Kirkjublaðið - 01.10.1894, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.10.1894, Blaðsíða 10
186 14, 4.). — Heródes Antípas, sem var kvæntur dóttur Arabakonungsins Aretasar, hafði, er hann heimsótti bróð- ur sinn Filippus, er bjó valdalaus í Rómaborg, tælt konu hans, að nafni Heródías, til þess að yfirgefa mann sinn og byrja sambúð við sig, en samtiðis rekið eiginkonu sína frá sjer. — Við hvaða tækifæri Jóhannes hafi ámæltHer- ódesi fyrir verkið, vitum vjer ekki, því þess er hvergi getið. Sennilegast virðist oss, að Jóhannes hafi í ein- hverri af ræðum sínum úti hjá Jórdan getið þessarar ó- leyfilegu sambúðar og af henni tekið tilefni, til þess að áminna tilheyrendur sína um skírlífi og hreinlífi og hafi svo einhver gæðinga Heródesar borið honum söguna. Hitt virðist oss ekki mjög líklegt, að Heródes hafi sjálfur nokkru sinni farið út að Jórdan, til þess að sjá og heyra skírarann. — Sagnaritarinn Jósefus tilgreinir að sönnu aðr- ar orsakir til þessa; hann gefur það i skyn, að Heródes hafi látið handsama »hinn rjettláta Jóhannes« af ótta fyr- ir því, að hann væri pólitískur uppreisnarmaður eða að sú hreifing, sem hann hafði vakið, mundi geta orðið hættuleg fyrir yfirráð Heródesar, er jafnan stóðu á völt- um fótum. En vjer sjáum enga ástæðu til þess að efast um, að guðspjöllin herrai rjett frá; og með tilliti til þess, sem Jósefus segir, virðist oss ekki ósennilegt, að Heródes, af ótta fyrir lýðnum, hafi látið það heita svo, að Jóhann- es hafi verið tekinn fastur af pólitískum ástæðum, en ekki viljað láta hins getið, sem þó var hin aðallega or- sök þess. Að sönnu mun Jóhannes ekki hafa verið hart hald- inn í fangelsinu, sem sjá má af því, að lærisveinar hans fengu við og við leyfi til þess að heimsækja hann og stytta honum stundir, og jafnvel Heródes sjálfur, sem þá mun hafa búið í Makkæros, mun ástundum hafa heimsótt hann og »gjarna hlýtt á ræðu hans« (sbr, Mark. 6. 20). En lengst af mun þó Jóhannes hafa setið einn í klefa sínum, og þegar vjer minnumst hins frjálsa lifs hans áð- ur, er hann hafðist við í eyðimörkum Júdeu og úti hjá Jórdan, getur það ekki furðað oss, þótt Jóhannes yndi illa hag sínum. Honum hlaut að virðast hin núverandi staða sín óskiljanleg, er hann í huga sínum hvarflaði til

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.