Kirkjublaðið - 02.09.1893, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 02.09.1893, Blaðsíða 10
170 aratriði kirkjunnar eru eigi rædd með þeirri alvöru og stillingu, er sæmir svo helgu málefni, og atkvæðagreiðls- an á einum æstum fundi getur bylt öllu og breytt. Ept- ir 150 ára algjört ófrelsi byrjaði 7 ára stríð íhinniirsku frikirkju um endurskoðun handbókarinnar, og margir fóru langt úr hófi í þeim sökum, og lá við fullri sundr- ungu, en þó fór um síðir betur en áhorfðist, og engu verulegu var raskað af fornum trúarsetningum og helgi- siðum kirkjufjelagsins. 2. I annan stað er fjárskorturinn örðugur viðfangs. Hann skilur sjaldan við fríkirkjuna. Höfundurinn telur það neyðarkost sem fiestir prestar búi við, þessi »aumu« 200 pund á ári, en það er þó aumast þegar óvissa á sjer stað með þann helming teknanna, sem söfnuðurinn greið- ir beint úr sínum vasa. 3. Loks er það veiting brauðanna; það er mjög á- heyrilegt þetta fyrirkomulag að 3 menn úr hjeraðinu og 3 menn úr prestakallinu skipi prestinn með biskupi, en reynzlan hefir sýnt, að það eru kosnu mennirnir úr prestakallinu sem ráða rjett öllu. Vanalega hafa menn ráðið það með sjer heima í prestakallinu, hvern kjósa skuli, og fulltrúarnir þaðan hóta óánægju og uppþoti, ef söfnuðurinn fær ekki vilja sinn. Kirkjustjórnin á því mjög erfitt með að umbuna verðleika eldri presta. Yngstu prestarnir, sjeu þeir tölugir vel og glæsilegir í framkomu, sitja fyrir öllu, þótt þeir sjeu í rauninni kostaminni mörg- um öðrum. Þá kemur bjartari hiiðin, sem höf. kallar hjdlp og hug- hreysting: 1. Omótmælanlega hefir komið meira líf og fjör í frikirkjuna. I ríkiskirkjunni hjengu menn f kirkjufjeiag- inu af vana, »Þögn er samþykki«, mátti segja um það. Nú verða allir bæði í orði og verki að gjöra sjer og öðr- um grein fyrir því, hvers vegna þeir yflr höfuð sjeu í kirkjufjelagi, og í annan stað í þessu kirkjufjelaginu fremur en öðrum. Ávextirnir hafa sýnt sig í margskon- ar aukinni starfsemi, kirkjur og skólar rísa upp og tölu altarisgöngufólks heflr stórum fjölgað. 2. Innilegra samband hefir komizt á millum presta

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.