Kirkjublaðið - 02.09.1893, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 02.09.1893, Blaðsíða 7
167 kirkjunnar. Prestar hennar og prelátar lifðu mesta hóg- lifl með afarmiklar tekjur, en víða rjett safnaðarlausir, en katólskir prestar urðu að lifa á framlögum safnað- anna við þröngvan kost en nóg annríki. G-ladstone hóf frelsisbaráttu sína tyrir Irum með því að ljetta af þessum ójötnuði, en mest var það þó að þakka kvekaranum John Bright (f 1889), hinum göfug- asta stjórnvitring þessarar aldar, sem í öllum stjórnmálum hafði rjettlæti og líknaranda kristindómsins fyrir leiðar- stjörnu. Málið var torsótt eins og við var að búast, því að mikið var að missa. Prótestantar Irlands (Ulster-bú- ar) hafa flestir verið og eru æfir á móti heimastjórn Ir- lands, en þeir neyddust til að taka við heimastjórn í sínum kirkjumálum. Eignir og tekjur rikiskirkjunnar irsku voru metnar til 16 miljóna punda, og tók ríkið það allt til ráðstöfun- ar. Katólska kirkjan fjekk nokkuð til prestaskóla síns, presbýteríanar fengu all-ríflegan styrk, kirknaeigendur fengu töluverð iðgjöld og stórmikið fje gekk til ýmsra stofnana í landinu, aðallega sjúkum mönnum og voluðum til líknar og hjúkrunar. Tæpur helmingur var þá eptir og varhann ánafnaður hinni væntanlegu fríkirkju tileign- ar og afnota eptir skilnaðinn. Ríkiskirkjan írska hafði eytt hjer um bil 600,000 pundum á ári, og ljet rikið af hendi við hana þá upphæð tólffalda, eða í eitt skipti fyr- ir öll höfuðstól, sem nam 7 millj. punda (126 millj. ltr.). Þegar fríkirkjan var komin á laggirnar fjekk stjórn henn- ar þetta fje til umráða og ávöxtunar, og hefir henni haldizt svo vel á því, að höfuðstóllinn er enn þá óskert- ur. Þótt fúlga þessi sýnist mikil handa kirkjufjelagi, sem ekki er stærra en írska fríkirkjan, hrökkur það fje hvergi nærri og greiða söfnuðir af frjálsum samskotum að kalla jafnmikið á ári og rentur hins sameiginlega sjóðs neraa. Söfnuðir kosta hver fyrir sig kirkjubyggingar sínar, en víðast eru laun presta greidd að hálfu leyti úr sameiginlegum sjóði og að hálfu leyti af hverjum einstök- um söfnuði. Laun biskupa og skólahald fyrir presta og kennara greiðist af sameiginlegum sjóði, en reyndar hefir kirkjan á seinni árum fengið nokkurn styrk úr ríkissjóði

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.