöngurnar milli Jerúsalem og Korintu, eða yfir höfuð milli hinna kristnu safnaða í Gyðingalandi og Grikklandi, voru þá svo greiðar, að slíku hefði vel mátt við koma. Það er því ómótmælanlega víst, að þegar Páll ritar þessi orð árið 58 eptir Kr. fæðing, voru að minnsta kosti 2 til 300 manna á lífi, er vottað gátu, að þeir hefðu á sama stað og tíma sjeð Jesúm hinn krosstesta risinn upp frá dauðum. Hversu fáum vjer skilið þessa opinberun? Sje hjer um ofsjónir að ræða, er eptir að gjöra grein fyrir því hversvegna einmitt þessir menn sáu ofsjónir á sama stað og sama augnabliki! Einstakur maður getur þózt sjá frelsarann án þess að sjón hans sje annað en hugarburð- ur, ofsjón, er stafar frá einhverri taugaveiklun, en að 500 manns á sama stað og tíma þjáist af sömu taugaveiklan- inni, og sjái alveg sömu ofsjónirnar, þess vita menn eng- in dæmi. Að heimta það, að hin heilbrigða skynsemi trúi slíku, er miklu, já hundraðfalt ósanngjarnari krafa, en krafa kristindómsins til hinna kristnu, að trúa upprisu- kraptaverkinu. Og hvernig eigum vjer að gjöra oss skiljanlega sig- urför upprisutrúarinnar, ef upprisan hefir aldrei átt sjer stað! Ekkert hefði þá verið auðveldara fyrir mótstöðu- mennina en það, að sannfæra fólkið um að trú þeirra á upprisuna væri hjátrú ein. Þeir þurftu ekki annað, en fara til grafar Krists, og sýna hinum »hjátrúarfulla« hinn andvana líkama Krists, ef hann hefði legið þar enn þá.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.