Kirkjublaðið - 01.10.1894, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.10.1894, Blaðsíða 3
ífg kosti helming ársins, er sjerstaklega islenzkur siður, þó að hann í fyrstu kunni að vera af útlendri rót runnin. Reyndar er og heimilis-guðsþjónusta víðar stunduð; en líklega er óhætt að fullyrða, að hún hvergi hafl verið stunduð jafn almennt og jafn rækilega sem hjer á landi. Þessi siður er og gamall. Hve gamall hann er, er naum- ast hægt að segja með vissu, en að líkindum er hann frá því skömmu eptir siðaskiptin. Þessi siður er einnig í sjálfu sjer mjög fagur. í hinum ágæta uppeldisleiðar- vísi: »Foreldrar og börn«, sem sjera Ólafur Olafsson hefir íslenzkað og samið; segir svo (bls. 150 og 151): »Það er fagurt að sjá allt heimilisfólkið safnast saman að kveldi hvers dags, er öllum störfum dagsins er lokið, sjá það með einum huga taka guðsorð sjer í hönd, heyra það með einum róm þakka Drottni fyrir vernd hans og varðveizlu, vegsama hann fyrir náð hans, lofa hann fyr- ir kærleika hans, og biðja um hlífð hans og gæzlu fram- vegis«. Hjer er því rjett lýst, hversu fagur siður heim- ilis-guðsþjónustan er, þegar hún fer fram eins og á að vera. En þessi siður er einnig mjög svo gagnlegur og þýðingarmikill í kristilegu tilliti. Hver kann að »tjá og tína« allt það gott, er þessi siður hefir leitt af sjer, all- ar þær góðu hugsanir, sem hann hefir vakið, öll þau góðu verk, sem kunna að meira eða minna leyti að eiga að rekja upptök sín þaðan, alla þá andlegu hressingu, styrk og hugsvölun, sem heyrn eða lestur guðsorðs við slík tækifæri hefir veitt mæddum mönnum; og að hinu leytinu allt það iJlt, er hann hefir aptrað, allar þær freistingar, sem hann hefir forðað eða hjálpað til að standast. En auðvitað hefir húslesturinn eigi ætíð slíkar verkanir, og ekki nema því að eins, að hann sje um hönd hafður, með því hugarfari, sem vera ber, og ekki að eins fyrir siðasakir. Það kemur fyrir, að húslestur sýnist ekki hafa mikla þýðingu í kristilegu tilliti. Það má stundum sjá það, að menn halla sjer út af og sofna meðan á lestrinum stendur. Slíkt virðist ekki bera mik- inn vott um andlegan áhuga. En bæði er það, að slíkt mun ekki vera almennt, enda getur það verið afsakan- legt, þó að slíkt komi fyrir, þegar menn koma að sár-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.