Kirkjublaðið - 01.10.1893, Side 1

Kirkjublaðið - 01.10.1893, Side 1
handa íslenzkri alþýðu. III. RVÍK, OKTÓBER 1893. 12 Bæn í stríði lífsins. Faðir, jeg flý til þín: fæ ei af sjálfsdáðura staðizt 1 striði; studdur af þinni hönd engu jeg kvíði. Leiði mig gjörvöll uin lífsspor mín föðurleg forsjá þín. Barátta, böl og þraut, mæta mjer hvervetna ljóst eða’ i leynum; liðsemd að veita jeg treysti þjer einum. Lát mig á torsóttri lífsins braut sjerhverja sigra þraut. Finn jeg, að megnið mitt ei er mjer fullnóg, þó fast jeg því beiti, fullting’ og hugrekki bið jeg mjer veiti guðdómlegt almættisorðið þitt, styrki það megnið mitt. Skammsýn er skynsemd mín, bregzt mjer að þekkja, hvað bezt kann að haga, bið jeg þig, faðir, mín glöpin að laga; farsældar-veginn sjer vizkan þin skýrar en skynsemd mín. Kærleikans kraptur þinn til þin frá jarðríki hjarta mitt hnegi. Hugsun sú styrki mig lífsins á vegi: eilíft í riki þitt anda minn kærleikur kallar þinn. Br. J.

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.