Kirkjublaðið - 01.12.1893, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.12.1893, Blaðsíða 8
216 rjettu prjedikunaraðferð: að prjedika blaðalaust. Sú prje- dikunaraðferð ætti að vera kennd við prestaskólann«. Jeg vil láta breytinguna komast þannig á, að ungir prestar og guðfræðingar íslands taki upp blaðalausan framburð. Ef það yrði, þá hyrfi upplesturinn smátt og smátt úr kirkjunum og drægi eigi lengur úr kirkjurækni þjóðar- innar. Hverjir eru með upplestrinum og móti blaðalausum framburði? Eru það áheyrendurnir? Nei, alls eigi. Engin slik rödd heyrist frá þeim. Þeir eru allir undantekning- arlaust með blaðalausum framburði. Enda er það næsta eðlilegt, þar sem sá framburður er margfalt áheyrilegri og áhrifameiri en upplesturinn. En hvers vegna eru þá íslenzku prestarnir með upplestrinum og móti blaðalaus- um framburði? Það kemur af því, að upplesturinn er allraljettasta framburðaraðferð. Hann er jafnljettur og auðveldur, eins og hann er áhrifalítill og óáheyrilegur. Honum er nálega enginn undirbúningur, engin andleg vinna samfara. En blaðalaus framburður hefir mjög mik- inn undirbúning, mjög mikla andlega vinnu í för með sjer. Með því að taka upp þessa framburðaraðferð, þá þyrftu prestar á íslandi að leggja á sig miklu meiri and- lega vinnu, en þeir nú gjöra. Til þess treysta þeir sjer ekki. En mjer finnst, að hver prestur ætti að vera fús á að leggja á sig sem mesta andlega vinnu, svo hann geti leyst verk sitt sem bezt af hendi EAFSTEINN PJETURSSON. Kbl. flytur eigi meíra um þetta að sinni. Sjera V. B. telur eigi þær nýjar rölc- semdir komnar fram, ab hann þuríi að taka til máls. Vantrúarguðfræðin. í Fjallk. hefir alveg nýskeð verið þýdd grein eptir þýzkan vantrúarguðfræðing, sem flytur þessa »alvarlegu, vísindalegu« guðfræði, að endurlausnarverk Jesú Krists sje hjegóminn einber. Það er mikið rjett sem blaðið segir, að þetta skrifar guðfræðingur í guðfræðistímariti; »kirkjulegt« vil jeg ekki kalla það. Kbl, á fyrirliggjandi fróðlega grein um vantrúarguð-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.