Kirkjublaðið - 01.10.1893, Blaðsíða 1

Kirkjublaðið - 01.10.1893, Blaðsíða 1
mánaðarrit handa íslenzkri alþýðu. III. RVIK, OKTOBER 1893. 12 Bæn í stríði lífsins. Faðir, jeg flý til þín: fæ ei af sjálfsdáðum staðizt í stríði; studdur af þinni hönd engu ieg kvíði. Leiði mig gjörvöll um lifsspor mín föðurleg forsjá þín. Barátta, böl og þraut, mæta mjer hvervetna ljóst eða' i leynum; liðsemd að veita jeg treysti þjer einum. Lát mig á torsóttri lífsins braut sjerhverja sigra þraut. Finn jeg, að megnið mitt ei er mjer fullnóg, þó fast jeg því beití, fullting' og hugrekki bið jeg mjer veiti guðdómlegt almættisorðið þitt, styrki það megnið mitt. Skammsýn er skynsemd mín, bregzt mjer að þekkja, hvað bezt kann að haga, bið jeg þig, faðir, mín glöpin að laga; farsæidar-veginn sjer vizkan þín skýrar en skynsemd mín. Kærleikans kraptur þinn til þín frá jarðríki hjarta mitt hnegi. Hugsun sú styrki mig lífsins á vegi: eilíft í ríki þitt anda minn kærleikur kallar þinn. Br. J.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.