Kirkjublaðið - 01.02.1894, Side 6

Kirkjublaðið - 01.02.1894, Side 6
22 á. Því má og heldur ekki gleyma, að Guð er einnig opt { gamla testamentinu látinn koma fram sem »náðugur og miskunnsamur, þolinmóður og mjög gæzkuríkur«. Eitt af því, sem mjög hefir hneykslað höf., er það, að Guð hafi farið í glímu við mann. Þetta er raunar nokkuð hrikaleg líking eptir vorum hugsunarhætti, en hán hefir einnig á sjer forneskjublæ Austurlanda, og er frá því sjónarmiði eðlileg. En öllum ætti að vera ljóst, að hjer er táknuð barátta mannsins við Guð í bæninni; og í vissum skilningi getur maðurinn þar unnið sigur. Það er satt, að Gyðingar höfðu í fornöld ýmsar skoð- anir um Guð mjög fráb^ugðnar því, sem vjer nú höfum; og þeir eignuðu honum ýmsa mannlega eiginlegleika, sem vjer eptir nútíðar hugsunarhætti skoðum sem ófull- komlegleika, en þeir skoðuðu þvert á móti. En vjer eignum Guði enn ýmsa mannlega eiginlegleika, t. d. að hann sje góður, rjettlátur o. s. frv., því að vjer höfum ekki önnur orð, og getum enda ekki hugsað oss hann nema því að eins, að miða við hið fullkomnasta, sem vjer þekkjum hjá mönnunum. Það, að Guð skipar Tsraelslýð að reka Kanverja burt úr landi þeirra, er ekki undarlegra en það, að hann enn i dag lætur siðaðar þjóðir útrýma villtum þjóðum, og það því síður sem Drottinn virðist hjer hafa haft enn æðra takmark en endrarnær. Frá fieirkvæninu er að eins sagt sem sögulegu atriði, og var engin ástæða fyrir hina helgu höfunda að draga dul yfir það. Bifilíusögur er víst rjett að skoða sem ágrip af sögu Gyðinga, að því er gamla testamentið snertir. En jafn- framt eru þar einnig sögð ýms undirstöðuatriði trúarlær- dómanna, sem veldur þvi, að kennslan í þeim er talin trúarbragðakennsla. Þetta er svo sameinað hvað öðru, að ekki er auðvelt að aðgreina það, enda væri lítið unnið við það. Höf. gefur í skyn, að bifilian sje ekki fremur inn- blásin af Guði en hvert annað skáldrit. En þess verður þó að gæta, að bifllían er nokkuð annað og meira en skáldrit, þó að þar sje reyndar mikið af f'ögrum og há-

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.