Kirkjublaðið - 01.10.1893, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 01.10.1893, Blaðsíða 15
191 Samskotaáskorunin til skólans vestra (Kbl. II, 12) hafði engaö ávöxt borið, í sumum prestaköllum var þó eigi fullreynt enn þá. Próf. skoraði á prestana að gefa til prestaekknasjóðsins. Sami vakti máls á kirknafrumvarpinu frá síðasta þingi, og var fund. meðmæltur gjaldbreytingunni, en fremur töldu menn tormerki á sameignínni. 2. Hjeraðsfundur Borgfirðinga var haldinn k Grund í Skorradal. Þessi mál komu til umræðu: Leitað var álits fundarins um það, hvernig prestar og sóknar- nefndir gegndu skyldum sínum, einkum að því er snertir barna- fræðslu. Engar kvartanir komu íram um vanrækslu af þeirra hálfu. Lagðar fram skýrslur um vorpróf barna 1893, Höfðu tekið þátt í þeim öll börn frá 12 ára aldri til fermingar, nema þau, er enga námshæfileglpika hafa, og þau, er gengið höfðu sama vor undir próf við barnaskólann á Akranesi. I sambandi við það mál var ályktað, að fara þess á leit við hreppsnefndir í próf'astsdæminu, að þær veiti árlega í'je nokkurt til menntamála, og sje af því fje umgangskennurum greitt kennslukaup fyrir fátæk börn í hreppn- um. Lagt fram yfirlit yfir messugjörðir og altarisgöngur 1892. Kirknareikningar síðasta reikningsárs fram lagðir með athuga- semdum, og úrskurðaðir. Skorað á tvo kirknahaldara að hafa tólg- arkerti framvegis til lýsingar, heldur en stearínkeiti, og telja í reikningunum lýsingarkostnaðinn eptir því sem brúkað er í rann og veru. Safnaðarfulltrúinn úr G-arðasókn bar fram beiðni sóknarnefnd- arinnar í Garðasókn, um samþykki fundarins til þess, að Garða- kirkja verði flutt niður á Skipaskaga. Fund. var flutningnum með- mæltur, en af því að málið var eigi nægilega undirbúið, gaf fund. prófasti umboð tii, að veita samþykkið fyrir hjeraðsfundarins hönd, ef málið yrði löglega uudir búið fyrri en næsti hjeraðsfund- ur verður haldinn. (Fundarskýrslan úr Borgarf. er samin og send af prófasti). ---------------Í^EI^IS^--------------- Háskólavonin er komin svo langt, að 30 menn hafa, undir forustu Benedikts sýslumanns Sveinssonar, »bundizt samtökum að vekja áhuga þjóðarinnar á stofnun háskóla og gangast fyrir sam- skotum til að flýta framkvæmdum þess máls«. Guðfræðisnám við háskólann stunda, Geir Sæmundsson frá Hraungerði, Bjarni Hjaltesteð úr Reykjavík, Sigurður Sivertsen frá Höf'n í Borgarfirði, Haraldur Níelsson irá Grímsstöðum í Mýra- sýsla og Friðrik Hallgrímsson úr Reykjavík. Prestvígður í Kaupmannahöfn er Adolf Nicolaisen frá ísafirði, og háskólakandid. í guðfræði Magnús Magnússon frá Isafirði, innir af hendi varnarskyldu til að geta íengið prestsembætti í Danmörku.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.