Kirkjublaðið - 01.10.1893, Síða 15

Kirkjublaðið - 01.10.1893, Síða 15
191 Samskotaáskorunín til skólans yestra (Kbl. II, 12) hafði engan ávöxt borið, í sumum prestaköllum var þó eigi í'ullreynt enn þá. Próf. skoraði á prestana að gefa til prestaokknasjóðsins. Sami vakti máls á kirknafrumvarpinu frá síðasta þingi, og var fund. meðmæltur gjaldbreytingunni, en fremur töldu menn tormerki á sameigninni. 2. Hjeraðsfundur Borgfirðinga var haldinn á Grund í Skorradal. Þessi mál komu til umræðu: Leitað var álits fundarins um það, hvernig prestar og sóknar- nefndir gegndu skyldum sínum, einkum að því er snertir barna- fræðslu. Engar kvartanir komu fram um vanrækslu af þeirra hálfu. Lagðar fram skýrslur um vorpróf barna 1893, Höfðu tekið þátt í þeim öll börn frá 12 ára aldri tii fermingar, nema þau, er enga námshæíilegleika hafa, og þau, er gengið höl'ðu sama vor undir próf við barnaskólann á Akranesi. I sambandi við það mál var ályktað, að fara þess á leit við hreppsnefndir í prófastsdæminu, að þær veiti árlega fje nokkurt til menntamála, og sje af því fje umgangskennurum greitt kennslukaup fyrir fátæk börn í hreppn- um. Lagt fram yíirlit yíir messugjörðir og altarisgöngur 1892. Kirknareikningar siðasta reikningsárs fram lagðir með athuga- semdum, og úrskurðaðir. Skorað á tvo kirknahaldara að hafa tólg- arkerti framvegis til lýsingar, heldur en stearínkeiti, og teija í reikningunum lýsingarkostnaðinn eptir því sem brúkað er í rann og veru. Safnaðarfulltrúinn úr Garðasókn bar fram beiðni sóknarnefnd- arinnar í Garðasókn, um samþykki fundarins til þess, að Garða- kirkja verði flutt niður á Skipaskaga. Fund. var fiutningnum með- mæltur, en af því að málið var eigi nægilega undirbúið, gaf fund. prófasti urnboð til, að veita samþykkið fyrir hjeraðsfundarins hönd, ef málið yrði löglega uudir búið fyrri en næsti hjeraðsfund- ur verður haldinn. (Fundarskýrslan úr Borgarf. er samin og send af prófasti), ------------------------SsýesI------- Háskólavonin er komin svo langt, að 30 menn hafa, undir forustu Benedikts sýslumanns Sveinssonar, »bundizt samtökum að vekja áhuga þjóðarinnar á stofnun háskóla og gangast fyrir sam- skotum til að fiýta framkvæmdum þess máls«. Guðfræðisnáin við liáskólaim stunda, Geir Sæmundsson f'rá Hraungerði, Bjarni Hjaltesteð úr Reykjavík, Sigurður Sivertsen frá Höfn í Borgarfirði, Haraldur Nielsson frá Grimsstöðum í Mýra- sýslu og Friðrik Hallgrímsson úr Reykjavík. Prestvígður í Kaupmannahöín er Adolf Nioolaisen frá Isaíirði, og háskólakandid. í guðfræði Magnús Magnússon frá Isalirði, innir af hendi varnarskyldu til að geta iengið prestsemb'ætti í Danmörku.

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.