Kirkjublaðið - 02.09.1893, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 02.09.1893, Blaðsíða 8
168 til skólahalds. Mestur kostnaður er að halda presta í þeim byggðum landsins, þar sem eigi eru nema örfáir meðlimir kirkjunnar á strjálingi innan um katólska menn. Á einum stað syðst á Irlandi er skipaður prestur fyrir 3 prótestantisk heimili og verður hann eðlilega að fá öll laun sín, eða því sem næst, úr sameiginlegum sjóði. Fyrir skilnaðinn höfðu biskuparnir 100—200,000 kr. á ári, en nú eru biskupalaun 30—40,000 kr., sem mun þykja fuMur sparnaður, enda er mikið af þeim heimtað til allrar forustu. Prestar hafa að launum 3—4000 kr. og er talið lítið. Biskupsdæmi voru 12 í landinu þegar skiluaðurinn varð, og hefir fríkirkjan aukið einu við síðan, því að eigi gjörir hún minna úr þýðingu biskupsdæmisins, en systir hennar á Englandi, ríkiskirkjan þar. Öll stjórn írsku fríkirkjunnar byggist á kosningu safnaðarlimanna, og eru þeir þar ólíkt frjálslyndari en í stjórnmálum. Atkvæðisrjett hafa allir (karlmenn), sem telja sig meðlimi kirkjunnar, hvort sera þeir leggjanokk- uð eða ekkert til kirkjulegra þarfa. Allar framlögur eru vitanlega frjálsar gjafir. Oneitanlega veitast mönnum hjer rjettindi án tilsvarandi skyldu, en fríkirkjan hefir þó eigi á sínu 22 ára reynsluskeiði fundið ástæðu til að breyta þessu fyrirkomulagi. Á ársfunðum safnaðanna á hvítasunnunni er kosinn forstöðunefnd, sem stjórnar hinum veraldlegu málum safnaðarins í samráði við prestinn, og aðstoðar hann í öllum hinum andlegu málum og þá sierstaklega í upp- fræðslu ungdómsins. Sunnudagaskólar eru í flestöllum sötnuðum. Hver söfnuður hefir sinn eigin sjóð til kirkju- legra þarfa. Næsta stigið er svo synodan í hverju biskupsdæmi, sem vjer jöfnum til hjeraðsnefndar hjá oss. Þar koma saman árlega, undir forsæti biskups, allir prestar biskups- dæmisins, sem í embætti eru, oghálfu fleiri leikmenn, 2 kosnir úr hverju prestakalli á almennum safnaðarfund- um, kosning stendur til 3 ára, og kjörgengir eru þeir einir sem eru til altaris. Öll andleg og veraldleg kirkju- mál biskupsdæmisins liggja undir þessa samkomu. Þegar biskupsstóllinn losnar ber biskupskosning undir fundinn,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.