Kirkjublaðið - 01.10.1893, Blaðsíða 16

Kirkjublaðið - 01.10.1893, Blaðsíða 16
192 Nyir prestar 2 eru vígðir til starí'a í kirkjufjelagi landa vorra vestra Björn B. Jónsson úr Þingeyjarsýslu, bróðurson Kristjáns skálds Jónssonar og Jónas A. Sigurðsson, frá Gröf í Víðidalstungu í Húnavatnssýslu. Sjera Jónas tók fyrir nokkrum árum búfræð- ingapróf við Ólafsdalsskóla með bezta vitnisburði. Sjera Matthías Jochumsson kom heim úr vesturför sinni 19. f. m. Hann ferðaðist víða nm byggðir Islendinga bæði í Canada og Bandafylkjunum og var borinn á höndum. Ritstjóri Lögbergs endar grein sína um ferðir sjera Matthíasar með þessum orðum: »Hver, sem eins og jeg, hefir notið þeirrar ánægju, að heyra sjera Matthías dag eptir dag allsendis óviðbúinn halda hverja ræð- una á fætur annari, allar fallegar, fiestar dýrðlegar og skáldlegar og átakanlega hjartnæmar, hann mun hafa meiri lotning eptir en áður fyrir íslenzkri tungu, íslenzkri snilld, íslenzkri menntun, ís- lenzku hugsunarlifi, ísienzkum kærleik. En einkum og sjerstak- lega mun hann unna heitara en áður manninum, sem borið heíir gæfu til, að miðla öðruin af öllu þessu í svo dýrðlega ríkulegum mæli«. Prófastur settur í Snæfeilsnessprófastsdæmi er sjera Helgi Arnason í Ólafsvík. „ Breyting á takmörkum prófastsdæma: Með konungs- * úrskurði 21. júlí þ. á. er Staðarsókn í Hrútaíirði lögð uudir Stranda- prófastsdæmi og Garpsdalssókn til Dalaprófastsdæmis. Lán til prestakalla. Grenjaðarstaðarprestakall hefir fengið 3000 kr. lán til staðarbyggingar og Skútustaðaprastakall 600 kr. lán til að kaupa þann */4 hluta engjanna, s$m undan var skilinn, er “/4 hlutir jarðarinnar voru gjörðir að prestssetri. Bæði lánin eru veitt úr landssjóði og ávaxtast og afborgast á 28 árum. Jóiabla.ðið verður sent með póstunum í lok nóvembermán. Ný kristileg smárit, nr. 4—5, urðu eigi fullbúin til að send- ast með þessu tölubl., koma næst. Sameiniugin, mánaðarrit hins ev. lút. kirkjufjel. Isl. í V.-h., 12 arkir, 8. árg. Ritstj. sr. Jón Bjarnason í Winnipeg. Verð hjer 2 kr. Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Rvík o. fl. víðsv. um land. Kirkjublaðið — borg. f. 15. júlí — skrifleg uppsögn sje kom- in til útgefanda fyrir 1. októb. — 15 arkir auk smárita. 1 kr. 50 a. i Vesturheimi 60 cts. I. árg. 1891, 7 arkir, 75 a. (25 cts) og II. árg. 1892, 15 arkir, 1 kr. (60 cts), fást hjá útgef. og útsölumönnum. Inn á hvert cinasta heimili. Nærsveitamenn gjöri svo vel og vitji Kirkjubl. á afgreiðslu- stofu ísafoldar.________________ KITSTJÓBI: ÞÓRHALLUR BJARNARSON. Prentað i Ísaíoldar prentsmiðju. Beykjavik. 1893.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.