Kirkjublaðið - 01.02.1894, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.02.1894, Blaðsíða 8
24 Allra þjónar. 3. Basilíus niiMi. Kenningarnain mannsins á eigi sem bezt við yfir- skriptina. Vjer erum vanir að nefna mestu herkonunga sögunnar því nafni, en það er í kristilegum skilningi að einn ágætasti hirðir fornkirkjnnnar hefir fengið þetta nafn, eptir þeim orðum Krists: »Hver yðar sem mestur vil vera hann sje hinna þjónustumaður« (Mark. 10, 43.). Á öllum öldum kristninnar hafa einstakir kirkjunnar menn haft svo óumræðilegt áhrifavald á samtíðarmenn sína. I hinni kristilegu sögu skoðum vjer þá sern sjerleg verkfæri Guðs, að þeir hafi frá honum fengið ákveðið hlutverk að vinna í lífinu. Það er og aðal og einkenni spá- mannsins í hinum gamla sáttmála, þetta, að Guð hefir sent hann beint til að tala það sem hann talaði og vinna það sem hann vann. Þá skiljum vjer máttinn sem fylgt hefir orðum slíkra og gjörðum. Máttur þeirra var frá Guði og hann varð svo styrkur í þeim veikum, einmitt af því að þeir fundu sjálfir til þess, að þeir störfuðu i Guðs umboði. Slíkur maður var Basilíus biskup og kirkjufaðir á 4. öld. Hún er merkileg í kirkjusögunni 4. öldin. Hún er siguröld kristindómsins út á við, baráttan við heiðnu heimsvöidin er að mestu leyti til lykta leidd við trúhvarf Konstantíns mikla, en baráttan hið innra meðal trúflokka kristninnar geisaði þess ákafar. Aríusar-villan sem neit- aði sönnum guðdómi Krists var að vísu yfirstigin á kirkju- fundinum í Níkeu, en að því er til manna kemur, var það alls eigi að þakka almennri sannfæringu biskupanna austur frá, heldur stjórnvísi Konstantíns, sem þekkti skoð- anir manna á Vesturiöndum í þeirri grein og vildi eigi fá biskupana þar á móti sjer, og þó einkanlega andleg- um yfirburðum litla djáknans og biskupsskrifarans frá Alex- andríu, sem seinna sat þar að biskupsstóli framt að hálfri öld, og er í kirkjusögunni nefndur »faðir rjetttrúnaðarins«. Þar var Athanasíus, mesti maður kirkjunnar á 4. öldinni, sem vann sigur rjetttrúnaðarins á kirkjufundinum. Þessi sigur var of-fljótunninn, það var ekki sannfær- k

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.