Kirkjublaðið - 01.10.1893, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.10.1893, Blaðsíða 14
190 heilbrigð, að það hafi ekki verið mín fyrsta hugsun, hvern- ig JeS gæti þjónað Drottni mínum og meistara«. Eitt dæmi þess af ótal mörgum er það, að eina andvökunótt heyrði hún fótatak strandvarðanna, sem dag og nótt gengu með ströndu fram einmana og út úr öllu fjelagslífi til að gæta landsins fyrir tollsvikum, og hún rjeði með sjer að stytta þessurn mönnum stundirnar með góðum bókum, og á fám árum hafði hún safnað saman 50,000 bindum handa þeim, og þetta varð til þess seinna, að stjórnin tók það mál að sjer og sá þessum mönuum fyrir bókakosti í einverustundum þeirra. Þýðingarmesta lífsstarf hennar var hin mikla umbót á varðhöldunum og í allri meðferð fanganna til líkama og sálar. En hún sleppti heldur ekki af þeim hendinni ept- ir að þeir voru lausir úr vardhaldinu. Margskonar fje- lagsskapur myndaðist undir forsjá hennar til að sjá þess- um mönnum fyrir atvinnu á eptir, og gæta þeirra fyrir nýjura freistingum. A árunum 1818—22 fækkaði tölu þeirra alJt að helmingi, sem aptur komust undir manna- hendur, eptir að vera sleppt út úr Newgate. Afbrota- mönnunum sem sendir voru í útlegð til Ástralíu fylgdi hún á skipsfjöl, og þvi er viðbrugðið, hve átakanlegt það var, er hún eitt sinn hjelt skilnaðarræðu sína fyrir 128 slikum konum úti á skipi, og kraup á þilfarið og baðst fyrir með þeim og allar flóðu í tárum. Heilsan þraut hana hin efstu árin og hún reyndist mjög af' ástvina-missi og algjörðu eignatjóni, sem maður hennar varðfyrir af annara völdum, en kjarkurinn og stjórnserain hjelzt allt til æfikvöldsins. Hún fjekk blítt andlát að morgni hins 13. októbers 1845 og heyrðu menn hana síðast mæla þau orð: »Drottinn minn kær, hjálpa þú ambátt þinni og varð- veit hana«. -------------3S@-----------— Frá hjeraðsfundum 1893. 1. Hjeraðsfunclur Kjalarnessþings var haldinn 14. þ. m., að viðstöddum 6 prestum og 4 fulltrúum. Auk venjulegra reikningsmála samþykkti fund. fyrir sitt leyti organkaup í Brautarholtskirkju, ef lögleg skilyrði væru fyrir hendi.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.