Kirkjublaðið - 01.10.1893, Page 5

Kirkjublaðið - 01.10.1893, Page 5
181 Það er sæluríkt fyrir hverja sannkristna foreldra, að sjá börnin sín vaxa raeð aldri að vizku og náð hjá Guði og mönnura; en það er óttaleg tilhugsun fyrir föður- og móður-hjartað, að horfa á lifsamkvæmi sín glata þeirri Guðs náð, sem þeim var veitt í heilagri skírn, og líða tjón á velferð sálar sinnar, og það því fremur, ef for- eldrarnir geta að einhverju leyti kennt sjer sjálfum um ó- farir barna sinna. Kristnu foreldrar, gætið yðar því, að þjer ekki hneysklið neinn af þessum smælingjum, kappkostið að ala svo upp börnin yðar, að þau með rjettu verðskuldi hið fagra nafn, að heita Guðs börn og samarfar Jesú Krists. -----4----- „Að prjedika blabalaust”1. Sjera Hatsteinn Pjetursson vill fyrir hvern mun, að allir prestar hjer á landi fari að prjedika blaðalaust. Eiga þeir að gjöra það? Sjálfsagt þeir af þeim, sem á þann hátt prjedika betur. En hinir, sem á þann hátt tekst miður, eiga ekki að gera það. Og þeir eru þó víst fleiri en færri: Það lætur hverjum bezt, sem hann æfir mest, auk þess sem þeir hljóta að vera af náttúrunni mis- vel lagaðir til þessa, eins og menn eru til alls. Eins er með tilheyrendur: sama á ekki við alla. Það getur verið, að útlendar þjóðir meti mest hrífandi mælsku; oss Islend- ingum þykir almennt meira varið í sannfærandi röksemd- ir, — og þær verða sízt betri talaðar upp úr sjer. Ræð- ur þingmanna væru án efa betur sannfærandi, ef þeir hefðu leyfi og tækifæri til að skrifa þær og flytja þær svo. Og vjer höfum svo margar kýmnisögur af fyrri prestum, sem »prjedikuðu blaðalaust«, að ekki er við þær bætandi. Og ekki væri heldur gott, að hver prestur yrði að leggja niður embætti, ef hann treysti sjer ekki til að halda jafngóðar ræður upp úr sjer eins og af blöð- um. Jeg hefi heyrt prjedikað blaðalaust, þó ekki sje það opt, og verð jeg að játa, að jeg hefi heyrt margar ræð- ur fluttar af blöðum, sem mjer hefir þótt meira til koma. 1) Gxein þessi barst Kbl. í júlí, og á við grein sr. H. P. í júníbl.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.