Kirkjublaðið - 01.10.1893, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.10.1893, Blaðsíða 7
183 og hvert annað: það tjáir ekkí að líta á það einungís frá einni hlið. Engura dettur í hug að hafa á móti því, að prestar haldi ræður upp úr sjer, það er að segja þeir af þeim, sem betur eru lagaðir til þess, en að flytja ræður af blöðum. Og til þess að fá reynslu í því efni, væri án efa ráðlegt, að prestaskólinn ljeti lærisveina sina hjer eptir æfa sig í hvorri tveggja prjedikunaraðferðinni, svo hver geti síðan valið þá, er honum lætur betur. Br. J. Allra þjónar. 2. Elísabet Fry. I þessum mánuði eru 48 ár síðan að mannvinurinn mikli, frú Elísabet Fry, andaðist í Ramsgate við Tempsár- ósa, hálf-sjötug að aldri, og háir sem lágir heima á sjálfu Englandi og miklu víðar syrgðu hana svo innilega, sem æfctu þeir beztu móður á bak að sjá. Líf hennar var óslitið kærleíkslíf fyrir alla hina vol- uðu á vegi hennar, auðnuleysingjana og óbótamennina, en mátturinn var svo mikiil að henni vannst þó tírai til að veita heiraili sínu beztu forstöðu og hún var ellefu barna móðir. Sagan geymir naf'n hennar aðallega fyrir afskipti hennar af bandingjunum, en kærleiksáhrif hennar náðu þó raiklu lengra. Margskouar framkvæmdir kristilegrar mannúðar og miskunnsemi um allan hinn siðaða heim kenna sig við hana og eru runnar frá hennar liknar- hjarta. Foreldrar Elísabetar voru kvekarar, faðirinn hjet John Gurney, en móðirin Katrín. Kvekarar eru, sem kunn- ugt er, manna látlausastir, og um leið manna vandaðastir. Foreldrar Elísabetar fylgdu eigi hinum strangari háttum kvekara. Hið efnaða kaupmannsheimili var glaðvært og börnin, 12 að tölu, lifðu við sældarkjör og nóg föng til að menntast. Móðirinni er svo lýst, að hún hafi verið ágætiskona, hún ljezt þegar Elísabet var 12 ára. Frá móður sinni hafði hún trúarstyrkinn og dæmi hennar hafði hún sjer fyrir augum til æfiloka.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.