Kirkjublaðið - 01.10.1893, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.10.1893, Blaðsíða 3
179 yður þær til að tengja hjörtu yðar enn innilegar saman; í kristilegri hjónaást, hann ætlast til að hinir veiku arm- ar þessara ungu borgara G-uðs ríkis lypti hjörtum yðar í hæðirnar til sín með lofgjörð og þakklæti, og hann vill, að þjer sameinið krapta yðar til að varðveita þessa smæl- ingja frá vjelræðum heimsins, og leiða þá á veg sálu- hjálparinnar með orðum og eptirdæmi. Vegleg er köllun yðar, krístnu foreldrar, þjer getið því að eins rækt hana eins og kristnum foreldrum sæm- ir, að þjer jafnan hafið dýrð Guðs og velferð barna yðar fyrir augum yðar. Þjer óskið eflaust, að börnin yðar verði góðir og nýtir menn; en þjer getið því að eins bú- izt við uppfylling þessarar óskar, að þjer af hug og hjarta haflð jafnan leitazt við að innræta þeim elskuna til Guðs og manna, og sjálf gengið á undan þeim með góðu eptir- dæmi. Þjer getið ekki búizt við, að börnin yðar verði auðug af þeim kristilegu dyggðum, sem þau á æskuár- unum aldrei sáu í fari yðar; þjer getið ekki búizt við, að þau verði vandaðir menn, er kappkosti að afla sjer álits og virðing^ góðra manna, ef þjer hafið vanrækt að inn-/<zy ræta þeim virðingu fyrir hinu góða og fagra. Þjer getið ekki búizt við, að börn yðar verði nægjusöm og ánægð með kjör sin, og sýni þolinmæði og undirgefni undir Guðs vilja þegar á móti blæs, en auðmjúkt og þakklátt hugar- þel þegar vel gengur, ef þjer hafið alið þau upp ístjórn- lausu eptirlæti, er venur hina ungu á að láta allt lúta í lægra haldi fyrir þeirra vilja. Hvernig getið þjer ætlazt til að börnin yðar verði friðsöm, sáttgjörn og umburðar- lynd, ef þau í æskunni hafa alls ekki lært að þekkja þann kristilega heimilisbrag, sem sameinar hjörtu foreldra og barna, húsbænda og hjúa, í friði og eindrægni, en ver- ið þar á móti daglega sjónar- eða heyrnarvottar að ó- samlyndi ykkar sjálfra og illdeilum h heimili yðar? Ekki getið þjer heldur búizt við, að börnin yðar verði mann- elskufull og góðgjörðasöm, ef þau opt hafa sjeð önugleík yðar og miskunnarleysi við þá, sem bágt áttu, öfund yð ar við þá, sem betur gekk, og kæruleysi yðar um vel- gengni meðbræðra yðar. Getið þjer enn fremur ætlazt til, að börnin yðar hafl Guðs orð fyrir ljós á vegum síu-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.