Kirkjublaðið - 01.10.1893, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.10.1893, Blaðsíða 5
181 Það er sæluríkt fyrir hverja sannkristna foreldra, að ajá börnin sín vaxa með aldri að vizku og náð hjá Guði og mönnura; en það er óttaleg tilhugsun fyrir föður- og móður-hjartað, að horfa á lifsamkvæmi sín glata þeirri Guðs náð, sem þeim var veitt í heilagri skírn, og liða tjón á velferð sálar sinnar, og það því fremur, ef for- eldrarnir geta að einhverju leyti kennt sjer sjálfum um ó- farir barna sinna. Kristnu foreldrar, gætið yðar því, að þjer ekki hneysklið neinn af þessura smælingjum, kappkostið að ala svo upp börnin yðar, að þau með rjettu verðskuldi hið fagra nafn, að heita Guðs börn og samarfar Jesú Krists. „Aö prjedika blaðalaust'". Sjera Hatsteinn Pjetursson vill fyrir hvern mun, að allir prestar hjer á landi fari að prjedika blaðalaust. Eiga þeir að gjöra það? kSjálfsagt þeir af þeim, sem á þann hátt prjedika betur. En hinir, sem á þann hátt tekst miður, eiga ekki að gera það. Og þeir eru þó víst fleiri en færri: Það lætur hverjum bezt, sem hann æfir mest, auk þess sem þeir hljóta að vera af náttúrunni mis- vel lagaðir til þessa, eins og menn eru til alls. Eins er með tilheyrendur: sama á ekki við alla. Það getur verið, að útlendar þjóðir meti mest hrífandi mælsku; oss Islend- ingura þykir almennt meira varið í sarmíærandi röksemd- ir, — og þær verða sízt betri talaðar upp úr sjer. Ræð- ur þingmanna væru án efa betur sannfærandi, ef þeir hefðu leyfi og tækiíæri til að skrifa þær og flytja þær svo. Og vjer höfum svo margar kýmnisögur af fyrri prestum, sem »prjedikuðu blaðalaust«, að ekki er við þær bætandi. Og ekki væri heldur gott, að hver prestur yrði að leggja niður embætti, ef hann treysti sjer ekki til að halda jafngóðar ræður upp úr sjer eins og af blóð- um. Jeg hefi heyrt prjedikað blaðalaust, þó ekki sje það opt, og verð jeg að játa, að jeg befi heyrt margar ræð- ur fluttar af blöðum, sem mjer hefir þótt meira til koma. 1) Grein þessi barst Kbl. í júlí, og á við grein sr. H. P. íjúníbl.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.