Kirkjublaðið - 02.09.1893, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 02.09.1893, Blaðsíða 9
169 en enginn er rjett kjörinn biskup, nema hafi meiri hluta atkvæða, bæði hjá klerkum og leikmönnum, sem kjósa hvorir í sínu lagi. Þessi samkoma hefir og hönd i bagga með brauðaveitingum innan biskupsdæmisins á þann hátt, að hún kýs 2 presta og 1 leikmann i standandi nefnd til þeirra mála. Eigi eru þessir 3 þó einhlítir við veit- ingu, því hver söfnuður kirkjufjelagsins hefir standandi nefndhjásjerúrsinum flokki, 3 leikmenn, sem eru kosnir til 3 ára, til að taka þátt í veitingunni hverjir fyrir sitt presta- kall. Hlutaðeigandi biskup er svo oddamaður og ráða þessir 7 menn veitingunni. Yfir synodum biskupsdæmanna stendur yfirsynodan, sjálft kirkjuþingið (General synod), sem kemur árlega saman og hefir æðsta löggjafar- og dómsvald í öllum kirkjulegum málum. Allir biskuparnir eiga þar sæti og 216 prestar og 432 leikmenn, og eru hvorirtveggju kosn- ir af synodum biskupsdæmum ( hlutfalli við safnaðar- limafjölda hvers biskupsdæmls. Kirkjuþingið kýs svo framkvæmdarvaldið og setur standandi nefndir til yfir- stjórnar með biskupunum. Sem stendur er ofarlega á dagskrá aðskilnaður ríkis og kirkju í Wales, og fær eflaust framgang, hvort sem Gladstone endist aldur til þess eða ekki. Næst búast menn við að rikiskirkjan skozka detti úr sögunni, og úr því búast menn ekki við langlífi fyrir ensku rikiskirkj- una. Það er í sambandi við hreyfinguna í Wales að rætt hefir verið mjög svo rækilega um írsku þjóðkirkjuna í enska blaðinu »Review of the churches*, sem þetta er að miklu leyti tekið eptir. í þessu riti er fylgt þeirriheppi- legu reglu að margir ræða í einu sama málið frá ýmsum hliðum, og af 7 ritgjörðum um þetta efni, er ein sjerstak- lega athugaverð; þar sem einn merkisprestur frikirkjunn- ar greinir i sem stytztu máli löst og kost fríkirkjunnar eptir því sem hún hefir gefist á írlandi þessi 22 ár, og fer hjer á eptir aðalefnið úr grein hans: Fyrst telur höf. hœttur og örðugleika: 1. Fyrsta hættan er festuleysi i sjálfrí kenningunni. Kirkjufundir byggðir á almennum kosningarrjetti geta hæglega blekkzt af einhverri vindbólu tíðarandans. Trú-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.